Lít­ill stuðn­ing­ur við hönn­uði

Sunna Ör­lygs­dótt­ir fata­hönn­uð­ur vinn­ur nú nýja fatalínu. Hún hlaut til­nefn­ing­una Look­ing forw­ard to í flokkn­um Fashi­on Design of the Ye­ar á hönn­un­ar­verð­laun­um Grapevine 2018.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK -

Sunna hóf nám í fata­hönn­un í LHÍ ár­ið 2009 eft­ir að hafa ver­ið tvaer ann­ir í Skals Højsko­len for design og hånd­ar­bejde á Jótlandi í Dan­mörku.

„Ég fór síð­an aft­ur til Dan­merk­ur í skipti­nám við Dan­marks Designskole. Var þar í eina önn á með­an ég var í LHÍ en það­an út­skrif­að­ist ég ár­ið 2012. Það var síð­an eig­in­lega fyr­ir röð til­vilj­ana að ég end­aði á því að fara í starfs­nám í Am­ster­dam í Hollandi ár­ið eft­ir út­skrift. Ég var að vinna hjá hol­lenska fata­hönn­uð­in­um Lili­an Driessen. Lili­an er með eig­ið fata­merki og hann­ar líka inn­rétt­ing­ar fyr­ir ilm­vatns­búð­ir og einka­heim­ili. Þetta var af­ar fróð­leg­ur tími og Lili­an end­aði á því að bjóða mér að vera leng­ur en til stóð. Það sem upp­haf­lega áttu að vera þrír mán­uð­ir urðu hátt í sjö. Und­ir lok­in, þeg­ar ég var bú­in að taema spari­reikn­ing­inn minn, fékk ég að sofa í her­bergi í kjall­ar­an­um í vinnu­stof­unni,“seg­ir hún.

Nám í Arn­hem

„Lili­an hafði ver­ið að kenna af og til í ArtEZ Fashi­on Ma­sters í Arn­hem í Hollandi. Ég ákvað að sa­ekja um eft­ir að hafa heim­sótt Arn­hem. Þetta er lít­ill skóli með tvaer meg­in­deild­ir, Fashi­on Ma­ster og Fashi­on Stra­tegy. Við vor­um fimm sem hóf­um nám í Fashi­on Ma­ster í ár­gang­in­um mín­um en þrjár sem út­skrif­uð­umst. Þetta nám hent­aði mér vel og kenn­ar­arn­ir voru jafn frá­ba­er­ir og þeir voru mis­mun­andi. En þetta var mik­il og stöð­ug keyrsla und­ir gríð­ar­legri pressu og í rosa­legri sam­keppni, þar af leið­andi var þetta það erf­ið­asta sem ég hef nokk­urn tím­ann gert,“seg­ir Sunna.

„Ég hafði alltaf séð fyr­ir mér að ég myndi vilja vinna fyr­ir aðra eft­ir út­skrift – helst stórt nafn í lúxustísku­geir­an­um. Að vinna við að gera „haute cout­ure“fatn­að eða því sem naest vaeri til að mynda draum­ur­inn. Eft­ir heim­kom­una frá Hollandi gerði ég litla tísk­ustutt­mynd, One ye­ar and ten days, fyr­ir út­skrift­ar­verk­efn­ið mitt og hef sinnt ein­staka prívat verk­efn­um sem ég hef mikla ána­egju af. Ég er með litla vinnu­stofu í mið­ba­en­um þar sem ég vinn að nýju lín­unni hvena­er sem faeri gefst. Ég von­ast til að hún verði til­bú­in und­ir lok sum­ars. Þetta er kven­fa­talína sem er unn­in upp úr snið­um úr út­skrift­ar­lín­unni minni sem mik­il vinna fór í að teikna og máta til.

Mér finnst meiri skiln­ing­ur á starfs­um­hverfi fata­hönnuða í Hollandi en hér. Það þyrfti að styðja við ný­stofn­uð fata­merki upp­renn­andi fata­hönnuða sem eru að stíga sín fyrstu skref í brans­an­um eft­ir nám. Hvort sem er með fjár­hags­leg­um stuðn­ingi eða með því að skapa vett­vang þar sem þessi merki eru sýni­legri. Það er að­eins meiri til­rauna­starf­semi í gangi hjá ung­um hönn­uð­um í Hollandi. Þeir eru óhra­edd­ari við að fara aðr­ar og óhefð­bundn­ari leið­ir með merk­in sín en hönn­uð­ir hér á Íslandi en það gaeti skýrst af því að mark­að­ur­inn úti er marg­falt staerri en hér.“

Boð og bönn tísk­unn­ar

Þeg­ar Sunna er spurð um eig­in fata­stíl, svar­ar hún. „Ég er rosa­lega löt að kla­eða mig hvers­dags og eyði mjög litl­um tíma í að finna til föt. Hvers­dags er ég kla­edd í galla­bux­ur, ein­lit­an stutterma­bol og ein­lita, prjón­aða peysu úr fínni ull. Ég held að tísku­áhug­inn hafi þró­ast í öf­uga átt, þótt ég sé fata­hönn­uð­ur og allt það. Ég hef í raun sára­lít­inn áhuga á tísku sem slíkri, þá meina ég ef við töl­um um tísku sem við sjá­um í blöð­un­um og á sýn­ingarpöll­un­um, hvort stór­ir jakk­ar séu úti eða inni eða hvort fjólu­blár er lit­ur gaer­dags­ins eða morg­undags­ins. Öll boð og bönn í tísku finnst mér eig­in­lega halla­er­is­leg. En hins veg­ar elska ég flík­ur og allt sem er haegt að tjá með minnstu smá­at­rið­um í frá­gangi og efn­is­vali – alla litlu „nú­ans­ana“. Ég er mik­il áhuga­mann­eskja um ímynd­ar­sköp­un.

Eft­ir að hafa laert fata­hönn­un verð­ur mað­ur óhjákvaemilega dá­lít­ið vand­lát­ur á föt og það verð­ur erf­ið­ara að finna föt í búð­um. Ég er oft­ast frek­ar dökkkla­edd en er ann­ars mik­ið fyr­ir djúpa og sterka litatóna, sér­stak­lega í eig­in hönn­un. Á síð­ustu ár­um hef ég orð­ið sí­fellt hall­ari und­ir bleika tóna, hvernig sem á því stend­ur. Ég á gul­brúna rúllukragapeysu sem amma mín prjón­aði á mig þeg­ar ég var svona 11-12 ára og er mér kaer. Ótrú­legt en satt þá passa ég enn í hana og mun halda áfram að nota hana þang­að til hún dett­ur í sund­ur.

Það er reynd­ar smá áhuga­mál hjá mér að kíkja í fínu búð­irn­ar er­lend­is. Þá faer mað­ur til­finn­ingu fyr­ir því hvað fólk er að kaupa og svo finnst mér gam­an að kíkja inn í flík­ur til að skoða hvaða að­ferð­ir eru not­að­ar í frá­gang og hvaða efni er ver­ið að nota. Þjóð­bún­ing­ur­inn minn er í miklu upp­á­haldi hjá mér en mamma saum­aði hann á mig þeg­ar ég fermd­ist,“seg­ir Sunna.

MYND/EYÞÓR

Sunna Ör­lygs­dótt­ir fata­hönn­uð­ur.

MYNDIR/MAGNÚS ANDERSEN

Þessi fatn­að­ur er úr ArtEZ Mini Col­lecti­on 2015.

Þetta dress er sömu­leið­is úr ArtEZ Mini Col­lecti­on 2015 frá Sunnu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.