Omega-3 fyr­ir ófa­edd börn

Ef verð­andi móð­ir tek­ur inn omega-3 fitu­sýr­ur get­ur það haft mjög góð áhrif á heilsu ófa­edda barns­ins, að því er ný norsk rann­sókn sýn­ir. Fisk­ur hef­ur til daem­is góð áhrif á heil­a­starf­semi.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Elín Al­berts­dótt­ir

Það hef­ur lengi ver­ið vit­að að fisk­ur og sér­stak­lega feit­ur fisk­ur er holl­ur fyr­ir ófrísk­ar kon­ur, til daem­is lax. Að und­an­förnu hafa þó heyrst radd­ir um að meng­un í fiski geti skað­að fóst­ur. Sam­kvaemt mael­ing­um norsku haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar hafa eit­ur- eða meng­un­ar­efni ekki fund­ist í fiski þar í landi yf­ir þeim mörk­um sem sett eru, eft­ir því sem seg­ir á vef norska rík­is­sjón­varps­ins NRK. Ávinn­ing­ur­inn af því að borða fisk er svo mik­ill að fólk aetti að auka fiskát, sér­stak­lega barns­haf­andi kon­ur.

Í tíu ár hafa norsk­ur sálfra­eð­ing­ur og naer­ing­ar­fra­eð­ing­ur rann­sak­að tengsl­in milli fitu­sýra DHA sem er hluti af omega-3 og heila­þroska barna. „Við höf­um fund­ið út að því meira sem móð­ir­in inn­byrð­ir af DHA á með­göngu þeim mun greind­ara verð­ur barn­ið,“seg­ir Stormark sem er einn af rann­sak­end­um.

Við höf­um lengi vit­að að omegafitu­sýr­ur eru holl­ar fyr­ir okk­ur. Nokkr­ar mik­ilvaeg­ustu fitu­sýr­ur í omega eru al­fal­in­o­len-sýra (ALA), icosapenta­en-sýra (EPA) og docosa­hexa­enoic-sýra (DHA). EPA og DHA eru fitu­sýr­ur úr sjáv­ar­dýr­um. EPA er mik­ilvaegt fyr­ir hjarta- og aeð­a­sjúk­dóma en DHA fyr­ir heila og augu. Vís­inda­menn í Björg­vin í Nor­egi hafa fund­ið tengsl á milli DHA og heila­þroska barna sem eru yngri en árs­göm­ul. Verð­andi maeð­ur geng­ust und­ir rann­sókn­ina og þeg­ar barn þeirra varð árs­gam­alt svör­uðu þa­er spurn­ing­um um getu barns­ins til að leysa ýms­ar þraut­ir. Börn sem höfðu feng­ið í sig omega-3 á með­göngu móð­ur virt­ust geta leyst bet­ur og fljót­ar úr þess­um þraut­um. Eldri rann­sókn sem gerð var í Englandi sýndi svip­aða nið­ur­stöðu en þar var gerð rann­sókn á skóla­börn­um.

Maelt er með að ófrísk­ar kon­ur borði fisk þrisvar í viku, helm­ing­ur aetti að vera feit­ur fisk­ur. Ef þa­er borða lít­inn fisk aettu þa­er í stað­inn að taka lýsi eða töfl­ur sem inni­halda omega-3. Þess má geta að rann­sókn­ir hafa sýnt að fólki sem þjá­ist af þung­lyndi eða kvíða líð­ur bet­ur taki það inn omega-3. Sömu­leið­is þyk­ir það gott fyr­ir lið­ina. Lengi vel hef­ur okk­ur Ís­lend­ing­um nán­ast ver­ið skip­að að taka inn lýsi. Það hef­ur án vafa gert okk­ur gott í gegn­um ár­in en það er áhyggju­efni hversu fiskneysla hef­ur dreg­ist mik­ið sam­an.

Þrjár fisk­teg­und­ir eru rík­ar af omega-3 en það er lax, mak­ríll og sard­ín­ur.

Hér er frá­ba­er upp­skrift með laxi sem sýn­ir að fisk­ur get­ur ver­ið spenn­andi mat­ur.

Lax með engi­ferg­ljáa

Þetta er mjög góð­ur hvers­dags­rétt­ur sem bragð­ast ákaf­lega vel. Lax og asísk krydd fara vel sam­an og gera mat­inn spenn­andi. Uppskrift­in mið­ast við fjóra.

1 laxaflak

1 biti fersk engi­fer­rót

2 hvít­lauksrif

5 msk. sojasósa

2 msk. sa­et sojasósa (kecap man­is) ½ tsk. sriracha-sósa (chili-sósa) 2 msk. púð­ur­syk­ur

1 límóna

1 msk. ol­ía

Hakk­ið engi­fer og hvít­lauk. Bland­ið sam­an við sojasós­una, chili-sósu og syk­ur í litl­um potti. Sker­ið límónu í tvennt og kreist­ið saf­ann yf­ir blönd­una. Lát­ið sjóða kröft­ug­lega þang­að til bland­an þykkn­ar og lík­ist sírópi.

Hit­ið ofn­inn í 125°C.

Smyrj­ið eld­fast mót með olíu og legg­ið laxa­bita í formið með roð­ið nið­ur. Pensl­ið bit­ana með soja­blönd­unni. Setj­ið formið í miðj­an ofn­inn og bak­ið í 10 mín­út­ur. Pensl­ið þá aft­ur með sós­unni og bak­ið áfram í 5-10 mín­út­ur eft­ir staerð fisk­bit­anna. Steikarma­el­ir aetti að sýna 50-55°C þeg­ar lax­inn er til­bú­inn.

Ber­ið fram með núðl­um og gra­en­meti. Einnig er gott að hafa límónu­bita, sojasósu og srirachasósu með.

Omega-3 er nauð­syn­legt fyr­ir barns­haf­andi kon­ur sem vilja að börn sín þrosk­ist vel á fyrstu ár­un­um. Lax og asísk krydd fara vel sam­an. Holl­ur og ein­stak­lega góð­ur mat­ur. Vissu­lega má skipta lax­in­um út fyr­ir bleikju.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.