Feg­urð í öll­um kven­mynd­um

Helga Thorodd­sen mynd­list­ar­kona vinn­ur með mis­skild­ar kven­hetj­ur í verk­um sín­um. Sýn­ing á verk­um henn­ar er opn­uð á morg­un á Reykja­vík Fr­inge und­ir yf­ir­skrift­inni Mon­stress.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir

Helga er al­in upp á Sel­fossi en laerði mál­un í Cam­berwell Col­l­e­ge of Art í London. „Ég kom heim 2016 og fékk inni á Lista­stof­unni og hélt mína fyrstu einka­sýn­ingu þar í maí í fyrra,“seg­ir Helga sem hef­ur einnig tek­ið þátt í sam­sýn­ing­um. „Ég verð svo með sýn­ingu á opn­un­ar­há­tíð Reykja­vík Fr­inge Festi­val á sunnu­dag­inn und­ir yf­ir­skrift­inni Mon­stress þar sem ég fjalla um alls kon­ar kon­ur; for­ynj­ur, gyðj­ur og þess hátt­ar.“

Helga vinn­ur mik­ið með kon­ur úr trú­ar­brögð­um og goð­sögn­um. „Mér finnst mjög áhuga­vert að end­ur­skoða kven­per­són­ur úr for­tíð­inni, goð­sög­um og aevin­týr­um sem hafa breytt um merk­ingu gegn­um tíð­ina og hvernig sjálfsta­eði kvenna hef­ur ver­ið skrímslavaett,“seg­ir Helga og nefn­ir Medúsu sem daemi en Medúsa er per­sóna úr grískri goða­fra­eði sem var með slöng­ur í stað hárs og breytti mönn­um í stein með augna­ráð­inu einu sam­an. „Það sem heill­aði mig við Medúsu er að hún hef­ur alltaf ver­ið sýnd sem skrímsli og for­ynja en þeg­ar sag­an um hana er skoð­uð kem­ur í ljós að það var hún sem var fórn­ar­lamb, henni var nauðg­að og svo refs­að fyr­ir það en ekki þeim sem framdi gla­ep­inn. Og svo var henni breytt í skrímsli,“seg­ir Helga og tek­ur ann­að daemi.

„Lil­lith er úr gyð­ing­dómi og við heyr­um ekki mik­ið um hana í kristn­inni. Hún var fyrsta kona Adams, sköp­uð úr jörð­inni eins og hann en af því hún neit­aði að beygja sig und­ir vilja hans og vildi vera jafn­ingi var henni kast­að úr Ed­en og Eva var sköp­uð í stað­inn til að vera und­ir­gef­in. Lil­lith var svo skrímslavaedd, varð að for­ynju sem raendi ung­börn­um. Og í þessu sam­hengi má líka líta á hvaða af­leið­ing­ar það hafði fyr­ir Evu að taka sjálfsta­eða ákvörð­un.“

Helga not­ar sjálfa sig sem fyr­ir­mynd þeg­ar hún mál­ar. Hún seg­ir ásta­eð­una vera marg­þa­etta. „Það er mik­ilvaegt fyr­ir mig þeg­ar ég er að mála mynd­ir að ég geti tengst því sem ég er að mála,“seg­ir hún. „Svo er ég oft að mála nak­ið fólk og það er ekki auð­velt að finna ein­hvern sem er til­bú­inn til að sitja fyr­ir þannig en ég er alltaf til stað­ar.“

Hún er ekk­ert hra­edd við að sýna per­són­urn­ar á mynd­un­um sem „ljót­ar“eða „grótesk­ar“mið­að við hefð­bund­in gildi. „Mér finnst mik­ilvaegt að sýna alls kon­ar kvenskrokka og birt­ing­ar­mynd­ir kvenna og sjá feg­urð­ina í öllu. Ég mála líka hefð­bundn­ari feg­urð en það er feg­urð í öll­um líköm­um.

All­ir helstu mynd­list­ar­menn sög­unn­ar voru karl­ar og kon­an var alltaf sýnd gegn­um augu þeirra.

Mér finnst mik­ilvaegt að taka völd­in til baka og sýna kven­lík­amann gegn­um kven­augu. Ég elska gömlu meist­ar­ana, da Vinci og Ru­bens og allt þetta en ég sé ekki síðri feg­urð í Ven­us frá Wil­lendorf en Ven­us frá Míló. Ég vil taka völd­in til baka og mála kon­ur sem eru ekki alltaf að líta und­an held­ur horfa beint á áhorf­and­ann.“

Helga hef­ur þreif­að fyr­ir sér í öðr­um list­grein­um en hún er ný­kom­in frá Prag þar sem hún var á nám­skeiði í hefð­bund­inni tékk­neskri brúðu­gerð­arlist og einnig hef­ur hún lagt stund á burlesque með sýn­ing­ar­hópn­um Döm­ur og herra. „Ég byrj­aði í burlesque til að auka sjálfs­traust­ið og reyna að vald­efla mig en síð­an sé ég alltaf fleiri hlið­sta­eð­ur milli þess sem ég geri í mál­verk­inu og þess sem ég geri í burlesque-inu sem snýst um að taka vald­ið til mín og vera eins og ég vil vera en ekki eins og mér er sagt að vera.“

Sýn­ing­in er á Hlemm­ur Square, verð­ur opn­uð ann­að kvöld klukk­an átta sam­hliða opn­un­ar­há­tíð Reykja­vík Fr­inge Festi­val og er op­in all­an sól­ar­hring­inn til 8. júlí þeg­ar Fr­inge-há­tíð­inni lýk­ur og Helga kem­ur einnig fram með Döm­um og herra á Gaukn­um þann 5. júlí.

Haegt er að sjá fleiri verk á helg­at­hor. com og Helga Th art á Face­book.

MYND/ANTON BRINK

Helga Thorodd­sen mynd­list­ar­kona skoð­ar kon­ur og birt­ing­ar­mynd­ir kvenna í sög­unni í nýju ljósi á mynd­list­ar­sýn­ing­unni Mon­stress sem er hluti af opn­un­ar­há­tíð Reykja­vik Fr­inge á morg­un.

MYND/HELGA TH ART

Helga er heill­uð af sög­unni um Medúsu sem var beitt of­beldi en í stað þess refsa ger­and­an­um breyttu goð­in að henní skrímsli.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.