Gam­an að hjóla á nótt­unni

Guð­rún Hreins­dótt­ir reyn­ir að halda einn hreyf­ing­ar­laus­an dag í viku. Það tekst ekki alltaf, hún get­ur ekki ver­ið kyrr. Hún stund­ar fjall­göng­ur og úti­vist en hjól­reið­ar eiga hug henn­ar all­an.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Ragn­heið­ur Tryggva­dótt­ir

Þetta er þörf­in fyr­ir að vera úti og hreyfa sig en líka ákveð­ið rót­leysi. Ég þarf alltaf að vera að og ef ég er ekki hjólandi fer ég í fjall­göng­ur. Hjól­ið er samt núm­er eitt. Ég hef alltaf ver­ið hjólandi og man eft­ir öll­um mín­um hjól­um. Sextán ára fékk ég 3-gíra hjól og var gert mik­ið grín að mér því þá, ár­ið 1981 voru all­ir á racer­um,“seg­ir Guð­rún Hreins­dótt­ir, sjúkra­liði og far­ar­stjóri hjá Úti­vist, spurð út í áhuga­mál­ið.

Hún seg­ist ekki geta set­ið kyrr og á ótelj­andi ferða­lög að baki á reið­hjóli, baeði inn­an­lands og ut­an. Hún þurfi nán­ast að beita sig hörðu til að taka því ró­lega.

„Ég reyni að hafa einn ró­leg­an dag í viku og kalla hann „hreyf­ing­ar­lausa dag­inn“, en ef veðr­ið er gott get ég ekki stað­ið við það,“seg­ir hún og upp­lýs­ir að fram und­an sé hjóla­t­úr frá Stóru-Mörk inn að Bás­um, um nótt. „Það er svaka­lega skemmti­legt að hjóla um nótt. Í fyrra hjól­aði ég að heim­an frá mér úr Grafar­vog­in­um og inn í Bása, það tók nótt­ina og nán­ast all­an dag­inn, um 160 kíló­metr­ar. Ég var auð­vit­að þreytt en þetta er svaka­lega skemmti­legt.“

Guð­rún hef­ur verð virk í Hjól­ara­ekt Úti­vist­ar frá ár­inu 2011. Hóp­ur­inn hjól­ar aðra hvora helgi frá Topp­stöð­inni í Ell­iða­ár­dal og oft í sam­floti við Fjalla­hjóla­klúbb­inn. Hún seg­ir allt að fjöru­tíu manns maeta í hjóla­ferð­irn­ar.

„Við hjól­um allt ár­ið. Á vor­in för­um við út fyr­ir Reykja­vík í dags­ferð­ir og för­um einnig í sum­ar­leyf­is­ferð­ir. Í fyrra til daem­is frá Brjánslaek yf­ir í Stykk­is­hólm og aðra ferð yf­ir Trölla­tungu og Steina­dals­heiði. Í ferð­inni yf­ir í Brjánslaek vor­um við með allt á hjól­un­um og gist­um í tjöld­um.

Það er ótrú­lega skemmti­leg­ur ferða­máti. En ég fer líka mik­ið ein í hjóla­ferð­ir. Í fyrra hjól­aði ég til daem­is ein frá Stokk­hólmi til Kaup­manna­hafn­ar. Þar hitti ég fé­laga mína og sam­an hjól­uð­um við til Berlín­ar. Þetta var þriggja vikna ferð og mjög skemmti­leg.“

Til að aefa sig fyr­ir þessa ferð hjól­aði Guð­rún ein frá Stykk­is­hólmi til Pat­reks­fjarð­ar, á þrem­ur dög­um.

„Það voru lang­ir dag­ar því þeg­ar mað­ur er einn nenn­ir mað­ur ekki að stoppa og tjalda klukk­an sex og bíða þar til klukk­an verð­ur tíu til að fara að sofa. Ég hélt bara áfram fram á kvöld og dag­leið­irn­ar náðu kannski 130 kíló­metr­um. Í sum­ar stefni ég á fjög­urra landa ferð með þrem­ur fé­lög­um og tvaer fjalla­hjóla­ferð­ir inn­an­lands, með Úti­vist.“

Guð­rún er þaul­vön að hjóla á þjóð­veg­un­um en seg­ir nauð­syn­legt að gaeta að ör­ygg­inu.

„Oft er mjög mik­il um­ferð.

Við er­um öll með hlið­ar­spegla á hjól­un­um og alltaf í ska­ergul­um jökk­um. Það þýð­ir ekk­ert ann­að þó mér finn­ist þeir ekk­ert fal­leg­ir,“seg­ir Guð­rún.

Á síð­unni fjalla­hjolaklubbur­inn. is má lesa um hjóla­aevin­týri Guð­rún­ar frá Stokk­hólmi til Kaup­manna­hafn­ar.

MYND/EYÞÓR

Guð­rún Hreins­dótt­ir sjúkra­liði hjól­ar hverja lausa stund. Hún er far­ar­stjóri hjá Úti­vist og ferð­ast á reið­hjóli baeði inn­an­lands og ut­an.

MYND­IR/GUЭRÚN HREINS­DÓTT­IR

Veð­ur­guð­irn­ir gerðu Guð­rúnu ekki alltaf auð­velt fyr­ir á ferða­lag­inu.

Guð­rún seg­ir skemmti­leg­ast að ferð­ast með tjald og all­an bún­að á hjól­inu.

Guð­rún hjól­aði frá Stokk­hólmi til Kaup­manna­hafn­ar í fyrra­sum­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.