Morg­un­mat­ur á mánu­degi

Gott er að byrja vik­una á holl­um og góð­um morg­un­mat. Flest­ir vilja fá sér eitt­hvað ein­falt og fljót­legt á morgn­ana sem kem­ur þeim vel af stað út í er­il­inn og dag­inn.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Sig­ríð­ur Inga Sig­urð­ar­dótt­ir

Heima­til­bú­ið mús­lí með höfr­um, döðl­um og berja­blöndu

Heima­til­bú­ið mús­lí er eitt af því sem er hollt og bragð­gott og krefst ekki mik­ill­ar fyr­ir­hafn­ar að út­búa. Þessi upp­skrift er al­veg skot­held og haegt er að leika sér með því að skipta út hrá­efn­um eða baeta við, allt eft­ir smekk. Það er t.d. haegt að breyta til og nota rús­ín­ur eða sveskj­ur í stað­inn fyr­ir döðlur. Uppskrift­in aetti duga í fjór­ar mál­tíð­ir.

100 g gróft haframjöl 20 pek­an­hnet­ur eða hnet­ur að eig­in vali

2 msk. sól­blóma­frae

6 döðlur eða 3-4 msk. rús­ín­ur 25 g spelti

Hrein jóg­úrt

300 g ber, t.d. jarð­ar­ber, hind­ber og blá­ber

Hun­ang eða kanill, ef vill

Hit­ið pönnu við lág­an hita. Haegt er að nota ör­lít­ið af kó­kosól­íu ef pann­an er of þurr. Setj­ið haframjöl­ið út á pönn­una og lát­ið það rist­ast lít­il­lega. Hra­er­ið vel í á með­an með sleif. Ba­et­ið pek­an­hnet­um sam­an við, ásamt sól­blóma­fra­ej­um og lát­ið rist­ast. Hell­ið í skál og lát­ið kólna. Sker­ið döðlurn­ar í litla bita og velt­ið þeim upp úr spelti. Bland­ið öllu sam­an og setj­ið í krukku. Gott er að borða mús­lí­ið með hreinni jóg­úrt, setja fersk ber út á og loks ör­lít­ið hun­ang eða kanil, ef vill.

Graenn morg­undrykk­ur

Þeir sem eru á hrað­ferð geta út­bú­ið gra­en­an morg­undrykk kvöld­ið áð­ur. Gra­en­ir drykk­ir standa alltaf fyr­ir sínu og mörg­um finnst ekk­ert betra en að hefja dag­inn á slíku orku­skoti. 2-3 lúk­ur spínat eða 3-4 blöð af gra­en­káli

1 gra­ent epli

1 app­el­sína

2 cm biti engi­fer

2 stilk­ar sell­e­rí, ef vill

Safi úr sítr­ónu

Klak­ar og vatn, ef vill

Mynta eða kórí­and­er eða stein­selja, ef vill og eft­ir smekk

Best er að byrja á að setja gra­en­meti og vökva í bland­ar­ann og blanda vel sam­an og baeta svo ávöxt­um sam­an við. Haegt er að setja drykk­inn í glerkrukk­ur og geyma til að taka með sér í skól­ann eða vinn­una, eða hvert sem leið­in ligg­ur þann dag­inn.

Gra­eni drykk­ur­inn er full­ur af víta­mín­um og tref­um.

NORDICPHOTOS/ GETTY

Heima­gert mús­lí stend­ur alltaf fyr­ir sínu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.