Þér finnst rign­ing­in góð

Þeg­ar sól­in tek­ur upp á því að fela sig svo vik­um skipt­ir er mörg­um skapi naest að örvaenta. En það er margt haegt að gera á rign­ing­ar­dög­um, bara spurn­ing um hug­ar­far og hug­mynda­flug.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir

Leiktu þér með liti. Þeg­ar sól­in er ekki til stað­ar til að gleðja aug­að og sál­ina verð­ur bein­lín­is lífs­nauð­syn­legt að baeta lit­um í líf­ið með því að skipta út grá­um, svört­um og brún­um púð­um, mott­um og gard­ín­um fyr­ir að­eins lit­rík­ari val­kosti. Tískulit­irn­ir inn­an­húss í sum­ar eru allt frá föl­um pastellit­um yf­ir í mexí­kóska marg­lita­dýrð sem er nóg til að koma öll­um í gott skap. Hlust­aðu. Það er fátt nota­legra en að hlusta á regn­ið falla á glugga og þök eða dynja á lauf­blöð­um eða stétt­inni fyr­ir ut­an. Vatn er und­ir­staða lífs­ins og fyrst við er­um svo hepp­in að fá svona mik­ið af því er eins gott að njóta þess.

And­aðu. Besta lykt í heimi kem­ur af blautu birki eða mosa og tand­ur­hreint loft er það holl­asta sem þú get­ur dreg­ið að þér. Skap­aðu. Rign­ing­in býð­ur upp á ým­is taekifa­eri til sköp­un­ar. Það má til daem­is mála með regndrop­um sem er mjög góð skemmt­un baeði fyr­ir börn og full­orðna. Setj­ið nokkra dropa af máln­ingu á þykk­an papp­ír og lát­ið svo rigna á blað­ið. Tak­ið það svo inn eft­ir smá­stund og sjá­ið hvað rign­ing­in mál­aði handa ykk­ur.

Kúrðu. Á Íslandi er mik­ill þrýst­ing­ur í þá veru að það beri að nota gott veð­ur til hins ítr­asta. Þá á að gera garð­inn fra­eg­an, mála, lakka, taka til í geymsl­um, spóka sig, synda, brún­ast, borða ís, hjóla, leika úti, grilla og svo fram­veg­is. Í rign­ingu þarftu ekki að gera neitt nema kúra und­ir teppi með te, bók eða Net­flix, í mesta lagi fara í skemmti­legt spil við fjöl­skyldu og vini. Eld­aðu. Regn­tím­inn er kjör­inn til að prófa nýj­ar upp­skrift­ir sem taka lang­an tíma og mikla yf­ir­legu. Leggðu í bleyti, mar­in­er­aðu, haeg­steiktu, bak­aðu fána­köku til að borða yf­ir HM. Nóg­ur tími til að dúlla sér. Farðu út. Það er allt öðru­vísí að upp­lifa um­hverf­ið og nátt­úr­una í rign­ingu en sól­skini og þar sem sum­ar­regn­ið er oft svo ljúft er mögu­lega haegt að fara út með regn­hlíf, nokk­uð sem Ís­lend­ing­um býðst sjald­an á öðr­um árs­tíma. Veiddu. Besta veiði­veðr­ið er mild­ur sumarúði og samrun­inn við nátt­úr­una í rign­ingu úti í miðri á nán­ast yf­ir­nátt­úru­lega dá­sam­leg­ur.

Púsl­aðu. Eitt af því sem rign­ing­ar­dag­ar leyfa er að sökkva sér nið­ur í kyrr­stöðu­verk­efni eins og að púsla í ró og naeði og hafa naeg­an tíma til að prófa hina og þessa kubba í stóru og flóknu púsli. Það er líka nota­legt að hekla, prjóna eða sauma úti í rign­ingu, próf­aðu bara.

Mundu. Það stytt­ir upp að lok­um, það hef­ur alltaf gerst.

Sumar­ið er tím­inn til að púsla og hlusta á rign­ing­una falla mjúk­lega á þak­ið. Fátt jafn­ast á við að kúra með bók í góð­um fé­lags­skap á með­an regn­ið fell­ur fyr­ir ut­an.

Rign­ing þarf ekki að stoppa neinn í því að gera það sem hug­ur­inn stend­ur til.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.