Dýra­líf í vit­an­um á Mal­arrifi

Jón­ína Guðna­dótt­ir mynd­list­ar­kona hef­ur sett upp sýn­ingu í vit­an­um á Mal­arrifi á Sna­e­fellsnesi. Sýn­ing sem nefn­ist Ó, dýra líf verð­ur opn­uð á föstu­dag. Efn­ið er sótt til dýra­lífs­ins und­ir jökl­in­um.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Elín Al­berts­dótt­ir

Þetta er önn­ur sýn­ing Jón­ínu í ís­lensk­um vita. Fyr­ir tveim­ur ár­um setti hún upp stóra sýn­ingu í vit­an­um á Breið á Akra­nesi sem vakti mikla at­hygli. Hún vann að því verk­efni í tvö ár enda var við­fangs­efn­ið al­gjör­lega nýtt fyr­ir henni. „Ég var vön að sýna í sýn­ing­ar­söl­um svo þetta var nýr heim­ur,“seg­ir lista­kon­an. „Ég lagð­ist í mik­ið grúsk til að kynna mér dýra­líf sjáv­ar og stranda. Það minnti mig á barnaesku mína en ég átti marg­ar ljúf­ar stund­ir á strönd­inni á Skag­an­um þar sem ég ólst upp,“seg­ir hún.

Jón­ína seg­ir að það hafi ver­ið af­ar ána­egju­legt þeg­ar haft var sam­band við hana frá Holl­vina­sam­tök­um Þórð­ar frá Dag­verðará sem buðu henni að halda sýn­ingu í vit­an­um á Mal­arrifi. „Inn­setn­ing­in hér á Mal­arrifi er í öll­um meg­in­at­rið­um önn­ur en fyrri sýn­ing mín á þess­um nót­um, þótt í beinu fram­haldi sé. Dýra­líf­ið á Sna­e­fellsnesi á vissu­lega margt sam­eig­in­legt með því sem kom út úr rann­sókn­um mín­um og minn­ing­um úr fjöru bernsk­unn­ar, en er engu að síð­ur ekki það sama, og gaf það mér auk­ið frelsi til að stokka upp á nýtt. Í þess­ari inn­setn­ingu vinn ég meira með sjó­inn og fjör­una og öll upp­setn­ing er önn­ur. Verk­ið er unn­ið mjög frjáls­lega þar sem listra­en hugs­un mín er alls­ráð­andi í út­fa­ersl­unni. Vit­inn hér á Mal­arrifi er byggð­ur á svip­uð­um tíma og vit­inn á Breið á Akra­nesi en býð­ur upp á aðra mögu­leika þar sem upp­gang­ur í vit­ann er með öðr­um haetti sem breyt­ir sjón­ar­horn­inu tals­vert. Það er sterk upp­lif­un að sýna á Mal­arrifi í þessu ein­staka og áhrifa­mikla um­hverfi þar sem Sna­e­fells­jök­ull gna­ef­ir með sín­um mikla krafti og út­haf­ið blas­ir við,“seg­ir Jón­ína og baet­ir við að hún hafi vel fund­ið fyr­ir ork­unni frá jökl­in­um þeg­ar hún var að vinna við upp­setn­ingu sýn­ing­ar­inn­ar.

„Ég var vel und­ir það bú­in að setja upp þessa sýn­ingu. Nokkra hluti nota ég aft­ur frá Akra­nesi en að megn­inu til er þetta ný sýn­ing. Eins og á Skag­an­um geng­ur sýn­ing­in upp eft­ir vit­an­um en samt er hún allt öðru­vísi,“út­skýr­ir Jón­ína. „Það er allt ann­ar arki­tekt­úr á þess­um vita held­ur en hinum. Sýn­ing­in byrj­ar í and­dyr­inu þar sem eru sjáv­ar­dýr en á efstu haeð eru það fugl­arn­ir. Mér finnst óskap­lega gam­an að fást við sýn­ingu af þessu tagi. Um­hverf­ið er magn­að á þess­um slóð­um. Vit­inn stend­ur nála­egt sjáv­ar­kamb­in­um en hann var end­ur­byggð­ur 1946. Fyrsti viti á þess­um stað var reist­ur 1917. Vita­vörð­ur bjó á staðn­um frá 1917-1991 en þarna er íbúð­ar­hús. Vit­inn er frið­að­ur. Mér fannst stór­kost­legt að standa þarna og heyra í brim­inu berja á klett­un­um. Al­veg ótrú­lega fal­legt og stór­kost­legt að sjá út­sýn­ið þeg­ar kom­ið er upp í vit­ann. Svo eru marg­ar göngu­leið­ir þarna í kring,“seg­ir Jón­ína sem hef­ur hald­ið 24 einka­sýn­ing­ar hér heima og er­lend­is og tek­ið þátt í fjöl­mörg­um sam­sýn­ing­um víða um heim.

Þeg­ar Jón­ína er sp­urð hvort hún geti hugs­að sér að kla­eða fleiri vita á land­inu með lista­verk­um sín­um, svar­ar hún: „Ég veit það ekki. Fyrst hugs­aði ég þetta kon­sept ein­göngu fyr­ir Akra­nes, mína heima­byggð. Svo þró­að­ist verk­ið. Ég er ákaf­lega ána­egð með hvernig heima­menn á Sna­e­fellsnesi hafa stað­ið að und­ir­bún­ingi með mér. Það eru marg­ir sem koma að þessu verk­efni, sveit­ar­stjórn og þjóð­garð­ur­inn. Ég er virki­lega spennt fyr­ir opn­un­ar­deg­in­um og von­ast til að sjá sem flesta í vit­an­um.“

Jón­ína Guðna­dótt­ir mynd­list­ar­mað­ur hlakk­ar mik­ið til að taka á móti gest­um við opn­un sýn­ing­ar­inn­ar í vit­an­um á Mal­arrifi.

Jón­ína við vinnu sína í vit­an­um við Mal­arrif á Sna­e­fellsnesi.

Á sýn­ing­unni í vit­an­um kenn­ir margra grasa úr sjó og af landi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.