Hnetutopp­ur fimm­tug­ur

Ár Hnetutopps­ins hefst á sjálf­an þjóð­há­tíð­ar­dag­inn 17. júní. Þá verð­ur lið­in hálf öld síð­an Ís­lend­ing­ar komust fyrst á bragð­ið af þess­um allra vinsa­el­asta ís Em­mess­íss.

Fréttablaðið - FOLK - - FÓLK KYNNINGARBLAÐ -

Hnetutopp­ur var fyrst boð­inn lands­mönn­um í há­tíða­höld­un­um 17. júní 1968 og á hann því stóraf­ma­eli á þjóð­há­tíð­ar­dag­inn á sunnu­dag,“seg­ir Gyða Dan Johan­sen, einn eig­enda Em­mess­íss.

Þar er fimm­tug­asta af­ma­elis­ári Hnetutopps­ins gert hátt und­ir höfði og nefnt Ár Hnetutopps­ins.

„Eft­ir hálfa öld er Hnetutopp­ur enn lang­vinsa­el­asti ís Em­mess­íss og í til­efni fimm­tugsaf­ma­el­is hans ákváð­um við að end­ur­hanna all­ar um­búð­ir á boxí­sn­um okk­ar og dreg­ur hönn­un­in að sjálf­sögðu mið af að­altoppn­um því topp­ar í anda Hnetutopps­ins prýða ís­box­in til heið­urs af­ma­el­is­barn­inu,“upp­lýs­ir Gyða stolt af af­ma­el­is­barn­inu.

Upp­skrift frá 1968

Hnetutopp­ur er dýr­ind­is rjómaís í stökku vöfflu­formi með hesli­hnetukurli og súkkulað­i­hjúp.

„Hnetutopp­ur hef­ur ávallt ver­ið fram­leidd­ur eins. Hann er eins og okk­ar Pr­ins Póló og við hrófl­um ekki við neinu. Uppskrift­in er því sú sama og ár­ið 1968 og hann fell­ur enn mjög í kram­ið hjá lands­mönn­um, jafnt ung­um sem öldn­um. Ís­lend­ing­ar ein­fald­lega elska Hnetutopp­inn eins og hann hef­ur ver­ið í fimm­tíu ár og það er sann­ar­lega við­eig­andi að fá sér Hnetutopp á þjóð­há­tíð­ar­dag­inn, sem og aðra daga,“seg­ir Gyða í há­tíð­ar­skapi.

Ban­anatopp­ur­inn maett­ur

Sér­stak­ur og óvaent­ur af­ma­el­is­gest­ur í fimm­tugsaf­ma­eli Hnetutopps­ins er Ban­anatopp­ur­inn sem hef­ur ekki sést á mark­aði í átta ár.

„Við­tök­ur við Ban­anatoppn­um eru stór­kost­leg­ar enda höfð­um við ver­ið und­ir mikl­um þrýst­ingi að hefja fram­leiðslu á hon­um aft­ur. Hann er vita­skuld enn í sín­um lands­þekkta silfr­aða topp­bún­ingi og hef­ur í engu breyst, frek­ar en Hnetutopp­ur­inn sem held­ur sín­um al­kunna og glaesta sjö­unda ára­tug­ar bún­ingi sem hann birt­ist í þeg­ar hann kom fyrst á mark­að ár­ið 1968,“seg­ir

Gyða og er með á hreinu hvers vegna Ís­lend­ing­ar velja sér Hnetutopp fram yf­ir ann­an ís.

„Töfr­arn­ir fel­ast í hár­réttri sam­setn­ingu gaeðahrá­efn­is. Hnetutopp­ur hef­ur ae­tíð stað­ið fyr­ir sínu og held­ur sínu striki sem lang­vinsa­el­asti ís­inn frá Em­mess­ís, sama hvaða nýj­ung­ar hafa lit­ið dags­ins ljós. Hnetutopp­ur er ein­fald­lega að­altopp­ur­inn,“seg­ir Gyða.

Ís­fjöl­skylda í af­ma­el­is­föt­um

Frá ár­inu 2007 hef­ur Em­mess­ís ver­ið að­skil­inn frá Mjólk­ur­sam­söl­unni og er nú í einka­eigu. Þar starfa 32 starfs­menn við fram­leiðslu og dreif­ingu á lands­þekkt­um ís­teg­und­um sem glatt hafa munn og maga Ís­lend­inga í ára­tugi.

„Em­mess­ís hef­ur frá fyrstu tíð fram­leitt gaeð­ar­jómaís. Við kaup­um ekta rjóma frá ís­lensk­um baend­um og leit­umst við að nota ís­lenska hrávöru í ís­gerð­ina, því gaeð­in eru þar. Það er auð­vit­að ögr­andi verk­efni þar sem að­al­keppi­naut­ar okk­ar nota inn­flutt hrá­efni og sí­vax­andi aukn­ing er á full­bún­um inn­flutt­um ís,“seg­ir Gyða.

Auk vinsa­ella toppa Em­mess­íss fást fjór­ar teg­und­ir rjómaíss í boxum í fryst­um stór­mark­aða og setja punkt yf­ir i-ið við öll til­efni lífs­ins. Hann faest í fjór­um bragð­teg­und­um: vanillu, súkkulaði, Daim og brún­köku.

„Á ári Hnetutopps­ins þótti okk­ur við­eig­andi að all­ir með­lim­ir Em­mess­íss-fjöl­skyld­unn­ar vaeru í Topp­bún­ingi hon­um til heið­urs. Heim­il­ispakkn­ing­ar Topp­anna, sem og rjómaís í boxum fengu því af­ma­el­isút­lit en hug­mynda­hönn­un var í hönd­um Daní­els og Harð­ar hjá Döðl­um, sem sóttu inn­blást­ur við hönn­un sína til sjálfs Hnetutopps­ins,“upp­lýs­ir Gyða. Hnetutopp­ur og Em­mess-rjómaís fást í öll­um versl­un­um. Sjá nán­ar á em­mess­is.is

Fimm­tug­ur og flott­ur er hann, Hnetutopp­ur­inn.

Rjómaís í boxum frá Em­mess­ís er kom­inn í af­ma­el­is­bún­ing til heið­urs Hnetutoppn­um sem nú stend­ur á fimm­tugu.

Nú er haegt að fá dýr­ind­is Hnetutopp í heim­il­ispakkn­ingu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.