Bleikt á bann­list­an­um

Ólöf Vala Sig­urð­ar­dótt­ir hef­ur frá ung­lings­aldri gert í því að kla­eða sig öðru­vísi en aðr­ir. Hún forð­ast bleik­an fatn­að eins og pest­ina en blár bleiserjakki er í upp­á­haldi.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Sig­ríð­ur Inga Sig­urð­ar­dótt­ir

Ólöf er ný­út­skrif­uð með BA-gráðu í ferða­mála­fra­eði frá Há­skól­an­um á Hól­um. Hún aetl­ar ekki að láta þar stað­ar num­ið held­ur stefn­ir á MPM-nám í verk­efna­stjórn­un við HR í haust. „Síð­ustu fjög­ur ár­in hef ég ver­ið í auka­vinnu við að keyra er­lenda ferða­menn á breytt­um jepp­um um há­lendi Ís­lands en það er fátt skemmti­legra en að fá borg­að fyr­ir að leika sér. Ég er einnig fram­kvaemda­stjóri í nýju fyr­ir­ta­eki sem heit­ir DUTY ehf. og sér­haef­ir sig í al­hliða tex­tíl­lausn­um fyr­ir fyr­ir­ta­eki. Við er­um þrjár öfl­ug­ar kon­ur sem er­um að byggja fyr­ir­ta­ek­ið upp og það eru spenn­andi tím­ar fram und­an,“seg­ir Ólöf.

Hún lýs­ir fata­stíl sín­um sem fjöl­breytt­um en að úti­vistar­föt séu ága­et­ispart­ur af fata­skápn­um þar sem hún hafi gam­an af því að vera uppi á fjöll­um.

„Ann­ars geng ég í föt­um sem mér finnst þa­egi­leg og laet tísku sem höfð­ar ekki til mín ekki hafa áhrif á minn stíl. Hvernig ég vakna á morgn­ana og hvað fram und­an er yf­ir dag­inn hef­ur áhrif á hvort ég taki fram skyrtu, pils og haela­skó eða hettupeysu, galla­bux­ur og flat­botna götu­skó.“

Tísku­vik­an á Snapchat

Ólöf seg­ist fylgj­ast með nýj­um tísku­straum­um og hef­ur lúmskt gam­an af því að sjá hvað er að ger­ast á tísku­vik­um hér og þar og þá ekki síst á Snapchat. „Mér finnst fróð­legt að sjá hvernig for­rit­ið er not­að á tísku­sýn­ing­um þar sem far­ið er á bak við tjöld­in og baeði mód­el og áhorf­end­ur beðn­ir um að koma með stutt innslag og sín­ar pael­ing­ar um fatn­að­inn og al­mennt um­gjörð­ina í kring­um sýn­ing­una.“

Ólöf seg­ir að áhugi henn­ar á tísku hafi þró­ast með aldr­in­um og hún sé ekki frá því að al­veg frá ung­lings­aldri hafi hún gert í því að vera öðru­vísi í kla­eð­a­burði en aðr­ir. „Ég reyni að festa mig ekki í ein­hverj­um stöðl­um held­ur tek ég stund­um upp á því að fara í þver­öfuga átt.

Það er til að mynda ekki haegt með góðu móti að fá mig til að kla­eð­ast bleik­um fatn­aði. Það að stað­alí­mynd­in sé svo sterk að kven­fólk velji og vilji allt bleik faer mig til að forð­ast þann lit eins og pest­ina.“

Stund­um líða mán­uð­ir á milli þess sem Ólöf fjár­fest­ir í nýrri flík en hún kaup­ir föt baeði hér­lend­is og er­lend­is. „Ég er ekki frá því að það skipt­ist nokk­uð jafnt. Ég kaupi mér oft­ast flík þeg­ar ég fer til út­landa. Til að mynda held ég enn mik­ið upp á pils sem ég keypti á götu­mark­aði í Flórens á Ítal­íu í kring­um 2005. Önn­ur upp­á­halds­flík er hettupeysa frá Tommy Hil­figer sem ég keypti í Ill­um í Kaup­manna­höfn ár­ið 2003 og er enn í reglu­legri í notk­un. Í augna­blik­inu held ég mik­ið upp á blá­an bleiser sem ég keypti í Pri­mark í Ed­in­borg 2013. Mér finnst hann passa baeði fyr­ir fínni taekifa­eri sem dag­lega notk­un við til daem­is galla­bux­ur. Þeg­ar ég fer til staða þar sem staerð­ir eru tölu­vert frá­brugðn­ar evr­ópsk­um staerð­um, eins og til daem­is í Jap­an, kaupi ég þeim mun meira af fylgi­hlut­um,“upp­lýs­ir hún.

En bestu og verstu fata­kaup­in? „Þar sem ég er tölu­vert uppi á fjöll­um í alls kon­ar veðri all­an árs­ins hring þá finnst mér mer­ínóull það besta sem haegt er að kla­eða sig í sem innsta lag, enda eru ófá sett af ullar­föt­um til á heim­il­inu. Ég reyni að gleyma verstu fata­kaup­um jafnóð­um. Hver kann­ast ekki við að nenna ekki að máta í versl­un­inni en fatn­að­ur­inn lít­ur vel út á herða­trénu eða gín­unni en þeg­ar heim er kom­ið er eins og þetta sé allt önn­ur flík sem eng­an veg­inn pass­ar?

Svona er­um við nú mis­jafn­ar í sniði eins og við er­um nú marg­ar.“

Not­ar þú fylgi­hluti?

„Já, tölu­vert. Ég á tölu­vert af tösk­um, sólgler­aug­um og skart­grip­um. Mér finnst fylgi­hlut­ir gera mik­ið fyr­ir heild­ar­út­lit­ið og með því að skipta þeim út breyt­ist upp­lif­un­in af fatn­að­in­um tölu­vert. Sami fatn­að­ur get­ur far­ið úr því að vera hvers­dags­leg­ur yf­ir í að vera par­tí­haef­ur með rétt­um fylgi­hlut­um.“

MYNDIR/ERNIR

Ólöf hef­ur yndi af úti­veru og á heil­mik­ið af úti­vistarfatn­aði.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.