Sel­ur veg­an hand­tösk­ur

Berg­þór Bjarna­son býr í Nice þar sem hann rek­ur eig­in vef­versl­un. Hann sel­ur hand­tösk­ur sem unn­ar eru án dýra­af­urða. Berg­þór er um­hverf­issinni og borð­ar hvorki kjöt né mjólk­ur­vör­ur.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Elín Al­berts­dótt­ir

Berg­þór flutti til Pa­rís­ar ár­ið 1995 og bjó þar í sex­tán ár. Hann og mað­ur hans, Oli­vier Fr­ancheteau inn­an­húss­hönn­uð­ur, ákváðu þá að flytja til Nice. Berg­þór seg­ir að vor­ið og sumar­ið í Nice hafi ekki ver­ið neitt sér­stakt og það var ekki sól þeg­ar við náð­um tali af hon­um. „Það er mjög óvana­legt að sumar­ið komi svona seint hér,“seg­ir hann. „Yfir­leitt kem­ur vor­ið í apríl og í júní er kom­ið há­sum­ar. Þetta er öðru­vísi í ár,“seg­ir hann.

„Það var aevin­týra­löng­un sem rak okk­ur hing­að til Nice,“seg­ir Berg­þór þeg­ar hann er spurð­ur af hverju hann hafi far­ið frá Pa­rís. „Okk­ur lang­aði að reyna eitt­hvað nýtt auk þess sem það er mjög dýrt að búa í Pa­rís. Nice er ynd­is­leg­ur stað­ur en íbú­ar hér eru öðru­vísi en Pa­rís­ar­bú­ar. Þeir eru sjálf­hverf­ir og hugsa ekki mik­ið um aðra. Það hef­ur ver­ið sagt um fólk­ið hérna að það vilji hafa öll rétt­indi en eng­ar skyld­ur,“seg­ir Berg­þór og baet­ir við að Frakk­ar séu langt á eft­ir Ís­lend­ing­um þeg­ar kem­ur að um­hverf­is­vernd og flokk­un.

Berg­þór fór til Pa­rís­ar á sín­um tíma til að laera frönsku sem hafði leng­ið ver­ið hon­um hug­leik­in. Hann er faedd­ur og upp­al­inn í Vest­manna­eyj­um og þar var ekki kennd franska. „Ég hafði ekki hugs­að mér að setj­ast hér að en ör­lög­in leiddu til þess. Fyrst fékk ég vinnu á veit­inga­stað en síð­an fór ég að vinna fyr­ir tísku­hús í Pa­rís. Ég byrj­aði reynd­ar fyrst hjá H&M sem þá var að opna á einni af að­al­versl­un­ar­göt­um Pa­rís­ar, Rue de Ri­voli,“seg­ir hann. Vinn­an hjá H&M leiddi hann svo yf­ir í fín­ar tísku­versl­an­ir eins og Chanel, Yves Saint Lauren, Va­lent­ino og loks Michael Kors í Nice.

Eft­ir að Berg­þór flutti til Nice ákvað hann að setja upp vef­versl­un en þar safn­ar hann merkj­um sem eru þekkt fyr­ir um­hverf­is­vernd og nota mik­ið af end­urunn­um efn­um. Versl­un­in nefn­ist Veg­an Vogue og er vinsa­el hjá veg­an­ist­um. „Þetta er eins manns fyr­ir­ta­eki sem geng­ur haegt og bít­andi. Í upp­hafi reynd­ist ekk­ert sér­stak­lega auð­velt að finna vör­ur hér í Frakklandi en ég er sér­stak­lega ána­egð­ur með Je­an Lou­is MAHÉ sem er sköp­un Virg­inie Bar­bier. Hún er hönn­uð­ur sem ger­ir há­ga­eða tösk­ur úr jurta­leðri. Önn­ur er Camille sem vinn­ur til daem­is með an­an­asblöð. Síð­an er ég með merki sem heit­ir Fantôme og kem­ur frá Bordeaux. Það er allt öðru­vísi en hin fyr­ir­ta­ek­in sem ég er með þar sem

það fram­leið­ir ein­ung­is úr end­urunn­um reið­hjólaslöng­um. Það er haegt að panta hjá mér til Ís­lands en fram­tíð­ar­draum­ur minn er að koma upp ís­lensku úti­búi heima,“seg­ir Berg­þór en haegt er að fra­eð­ast um tösk­urn­ar og hönn­un­ina á bak við þa­er á síð­unni hans, veg­an­vogue.com. Oli­vier hef­ur sömu­leið­is áhuga á að taka að sér verk­efni á Íslandi. „Það vaeri gam­an ef hann fengi taekifa­eri til að kynn­ast Íslandi bet­ur,“seg­ir Berg­þór. „Við er­um hreyf­an­leg­ir og það er allt op­ið.

Ég að­hyll­ist veg­an en er það þó ekki hundrað pró­sent. Ég borða stöku sinn­um fisk en hef ver­ið að taka út mjólk­ur­vör­ur. Oli­vier er ekki sam­taka mér í þessu og það get­ur ver­ið flók­ið þeg­ar ann­ar að­il­inn er veg­an. Hugs­un­in þarf að breyt­ast mik­ið þeg­ar mað­ur ger­ist veg­an því það er heil­mik­ill skóli að breyta mat­ara­eð­inu. Ég hef alltaf ver­ið um­hverf­issinni,“seg­ir Berg­þór.

Á mynd­un­um má sjá nokkr­ar af þeim tösk­um sem hann sel­ur og eru all­ar án dýra­af­urða.

Þessi mynd var tek­in af þeim Oli­vier og Berg­þóri á fimm­tugsaf­ma­eli Berg­þórs sem var 9. júni en nítj­án Ís­lend­ing­ar komu til Nice til að sam­fagna hon­um.

Berg­þór og Oli­vier á góðri stundu í Nice.

All­ar þess­ar glaesi­legu tösk­ur eru unn­ar án dýra­af­urða.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.