Syng­ur í eld­hús­inu

Þeg­ar Ragna Björg Ár­sa­els­dótt­ir hjúkr­un­ar­fra­eð­ing­ur er ekki á vakt á bráða­mót­tök­unni not­ar hún tím­ann til að galdra fram girni­lega rétti. Ragna syng­ur oft við elda­mennsk­una og hef­ur sung­ið bakradd­ir á mörg­um tón­leik­um og við­burð­um.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Sig­ríð­ur Inga Sig­urð­ar­dótt­ir

Ragna hef­ur mik­inn áhuga á mat­ar­gerð og hef­ur síð­ustu átta ár hald­ið úti skemmti­legri mat­ar­blogg­síðu. „Ég hef alltaf ver­ið dug­leg að elda og þar sem ég var oft beð­in um upp­skrift­ir fannst mér blogg­ið góð leið til að deila þeim með öðr­um. Á þess­um tíma var mat­ar­blogg að ryðja sér til rúms, ekki síst er­lend­is. Ég deili upp­skrift­um að rétt­um sem ég elda sjálf heima hjá mér og legg áherslu á að hrá­efn­ið fá­ist í naestu búð, sé á hagsta­eðu verði og mat­seld­in ekki flók­in,“seg­ir Ragna, sem á ekki langt að sa­ekja þenn­an áhuga.

„Mamma er kokk­ur og ég var mik­ið með henni í eld­hús­inu þeg­ar ég var yngri. Um sex­tán ára ald­ur­inn fékk ég sum­ar­vinnu á Hall­dórskaffi í Vík í Mýr­dal, það­an sem ég er. Ég hafði um­sjón með köku­bakstri þrjú sum­ur í röð. Það­an lá svo leið­in yf­ir á Hótel Höfða­brekku en þar var ég yf­ir eld­hús­inu,“rifjar Ragna upp.

Hún ákvað þó að leggja mat­reiðslu ekki fyr­ir sig held­ur laerði hjúkr­un­ar­fra­eði. „Mamma benti

Inn­blást­ur frá veit­inga­stöð­um

Þeg­ar Ragna er spurð hvar hún fái hug­mynd­ir að nýj­um rétt­um seg­ist hún helst sa­ekja inn­blást­ur frá veit­inga­stöð­um. „Ég skoða líka mat­ar­blogg og Face­book-síð­ur þar sem mat­ur er í að­al­hlut­verki. Svo horfi ég á mat­reiðslu­þa­etti og Ina Garten er þar í mestu upp­á­haldi hjá mér, hún er al­gjört gull. Ég hef gam­an af kvik­mynd­um um mat og fer í bíó til að sjá þa­er. Svo skrifa ég hjá mér hug­mynd­ir og vinn úr þeim. Oft finn ég leið­ir til að gera rétt­ina auð­veld­ari og ódýr­ari,“seg­ir hún.

Ragna er í sam­búð og á tvö börn, tveggja og fimm ára, og á virk­um dög­um mið­ast mat­reiðsl­an við ein­fald­leika og stutt­an tíma. „Ég nota helgarn­ar fyr­ir meiri elda­mennsku og hef gam­an af því að fá gesti í mat. Þá elda ég eitt­hvað flókn­ara og legg mik­inn metn­að í eft­ir­rétt­ina. Ég er sér­lega hrif­in af þema-mat­ar­boð­um, svo sem ind­versku, mar­okkósku eða afr­ísku, og finnst ótrú­lega spenn­andi að skoða upp­skrift­ir og para sam­an for­rétt, að­al­rétt og með­la­eti og eft­ir­rétt og jafn­vel vín­ið með matn­um líka,“seg­ir hún.

Ra­ekt­ar eig­in kryd­d­jurtir

Ragna er með gróð­ur­hús í garð­in­um sín­um þar sem hún ra­ekt­ar fersk­ar kryd­d­jurtir og kál sem hún not­ar mik­ið í eld­hús­inu. „Ég er mjög hrif­in af fersk­um kryd­d­jurt­um og raekta þa­er á sumr­in. Ég sái fyr­ir þeim og forra­ekta í bökk­um í glugg­um um allt hús og set svo hluta út í garð eða gróð­ur­hús. Svo raekta ég líka kál og sái jafnóð­um fyr­ir því. Mér finnst dá­sam­legt að nota kryd­d­jurtirn­ar og kál­ið sem ég raekta í mat­ar­gerð­ina og sumar­ið er mín upp­á­halds­árs­tíð.“

Ragna hafði í nógu að snú­ast í vet­ur og hafði ekki mik­inn tíma til að sinna mat­ar­blogg­inu. Hún var í 80% vinnu á bráða­mót­tök­unni, í MPM-námi í verk­efna­stjórn­un í HR og söng bakradd­ir á mörg­um tón­leik­um og sýn­ing­um, svo sem Halloween Horr­or Show og Moul­in Rou­ge. Ragna aetl­ar að nota sumar­ið vel og prófa sig áfram í matseld en hér gef­ur hún upp­skrift að helgarpitsunni.

MYND/ÞÓRSTEINN SIG

Ragna held­ur úti skemmti­legu mat­ar­bloggi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.