Líf­leg­ar baejar­há­tíð­ir

Baejar­há­tíð­ir munu setja sinn svip á helg­ina. Í Borg­ar­nesi verð­ur Brákar­há­tíð í há­veg­um höfð og á Hólma­vík eru Ham­ingju­dag­ar í fyr­ir­rúmi.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Sig­ríð­ur Inga Sig­urð­ar­dótt­ir

Yf­ir sum­ar­tím­ann setja baejar­há­tíð­ir sinn svip á lífið hring­inn í kring­um land­ið og nú um helg­ina stend­ur mik­ið til í Borg­ar­nesi og á Hólma­vík. Von er á fjölda gesta til þess­ara staða og von­ast há­tíða­hald­ar­ar til þess að veð­ur­guð­irn­ir verði með þeim í liði og hann hangi þurr.

Lit­rík­ur baejar­brag­ur

Margrét Rósa Ein­ars­dótt­ir er ein þeirra sem koma að Brákar­há­tíð í Borg­ar­nesi. „Hér er á ferð­inni baejar­há­tíð eins og þa­er ger­ast best­ar. Við höf­um ein­blínt á að baejar­brag­ur­inn sé baeði lit­rík­ur og skemmti­leg­ur og alla þessa viku hef­ur ver­ið fjör­ug dag­skrá inn­an hverfa baej­ar­ins, nokk­urs kon­ar minni­há­tíð­ir,“seg­ir Margrét glöð í bragði.

„Dag­skrá­in í dag hefst á því að björg­un­ar­sveit­in sigl­ir frá höfn­inni með far­þega í kring­um Borg­ar­nes­ið. Kven­fé­lag­ið sér um að út­búa morg­un­verð fyr­ir gesti og gang­andi í Gríms­hús­um og má bú­ast við að borð­in svigni und­an kraes­ing­un­um. Form­leg há­tíð­ar­höld hefjast klukk­an eitt og standa til klukk­an fimm. Mið­að við veð­urút­lit­ið verða þau faerð inn í Skemm­una og þar verða baeði mark­að­ir og veit­inga­sala. Það eru íbú­ar Borg­ar­byggð­ar sem halda mark­að­inn og selja varn­ing og körfu­bolta­fé­lag­ið sér um veit­inga­söl­una,“grein­ir Margrét frá.

Tón­list­ar­at­riði setja mik­inn svip á dag­skrána en auk þess munu vík­ing­ar maeta á svaeð­ið og dans­hóp­ur tek­ur spor­ið. „Krakk­arn­ir fá svo auð­vit­að eitt­hvað við sitt haefi en hér er bú­ið að setja upp hoppu­kastala og síð­an kem­ur Húlla­dúll­an og sýn­ir sirku­slist­ir sín­ar, ásamt börn­um úr Borg­ar­nesi. Þau hafa ver­ið á nám­skeiði hjá henni alla vik­una og fá að sýna hvað þau hafa laert,“tel­ur Margrét upp. „Lína Lang­sokk­ur kem­ur í heim­sókn. Hún býr að vísu ekki í baen­um en ef­laust hefði hún ekk­ert á móti því,“seg­ir Margrét hla­ej­andi.

Hún seg­ir að flest­ir borði kvöld­mat heima hjá sér en rétt fyr­ir átta hefst kvöld­vaka með helj­ar­inn­ar skrúð­göngu. „Hljómlist­ar­fé­lag­ið aetl­ar að sjá um kvöld­vök­una og svo eig­um við von á að Páll Óskar komi fram og syngi nokk­ur lög.

Líkt og vana­lega lýk­ur há­tíð­inni með balli og í þetta sinn með Palla­balli,“seg­ir Margrét sem von­ar að brott­flutt­ir Borg­nes­ing­ar og þeir sem eiga aett­ir sín­ar að rekja til baej­ar­ins komi og fagni með baejar­bú­um.

Ham­ingj­an verð­ur á Hólma­vík

„Ham­ingju­dag­ar verða haldn­ir há­tíð­leg­ir á Hólma­vík um helg­ina og und­ir­bún­ing­ur hef­ur geng­ið mjög vel, enda er þetta í þrett­ánda skipt­ið sem við höld­um þessa há­tíð og við orð­in þaul­vön að setja hana sam­an,“seg­ir Ír­is Ósk Inga­dótt­ir, tóm­stunda­full­trúi Stranda­byggð­ar, glöð í bragði.

Ír­is seg­ir há­tíð­ina vissu­lega taka breyt­ing­um frá ári til árs og ávallt eru nýj­ung­ar í boði. „Við leggj­um áherslu á að skapa karni­val­stemn­ingu þetta ár­ið. Við vilj­um ekki keppa um að vera með staerstu og mestu há­tíð­ina, held­ur að þeir sem koma til okk­ar fái að njóta sín sem best,“seg­ir Ír­is en dag­skrá­in er fjöl­breytt og skemmti­leg.

Í ár verð­ur með­al ann­ars brydd-

Hólm­vík­ing­ar kunna að baka glaesi­leg­ar hnall­þór­ur.

Há­tíða­hald­ar­ar von­ast auð­vit­að eft­ir góðu veðri um helg­ina.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.