Ber­ast á bana­spjót­um

Vík­inga­há­tíð­in í Hafnar­firði hófst fyr­ir helgi og hef­ur not­ið mik­illa vinsa­elda þrátt fyr­ir vot­viðri. Vel mael­ist fyr­ir hjá gest­um há­tíð­ar­inn­ar að þurfa ekki að greiða að­gangs­eyri sem er ný­lunda.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK -

Ásama tíma og ís­lenska kar­la­lands­lið­ið í knatt­spyrnu hélt í vík­ing til Rúss­lands komu aðr­ir vík­ing­ar sér fyr­ir á Víðistaða­túni í Hafnar­firði þar sem þeir und­ir­bjuggu ár­lega há­tíð sína. Vík­inga­há­tíð­in í Hafnar­firði hef­ur ver­ið hald­in síð­an ár­ið 1995 og er baeði elsta og sta­ersta há­tíð sinn­ar teg­und­ar á land­inu. Þar hafa helstu vík­ing­ar lands­ins – sem og er­lend­ir gest­ir – sýnt list­ir sín­ar og selt varn­ing tengd­an líferni sem marg­ir sjá í hill­ing­um.

Venju sam­kvaemt hófst há­tíð­in á fimmtu­degi en óvana­legt í ár er að ekki þarf að greiða að­gangs­eyri að há­tíð­inni. Skipu­leggj­andi í ár er Rimm­ugýg­ur en það er fé­lag áhuga­manna um menn­ingu og bar­dagalist vík­inga sem hef­ur það að mark­miði að efla áhuga á vík­inga­tíma­bil­inu og upp­runa þjóð­ar­inn­ar. Sam­kvaemt upp­lýs­ing­um frá Rimm­ugýgi hef­ur að­sókn­in ver­ið til fyr­ir­mynd­ar og vafa­laust hef­ur sú stað­reynd að ekki þurfi að greiða fyr­ir að­gang veg­ið upp á móti því að sól­in hef­ur mest­an hluta há­tíð­ar­inn­ar ver­ið í fel­um.

Áhug­inn vakn­aði á Vík­inga­há­tíð

Rimm­ugýg­ur var form­lega stofn­að við Öx­ar­ár­foss á Þing­völl­um 7. júní 1997 þeg­ar stofn­fé­lag­ar sór­ust í bra­eðra­lag und­ir stjórn Jör­m­und­ar alls­herj­argoða. Áhug­inn á stofn­un fé­lags­ins vakn­aði aft­ur á móti tveim­ur ár­um fyrr, eða á fyrstu Vík­inga­há­tíð­inni í Hafnar­firði. Frá þess­um tíma hef­ur fé­lag­ið vax­ið og dafn­að og eru í dag um tvö hundruð skráð­ir fé­lag­ar, héð­an og það­an af land­inu. Rimm­ugýg­ur hef­ur frá stofn­un tek­ið þátt í Vík­inga­há­tíð­inni í Hafnar­firði sem jafn­an hef­ur ver­ið hald­in með liðsinni Fjörukrár­inn­ar. Í ár er það hins veg­ar fé­lag­ið eitt sem stend­ur að há­tíð­inni.

Auk þess að halda Vík­inga­há­tíð­ina í Hafnar­firði sa­ekja fé­lag­ar Rimm­ugýgj­ar aðr­ar hátíðir, baeði inn­an lands sem ut­an. Bar­dag­ar eru aefð­ir ár­ið um kring og óhaett að full­yrða að ís­lensku vík­ing­arn­ir kunna sitt­hvað fyr­ir sér þeg­ar kem­ur að því að berj­ast.

Fagna sigri eða drekkja sorg­um

Þrátt fyr­ir að vík­inga­há­tíð­in keppi um helg­ina við sjálft lands­lið­ið í knatt­spyrnu og þjóð­há­tíð­ar­dag Ís­lend­inga láta vík­ing­arn­ir eng­an bil­bug á sér finna. Hvetja þeir þá Hafn­firð­inga sem aetla sér að horfa á lands­leik­inn gegn Ar­g­entínu klukk­an 13 á Thorsplani í mið­bae Hafn­ar­fjarð­ar endi­lega til að gera sér ferð á Víðistaða­tún að leik lokn­um. Það er að­eins stutt­ur gang­ur og á Vík­inga­há­tíð­inni má jafnt fagna sigri og drekkja sorg­um – að haetti vík­inga.

Þannig fer fram bar­daga­sýn­ing klukk­an 15 og klukk­an 16 hefst bog­fimi­mót og leikja­sýn­ing. Einnig eru á há­tíð­inni sögu­menn, hand­verk, mark­að­ur og vík­inga­skóli barn­anna. Og að sjálf­sögðu verða veit­ing­ar til sölu á svaeð­inu og vík­inga­tónlist mun óma um svaeð­ið.

Þá er vert að geta þess að um miðj­an dag á morg­un, 17. júní, fer fram svo gott sem al­vöru vík­inga­bar­dagi í mið­ba­en­um í tengsl­um við há­tíð­ar­höld Hafn­ar­fjarð­ar­baej­ar. Bar­dag­inn hefst klukk­an 15.05.

Vík­inga­há­tíð­in á Víðistaða­túni er op­in í dag og á morg­un frá klukk­an 13 til 19.

Vík­ing­arn­ir láta til sín taka á Víðistaða­túni þetta ár­ið. Haegt verð­ur að fylgj­ast með þeim um helg­ina.

Marg­ir vík­ing­ar eru mjög hand­lagn­ir og selja varn­ing sinn á Vík­inga­há­tíð­inni.

Marg­ir fylgj­ast með bar­daga vík­ing­anna og sum­ir fá að spreyta sig með þeim.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.