Hinseg­in­leik­an­um fagn­að

Fjöru­tíu ára af­ma­el­is­fagn­að­ur Sam­tak­anna ' 78 verð­ur hald­inn í Iðnó ann­að kvöld með pompi og enn meiri prakt. Daní­el E. Arn­ars­son fram­kvaemda­stjóri lof­ar gleði og góðri skemmt­un.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir

Já, sam­tök­in eru fjöru­tíu ára í ár og við aetl­um að fagna vel,“seg­ir Daní­el. „Við héld­um kaffi­boð 9. maí þang­að sem kom fullt af fólki og vor­um með litla dag­skrá. En á morg­un aetl­um við að hafa þetta að­eins meira grand með þriggja rétta af­ma­elis­kvöld­verði í Iðnó þar sem verð­ur von­andi troð­fullt enda gefst öll­um kost­ur á að kaupa sér miða. Þar kem­ur fjöldi lista­fólks og skemmtikrafta fram, Dragsúg­ur mun koma og kíkja á okk­ur, tón­list­ar­mann­eskj­an Blá­skjár flyt­ur tónlist, Mar­grét Erla Maack verð­ur með at­riði, Kar­en Björg verð­ur með uppistand og Bjart­mar Þórð­ar­son og Berg­þór Páls­son taka lag­ið. Fel­ix Bergs­son verð­ur kynn­ir og mat­seð­ill­inn er tvenns kon­ar svo baeði gra­en­ker­ar og aðr­ir geti fund­ið eitt­hvað við sitt haefi. Þeg­ar kvöld­verð­in­um lýk­ur um ell­efu verð­ur hús­ið svo opn­að og Dj Mar­grét Erla Maack leik­ur fyr­ir dansi. Á miðna­etti verð­ur Reykja­vík Ka­ba­rett svo með óþekkt­ar­sýn­ingu eða Naug­hty midnig­ht show þar sem koma fram baeði inn­lend­ir og er­lend­ir kaba­rett­lista­menn og svo verð­ur dans­að fram eft­ir nóttu og baeði ball­ið og sýn­ing­in verða í boði Sam­tak­anna.“

Daní­el seg­ir að það sé mik­ilvaegt að fagna þess­um tíma­mót­um í starfi Sam­tak­anna '78 þar sem svo margt hafi áunn­ist. „Sam­tök­in eru stofn­uð tólf ár­um áð­ur en ég faeðist og mað­ur á stund­um erfitt með að ímynda sér hvernig líf hinseg­in fólks var á þess­um tíma,“seg­ir hann. „Þau voru stofn­uð fyr­ir hómósex­úalista, baeði karla og kon­ur, og þótti mjög mik­ilvaegt að hafa alla með. Ég hef feng­ið að heyra hvernig við­horf sam­fé­lags­ins voru á þess­um ár­um og hví­lík skref hafa ver­ið tek­in af fólk­inu sem ákvað þrátt fyr­ir allt mótla­eti að berj­ast fyr­ir mann­rétt­ind­um sín­um og annarra.“

Hann seg­ir að af­ma­el­is­há­tíð­in snú­ist fyrst og fremst um að fagna. „Við fögn­um hinseg­in­leik­an­um og hinseg­in fólki og öllu því sem hef­ur áunn­ist á þess­um fjöru­tíu ár­um. Við þurf­um alltaf að hugsa og muna að það er ekki allt unn­ið og nóg eft­ir í bar­átt­unni. En á morg­un aetl­um við ein­beita okk­ur að því að fagna. Öll sem hugsa hlý­lega til okk­ar og eru sam­mála okk­ar mál­stað eru hjart­an­lega vel­kom­in, baeði vel­kom­ið að kaupa miða í mat­inn og svo auð­vit­að vel­kom­in á ball­ið að dansa með okk­ur inn í nótt­ina.“

All­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar er haegt að fá á heima­síðu sam­tak­anna sam­tok­in78.is og á Face­book-síðu þeirra. Þá er einnig haegt að hringja í 552 7878 til að fá nán­ari upp­lýs­ing­ar.

MYND/STEFÁN

Daní­el E. Arn­ars­son, fram­kvaemda­stjóri Sam­tak­anna 78, býð­ur alla vel­unn­ara hinseg­in­leik­ans vel­komna á af­ma­el­is­há­tíð í Iðnó.

MYND/ EYÞÓR

Þessi mynd var tek­inn á af­ma­el­is­dag­inn sjálf­an, 9. maí, og það er dragdrottn­ing­in Gl­oria Hole eða Hjálm­ar Forni Svein­björns­son Poul­sen sem á svið­ið.

Sam­tök­in '78 fagna fjöru­tíu ára af­ma­eli sínu í ár með fjöl­breytt­um haetti en á morg­un verð­ur af­ma­el­is­há­tíð sam­tak­anna hald­in í Iðnó.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.