Skín­andi hreint sum­ar

Bjart­asti tími árs­ins stend­ur nú yf­ir með til­heyr­andi grill­veisl­um, grasgra­enku og ein­staka sulli. En þeg­ar sól­in skín, skín líka í bletti og minnstu óhrein­indi. Hér gef­ast góð vopn í bletta­stríð­inu.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Þór­dís Lilja Gunn­ars­dótt­ir

Best er að reyna strax að ná blett­um úr fatn­aði og ákla­eði. El­leg­ar þorna þeir inn í efn­ið og erf­ið­ara verð­ur og stund­um ógjörn­ing­ur að ná þeim úr.

Áð­ur en haf­ist er handa er skyn­sam­legt að lesa vel þvotta­leið­bein­ing­ar. Sum­ir lit­ir og efni þola ekki þvott og þá er ráð­ið að fara með flík­ina í efna­laug sem oft get­ur náð erf­ið­ustu blett­um úr.

Með­al efna sem duga gegn al­geng­ustu blett­um eru brennslu­spritt, aset­on, hreins­að bens­ín, upp­þvotta­lög­ur, gra­ensápa, hvít handsápa, sjampó, klór, glýserín, þvotta­efni og teppa- og hús­gagna­sápa.

Nátt­úr­vaen bletta­efni, sem til eru á flest­um heim­il­um, eru sítr­óna, sem er nátt­úru­legt bleiki­efni, borð­e­dik, mat­ar­sódi, gróft salt, talkúm, mjólk og súr­mjólk. Tann­krem og aska eru ága­et­is hreinsi­efni á risp­ur í gleri, málmi, viði og steini.

Soð­ið kalt vatn betra

Best er að þurrka sem mest upp af vökva með eld­húspapp­ír eða klút. Suma bletti þarf svo að skafa of­an af áð­ur en haf­ist er handa við eig­in­lega bletta­hreins­un.

Ef upp­þvotta­lög­ur er not­að­ur á bletti í fatn­aði er þessi að­ferð áhrifa­rík: Ber­ið upp­þvotta­lög á blett­inn og bleyt­ið að­eins í blett­in­um ef hann er orð­inn þurr. Setj­ið flík­ina í plast­poka, lok­ið vel fyr­ir og lát­ið bíða í nokkra klukku­tíma. Bleyt­ið þá upp í blett­in­um með volgu vatni og þvo­ið því naest flík­ina á venju­bund­inn hátt.

Sé vatn not­að til að ná úr blett­um er best að sjóða kalt vatn úr krana í stað þess að nota hita­veitu­vatn sem get­ur skil­ið eft­ir rönd í kring­um stað­inn þar sem blett­ur­inn var.

Al­geng bletta­vanda­mál

Ban­an­ar og ávext­ir: Nudd­ið hvíta flík með sítr­ónusafa, lát­ið bíða smá­stund og þvo­ið svo á venju­leg­an máta. Upp­þvotta­lög­ur gef­ur góða raun á ávaxta­bletti. Blek og túss: Brennslu­spritt naer flest­um teg­und­um bleks af fatn­aði og hús­gögn­um.

Blóð: Best er að leggja flík með blóð­blett­um í bleyti í kalt vatn með salti (1dl gróft salt/3 l vatn) í 15 mín­út­ur. Ber­ið síð­an lífra­ena sápu á blett­ina, lát­ið liggja góða stund, skol­ið og þvo­ið. Blóð­blett­um í dýn­um er best að ná með því að reisa dýn­una upp

Lit­sterkt sinn­ep get­ur ver­ið erfitt við­eign­ar þeg­ar það sull­ast á föt en til eru góð ráð við flest­um blett­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.