Upp­götva barn­ið í sér á hjól­inu

Hrönn Harð­ar­dótt­ir leið­ir hóp hjól­reiða­fólks um stíga borg­ar­inn­ar öll þriðju­dags­kvöld. Hún seg­ir ferð­irn­ar snú­ast um að njóta og hvet­ur byrj­end­ur til þess að maeta.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Ragn­heið­ur Tryggva­dótt­ir

Hóp­ur fólks hitt­ist öll þriðju­dags­kvöld und­ir hatti Fjalla­hjóla­klúbbs­ins og hjól­ar sam­an eft­ir stíg­um í borg­inni og ró­leg­um göt­um. Hrönn Harð­ar­dótt­ir leið­ir hóp­inn og hef­ur gert und­an­far­in tíu ár en þriðju­dags­ferð­irn­ar hafa ver­ið mun leng­ur við lýði. „Jafn­vel í ára­tugi,“seg­ir Hrönn. „Ég tók við fyr­ir um það bil tíu ár­um eft­ir að hafa unn­ið maet­inga­bik­ar­inn. Ár­ið eft­ir varð ég að­stoð­ar­far­ar­stjóri og síð­an hef ég séð al­far­ið um þetta. Ég byrj­aði aft­ur að hjóla ár­ið 2008 eft­ir langt hlé og ár­ið eft­ir byrj­aði ég í Fjalla­hjóla­klúbbn­um. Eft­ir það hef ég ekki getað haett að hjóla og nú er ég í stjórn Fjalla­hjóla­klúbbs­ins og kom­in í ferðanefnd­ina og fleira,“seg­ir Hrönn.

Þriðju­dags­ferð­irn­ar eru aetl­að­ar byrj­end­um og þeim sem vilja koma sér af stað. Hjóla­ferð­irn­ar snú­ast líka heil­mik­ið um fé­lags­skap­inn seg­ir Hrönn, stopp­að sé á kaffi­hús­um og í ís­búð­um og mik­ið spjall­að.

„Þetta er nefni­lega ekki neinn harðjaxla­hóp­ur sem hjól­ar á fullu gasi eins og marg­ir halda kannski. Við er­um ekki keppn­is­hóp­ur, við er­um meira í því að njóta,“seg­ir Hrönn.

„Við hitt­umst alltaf við að­al­inn­gang­inn í Fjöl­skyldu- og hús­dýra­garð­inn klukk­an hálf átta og svo hjól­um við ein­hverja skemmti­lega leið, ef ein­hver nýr maet­ir sem lít­ið hef­ur hjól­að sýn­um við hon­um góð­ar leið­ir. Ferð­irn­ar taka frá ein­um og hálf­um klukku­tíma upp í þrjá, bara eft­ir getu og tíma þeirra sem maeta. Þriðja þriðju­dag í mán­uði höf­um við lengri ferð og hjól­um þá upp í Heið­mörk eða í Hafn­ar­fjörð. Þriðju­dags­kvöld­ferð­irn­ar hefjast í byrj­un maí og standa út ág­úst. Á vet­urna taka FHM við með viku­leg­ar ferð­ir frá Hlemmi á laug­ar­dags­morgn­um. Okk­ur er al­veg sama hvernig veðr­ið er. Við för­um bara í ullarpeys­una und­ir regnjakk­ann.“

Geta krakk­ar maett með for­eldr­um sín­um?

„Krakk­ar eru vel­komn­ir með en reynd­ar spa­ena þau oft­ast fram úr okk­ur og skilja okk­ur eft­ir í ryk­inu,“seg­ir Hrönn sposk. „AEtli flest­ir í hópn­um séu ekki á bil­inu 35 til 55 ára og svo eru yngri og eldri. Ungling­arn­ir detta gjarn­an út þeg­ar þeir fá bíl­próf.“

Hrönn seg­ir hjól­reið­ar frá­ba­era hreyf­ingu fyr­ir þá sem treysta sér til daem­is ekki til þess að hlaupa.

„Ég er sjálf með slit­gigt og ný­bú­ið að skipta um hnjá­liði hjá mér. Ég er því ekk­ert í keppn­is­hjól­reið­um en svona ró­leg­ar ferð­ir henta mér mjög vel. Hjól­reið­ar eru mjög góð­ar fyr­ir þá sem eru með gigt­ar­sjúk­dóma eða ein­hvers kon­ar stoð­kerf­is­vanda, betri en hlaup til daem­is. Á ferða­lög­um er ég alltaf með hjól­ið með mér á bíln­um því ég get ekki set­ið í lang­keyrslu. Ég stoppa því reglu­lega og hjóla smá­veg­is til þess að liðka mig. En svo er þetta bara svo gam­an. Fólk upp­götv­ar aft­ur barn­ið í sér þeg­ar það fer að hjóla.“

Þriðju­dags­kvöld­ferð­irn­ar hefjast í byrj­un maí og standa út ág­úst.

Ferð­irn­ar snú­ast ekki bara um hreyf­ingu held­ur líka fé­lags­skap­inn og að sögn Hr­ann­ar er iðu­lega stopp­að á kaffi­hús­um og spjall­að.

Hjól­að er á stíg­um og um ró­leg­ar um­ferð­ar­göt­ur.

MYND/HRÖNN HARЭAR­DÓTT­IR

Lagt er af stað frá Fjöl­skyldu- og hús­dýra­garð­in­um klukk­an 19.30 á þriðju­dags­kvöld­um. Ókeyp­is er í ferð­irn­ar og all­ir vel­komn­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.