Gleði á Grafar­vogs­dag­inn

Grafar­vogs­dag­ur­inn er á morg­un, sunnu­dag, og er ein­stakt taekifa­eri fyr­ir íbúa og vel­unn­ara Grafar­vogs til að gera sér glað­an dag.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir

Grafar­vogs­dag­ur­inn hef­ur ver­ið hald­inn ár­lega síð­an 1998 svo þetta er í 21. sinn sem hann er hald­inn,“seg­ir Sara Ósk Rodrigu­ez Svönu­dótt­ir, verk­efna­stjóri fé­lagsauðs og frí­stunda í Grafar­vogi, en Mið­garð­ur, þjón­ustumið­stöð Grafar­vogs og Kjal­ar­ness, hef­ur hald­ið ut­an um dag­inn. „Mitt hlut­verk er að hafa sam­band við fyr­ir­ta­ek­in og fé­laga­sam­tök í Grafar­vogi og finna út hvort þau vilja ekki taka þátt með því að grilla puls­ur, sýna fyr­ir­ta­ek­ið og svo fram­veg­is. Og þannig hef­ur þetta ver­ið á hverju ári.“

Hún lof­ar miklu lífi og fjöri í Grafar­vog­in­um á morg­un. „Há­tíð­in hefst klukk­an tutt­ugu mín­út­ur fyr­ir ell­efu í Egils­höll þar sem Skóla­hljóm­sveit Grafar­vogs leik­ur ljúfa tóna. Klukk­an ell­efu hefst svo sýn­ing sem er í sam­starfi við Lista- há­tíð en við er­um svo hepp­in að vera í sam­starfi við há­tíð­ina. Þetta er leik­hóp­ur frá Hollandi sem er í risa­eðlu­bún­ing­um á stult­um og eru bún­ing­arn­ir fimm metr­ar á haeð og sjö á lengd og verð­ur spenn­andi að sjá,“seg­ir Sara. „Í Egils­höll verð­ur svo sitt­hvað á dag­skrá all­an dag­inn, World Class aetl­ar að vera með út­izumba, dú­ett­inn Vigga og Sjonni skemmta og Skauta­höll­in og skauta­fé­lag­ið Björn­inn halda sam­an skauta­ball.“

Há­tíð­in teyg­ir sig líka langt út fyr­ir Egils­höll. „Á útis­vaeði frí­stunda­mið­stöðv­ar­inn­ar Gufu­nes­ba­ej­ar verð­ur grill og varð­eld­ur auk þess sem Grunn­skóla­hlaup­ið fer þar fram og einnig kynn­ing­ar á fris­bí­golfi, rat­hlaupi og jaðarí­þrótt­um.“

Fyr­ir­ta­eki á Gylfa­flöt verða með veit­ing­ar og fjöl­skyldu­fjör þar sem verð­ur með­al ann­ars haegt að fá and­lits­máln­ingu, klifra í staur­um og ganga á línu og í Borg­um, fé­lags­mið­stöð aldr­aðra, verð­ur pönnu­kökukaffi. „Og þar verð­um við líka með mið­stöð fyr­ir skemmti­leg­an fjöl­skyldu­leik sem við köll­um Plogg­ing bingó. Það fer þannig fram að þátt­tak­end­ur skrá sig og fá í hend­ur bingó­spjald með tutt­ugu reit­um, gla­er­an plast­poka og og einnota hanska. Á bingó­spjald­inu er ým­is­legt sem þarf að safna, þar get­ur til daem­is stað­ið: finndu síga­rett­ustubb, eitt­hvað úr plasti eða eitt­hvað uppi í tré. Þú hef­ur klukku­tíma og svo skil­arðu afrakstr­in­um í Borg­ir. Það eru nokk­uð veg­leg verð­laun fyr­ir fyrsta, ann­að og þriðja sa­et­ið.“Plogg­ing bingó­ið stend­ur milli tvö og þrjú.

Á Kor­p­úlfs­stöð­um verð­ur efnt til flóa­mark­að­ar. „Sam­band ís­lenskra mynd­list­ar­manna leig­ir hús­ið og í hlöð­unni aetla þau að vera með flóa­mark­að. Marg­ir í fé­lag­inu eru safn­ar­ar svo þar verð­ur baeði fólk úr hverf­inu með ger­sem­ar úr geymsl­unni og safn­ar­ar sem selja antikvarn­ing.“

Sara seg­ir að stemm­ing­in á Grafar­vogs­deg­in­um hafi alltaf ver­ið mjög góð. „Þetta er hverf­is­há­tíð og mik­ilvaegt að íbú­ar og fyr­ir­ta­eki í hverf­inu taki hönd­um sam­an til að mynda stemm­ingu, teng­ist og kynn­ist, fái til­finn­ingu fyr­ir hverf­inu sínu og upp­lifi sam­stöðu.“

Á Gylfa­flöt í Garða­bae hef­ur ver­ið glatt á hjalla und­an­far­in ár en þar eru fyr­ir­ta­ek­in Landsnet og Krumma til húsa.

MYND/STEFÁN KARLSSON

Sara Ósk Rodrigu­ez Svönu­dótt­ir, verk­efna­stjóri fé­lagsauðs og frí­stunda í Grafar­vogi og Kjal­ar­nesi, hlakk­ar til Grafar­vogs­dags­ins.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.