Vellíð­an karla í fyr­ir­rúmi

Nú geta karl­ar kom­ið sam­an í huggu­leg­um skúr í Hafnar­firði og átt glað­ar og skap­andi stund­ir í fé­lags­skap annarra karla yf­ir kaffi­sopa og verk­efn­um eft­ir eig­in getu og áhuga.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Þór­dís Lilja Gunn­ars­dótt­ir

Markmið Karl­ar í skúr­um er að skapa að­sta­eð­ur þar sem heilsa og vellíð­an karla er í fyr­ir­rúmi, þar sem þeir halda sér við lík­am­lega, and­lega og fé­lags­lega í ör­uggu og vina­legu um­hverfi,“seg­ir Hörð­ur St­urlu­son, verk­efna­stjóri hjá Rauða kross­in­um í Hafnar­firði og Garða­bae.

Hörð­ur er stadd­ur í fyrsta skúr karla sem var opn­að­ur við Hellu­hraun 8 í Hafnar­firði 1. júní.

„Karl­ar í skúr­um er að ástr­alskri fyr­ir­mynd sem nefn­ist Men’s shed og hef­ur sleg­ið í gegn víðs veg­ar um Evr­ópu og í Banda­ríkj­un­um. Þannig eru 422 skúr­ar á Ír­landi þar sem yf­ir 10.000 karl­ar hitt­ast í hverri viku og segja 97 pró­sent með­lima að heilsa þeirra hafi batn­að og vel­ferð þeirra auk­ist við það að taka þátt í fé­lags­skap karla í skúrn­um,“upp­lýs­ir Hörð­ur.

Best að spjalla öxl í öxl

Karl­ar í skúr­um er aetl­að að koma í veg fyr­ir fé­lags­lega ein­angr­un karla og neikvaeð­ar af­leið­ing­ar henn­ar.

„Karl­ar á öll­um aldri eru vel­komn­ir í skúr­inn þar sem þeir maeta á sín­um for­send­um. Það gef­ur þeim stað og stund til að hitt­ast yf­ir kaffi­sopa, spjalla og vinna að per­sónu­leg­um eða sam­eig­in­leg­um verk­efn­um sem þeir ákveða sjálf­ir og á sín­um hraða, og í skúrn­um skipt­ast þeir á þekk­ingu og gefa til sam­fé­lags­ins á leið­inni,“út­skýr­ir Hörð­ur í skúrn­um sem skipt­ist í nota­lega kaffi­stofu og vinnu­rými.

„Hug­mynda­fra­eð­in bygg­ir á rann­sókn­um sem sýna að karl­mönn­um þyk­ir best að tala sam­an þeg­ar þeir vinna með eitt­hvað í hönd­un­um og þeg­ar þeir standa sam­an öxl í öxl frek­ar en beint á móti hvor öðr­um,“seg­ir Hörð­ur sem er strax far­inn að horfa fram á veg­inn í leit að húsna­eði fyr­ir ann­an skúr í Garða­bae og vill faera út kví­arn­ar víð­ar.

„Þörf­in virð­ist vera mik­il og meira að segja kon­urn­ar vilja kom­ast líka í skúr­inn. Ég skil það vel en fyrsta kast­ið leyf­um við körl­un­um að njóta skúr­anna ein­ir, að koma sam­an og þróa þá eft­ir eig­in höfði. Í hverj­um skúr þarf að vera þriggja manna stjórn og hver skúr út­býr sín­ar eig­in regl­ur í sam­ráði við Rauða kross­inn. Þeir hafa sjálf­ir lykla­völd­in að skúrn­um en ákveðn­ar grunn­regl­ur verða til stað­ar; að ekki megi úti­loka fólk sök­um húðlits, stjórn­mála­skoð­ana, fötl­un­ar eða þjóð­ern­is, og ekki er haft áfengi um hönd í skúrn­um.“

Mað­ur er manns gam­an

Fal­legt hand­verk blas­ir við þeim sem heimsa­ekja karl­ana í skúrn­um við Hellu­hraun.

„Reynsl­an sýn­ir að flest­ir sinna verk­efn­um sem snúa að smíð­um og vinnu með timb­ur og menn smíða baeði stóra og smáa hluti en gera líka við eig­in hluti og annarra. Fé­lags­legi ávinn­ing­ur­inn er þó það mik­ilvaeg­asta og því skip­ar kaffi­stof­an stór­an sess til skrafs og ráða­gerða. Í vinnu­rým­inu fást karl­arn­ir líka við fleira en smíð­ar, einn stund­ar list­mál­un í einu horni kaffi­stof­unn­ar, og tveir með mik­inn áhuga á fram­köll­un ljós­mynda eru að búa til mykra­her­bergi,“seg­ir Hörð­ur inn­an um glaesi­leg­an taekj­a­kost í skúrn­um.

„Vel­vild­in er svo mik­il í hafn­firsku sam­fé­lagi að skúr­inn er orð­inn full­ur af frá­ba­er­um vél­um sem við höf­um feng­ið gef­ins vegna þess að verk­efn­ið spurð­ist út. Við þor­um ekki einu sinni að aug­lýsa því þá fyll­ist allt en marg­ir eru til­bún­ir að gefa okk­ur stór­kost­leg­ar vél­ar,“seg­ir Hörð­ur kát­ur og nú þeg­ar eru tutt­ugu með­lim­ir skráð­ir.

„Eldri karl­ar á Íslandi eru mikl­ir vinnu­þjark­ar, vilja hafa mik­ið fyr­ir stafni og kunna margt fyr­ir sér. Marg­ir hér eru mjög hand­lagn­ir, smið­ir og einn er smíða­kenn­ari og þeir kunna vel til verka og hafa ána­egju af því að miðla. Allt eru það fé­lags­lega sterk­ir menn en hóp­ur­inn sem við vilj­um fá kem­ur von­andi núna þeg­ar starf­ið er kom­ið í gang. Við verð­um með op­ið tvo daga í viku í júní og júlí en eft­ir versl­un­ar­manna­helg­ina verð­ur op­ið alla daga og starf­ið fer á fullt,“seg­ir Hörð­ur, full­ur til­hlökk­un­ar.

Karl­ar í skúr­um er í Hellu­hrauni

8 í Hafnar­firði. Op­ið þriðju­daga frá klukk­an 14 og fimmtu­daga frá klukk­an 10. Nán­ari upp­lýs­ing­ar hjá Herði á hor­d­ur@redcross.is

MYNDIR/SIGTRYGGUR ARI

Hörð­ur St­urlu­son, fyr­ir miðju, með Þór­arni Klem­ens­syni gjald­kera og St­urlu Jóns­syni.

Margt var um mann­inn við opn­un skúrs­ins i Hafnar­firði 1. júní síð­ast­lið­inn.

Pönnu­köku­meist­ar­inn Jó­hann Salomon Gunn­ars­son bak­aði pönnu­kök­ur. .

Margt fag­urra muna er að finna í vönd­uðu hand­verki karl­anna í skúrn­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.