Sumar­heit rabarbara upp­lif­un

Nú stend­ur rabarbari í fögr­um blóma og er sann­köll­uð bú­bót fyr­ir þá sem kunna að nýta hann í sa­elkera­eld­hús­ið heima. Sterkt rabarbara-chut­ney gef­ur nýja mat­ar­upp­lif­un.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Þór­dís Lilja Gunn­ars­dótt­ir

Rabarbari er oft­ast sult­að­ur, saft­að­ur eða not­að­ur í grauta, enda heim­il­is­leg af­urð úr nátt­úr­unni sem flest­um þyk­ir ómiss­andi sem bragð­góð sulta of­an á pönnu­kök­ur og vöffl­ur sum­ars­ins, sem frísk­andi og ljúf­feng saft á heit­um sum­ar­dög­um, eða sem súr­sa­et­ur graut­ur með rjóma í sum­ar­leg­um eft­ir­rétti.

Uppsker­an er gjarn­an grósku­mik­il og mörg­um þyk­ir vont að nýta hana ekki til fulls. Því er hér stung­ið upp á ný­stár­legri að­ferð við að nýta rabarbar­ann enn bet­ur og sjóða nið­ur dýr­ind­is rabarbara-chut­ney sem gleð­ur munn og maga flestra við mat­ar­borð­ið. Það er auð­velt og fljót­legt í vinnslu og á með­an mall­ar í pott­in­um berst lokk­andi ang­an um heim­il­ið.

Rabarbara-chut­ney er gómsa­ett of­an á ham­borg­ara, með ost­um og kexi, á sam­lok­ur í laut­ar­ferð­irn­ar, það er und­ur­gott með grill­kjöti og kjúk­lingi, sem og hrís­grjón­um,

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.