Smá­for­rit­ið sem gef­ur frítt dót

Smá­for­rit­ið INTO leyf­ir út­völd­um not­end­um að fá ým­is­legt ókeyp­is ef þeir hafa nógu mik­il áhrif á in­ter­net­inu. For­rit­ið er hann­að svo fyr­ir­ta­eki og áhrifa­vald­ar á in­ter­net­inu njóti góðs hvor af öðr­um.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Odd­ur Freyr Þor­steins­son

Smá­for­rit­ið INTO trygg­ir not­end­um sín­um frí­an að­gang að alls kyns vör­um og þjón­ustu. Það er aetl­að fyr­ir áhrifa­valda á in­ter­net­inu og fyr­ir­ta­eki sem vilja fá kynn­ingu hjá þeim og er bara í boði fyr­ir þá sem eru sam­þykkt­ir af út­gef­end­um þess.

Max­im­ili­an Aras­in, einn af stofn­end­um INTO, seg­ir að til að fá að vera not­andi INTO þurfi mað­ur að vera á samn­ingi hjá mik­ils met­inni um­boðs­skrif­stofu eða sam­fé­lags­miðla­stjarna. Hing­að til hafa bara 12.500 not­end­ur ver­ið sam­þykkt­ir og 70% þeirra eru kven­kyns, en 10 þús­und manns eru á bið­lista.

Styðja þá sem gera gott efni

Þeir sem fá að vera not­end­ur fá að­gang að alls kyns fríð­ind­um. Veit­inga­stað­ir gefa þér mat, kaffi­hús gefa þér kaffi, fra­eg­ir hár­greiðslu­meist­ar­ar punta þig og einka­þjálf­ar­ar hjálpa þér að kom­ast í form, allt þér að kostn­að­ar­lausu. Í stað­inn gefa not­end­ur þess­um fyr­ir­ta­ekj­um von­andi kynn­ingu, en þeir eru ekki skuld­bundn­ir til þess, þó þeir nýti fríð­ind­in. Aras­in seg­ir að not­end­ur birti inn­legg um þjón­ust­una í um helm­ingi til­fella.

INTO var stofn­að ár­ið 2015 í Syd­ney og starfar nú í London, New York, Syd­ney, Mel­bour­ne, Ham­borg og Los Ang­eles, en á naesta ári aetl­ar það að byrja að starfa í Toronto, Mílanó, Höfða­borg, Tókýó og Hong Kong.

Max­im­ili­an Aras­in seg­ir að INTO vilji styðja þá sem fram­leiða gott efni með því að hjálpa þeim að upp­götva gaeðastaði og góða þjón­ustu og gera þeim auð­veld­ara að búa til efni sem staekk­ar fylgj­enda­hóp­inn.

Mark­aðs­setn­ing í gegn­um áhrifa­valda eykst

Aras­in er í raun frum­kvöð­ull á sviði mark­aðs­setn­ing­ar í gegn­um áhrifa­valda, en hún snýst um að tengja merki við vel tengda áhrifa­valda á net­inu til að hjálpa merkj­un­um að staekka neyt­enda­hóp sinn í gegn­um fylgj­end­ur áhrifa­vald­anna.

Þessi gerð mark­aðs­setn­ing­ar er kom­in til að vera. Sam­tök aug­lý­senda í Banda­ríkj­un­um gerðu ný­lega könn­un sem leiddi í ljós að 75% aug­lý­senda nýttu áhrifa­valda í mark­aðs­setn­ingu og að þeir aetl­uðu að eyða meira fé í slíka mark­aðs­setn­ingu á naestu 12 mán­uð­um.

Mark­aðs­setn­ing í gegn­um áhrifa­valda hríf­ur fólk öðru­vísi en hefð­bundn­ar aug­lýs­ing­ar, því hún virk­ar meira ekta þeg­ar hún kem­ur frá ein­hverj­um sem mað­ur hef­ur áhuga á og kýs að fylgj­ast með. Sam­fé­lags­miðla­stjörn­ur byggja upp fylgj­enda­hóp sinn með tím­an­um og kynna svo vör­ur sem passa við gildi, við­horf og áhuga­mál fylgj­enda­hóps­ins. Von­in er sú að fylgj­end­ur hugsi með sér að ef var­an eða þjón­ust­an sé nógu góð fyr­ir þann sem þau fylgja, sé hún nógu góð fyr­ir þau.

Aras­in seg­ir að INTO geti gert það auð­veld­ara fyr­ir merki og áhrifa­valda að gera skipti sem báð­ir gra­eða á. Áhrifa­vald­arn­ir fá ýms­ar gjaf­ir, en merk­in fá kynn­ingu sem hefði ann­ars kostað mörg hundruð þús­und krón­ur.

Ekki sama Jón og séra Jón

Áhrifa­vald­ar telja að þjón­usta INTO geri gagn. Þeir kynna vör­ur sem þeir vita að höfða til fylgj­enda­hóps þeirra og fyr­ir vik­ið bregð­ast fylgj­end­urn­ir við kynn­ing­un­um og biðja oft um nán­ari upp­lýs­ing­ar.

INTO laet­ur líka ekki eitt yf­ir alla ganga, sem kem­ur fyr­ir­ta­ekj­un­um sem taka þátt vel. Minni áhrifa­vald­ar hafa ekki að­gang að jafn mik­illi og fínni þjón­ustu og þeir sem staerri eru. Litl­ir áhrifa­vald­ar fá kannski kaffi­bolla hér og þar, á með­an ris­arn­ir fá virki­lega góðu hlut­ina. Það skipt­ir líka ekki bara máli hversu marga fylgj­end­ur við­kom­andi hef­ur, held­ur líka hversu marg­ir bregð­ast við inn­leggj­un­um.

Þetta hvet­ur not­end­ur til að búa til gott efni og ger­ir fyr­ir­ta­ekj­un­um kleift að bjóða bara ákveðna þjón­ustu fyr­ir ákveðna áhrifa­valda. Þannig þurfa fyr­ir­ta­ek­in held­ur ekki að hafa áhyggj­ur af því að aug­lýs­ing­in svari ekki kostn­aði.

NORDICPHOTOS/ GETTY

Áhrifa­vald­ar á in­ter­net­inu geta feng­ið alls kyns fríð­indi í gegn­um INTO ef þeir eru til­bún­ir til að kynna vör­ur og þjón­ustu á síð­um sín­um.

MYND/INSTAGRAM

Max­im­ili­an Aras­in við störf á skrif­stofu INTO.

NORDICPHOTOS/GETTY

Sam­fé­lags­miðla­stjörn­ur geta haft mik­il áhrif og gra­ett vel á stöðu sinni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.