Munn­ga­eti úr ávöxt­um jarð­ar

Þeg­ar haust­ar er búsa­eld­ar­legt að eiga heima­lag­að sultutau í skáp­un­um. Nú er því kjör­ið að mat­búa sem mest úr berja­upp­skeru jarð­ar og búa sér í hag­inn til að njóta með ný­bök­uðu góðga­eti í vet­ur.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Þór­dís Lilja Gunn­ars­dótt­ir

Haust­ið er upp­skeru­tími ís­lenskra berja þótt berja­spretta hafi ver­ið mis­jöfn eft­ir lands­hlut­um þetta ár­ið. Marg­ir eiga búst­in ber í fór­um sín­um eft­ir að hafa far­ið í berja­mó á haust­dög­um og þar sem ekki hef­ur enn fryst er haegt að finna safa­rík ber á lyngi og runn­um lands. Að búa til sult­ur heima er baeði ein­falt og skemmti­legt og fyll­ir hverja hús­freyju og hús­bónda stolti að bera á borð heima­gerð­ar sult­ur með ýmsu bakk­elsi og rétt­um. Sultutau í krukku­vís er enda drjúg og nyt­sam­leg bú­bót og pass­ar jafn vel of­an á kex með ost­um og rist­að brauð, sem og í smá­kök­ur, á vöffl­ur, pönnu­kök­ur og tert­ur, og set­ur punkt­inn yf­ir i-ið sem með­la­eti með hvers kyns kjöti. Því er nú ekk­ert að van­bún­aði að drífa sig á berja­mó og hefjast handa við dýr­ind­is og skemmti­lega sultu­gerð.

Kra­eki­berja­hlaup

2 dl kra­eki­berja­safi

2 kg syk­ur

3 pk. hleyp­ir (Melat­ín/gult)

1 tsk. vín­sýra

Safi úr einni sítr­ónu

Hakk­ið ber­in og sí­ið þau eða not­ið berja­pressu. Hell­ið saft­inni í pott. Bland­ið hleypi­efn­inu út í og lát­ið suð­una koma vel upp. Setj­ið syk­ur­inn út í og lát­ið sjóða í tvaer mín­út­ur.

Tak­ið pott­inn af hell­unni, bland­ið vín­sýrunni út í og hra­er­ið vel sam­an. Hell­ið hlaup­inu á hrein og soð­in glös. Lok­ið strax.

Rifs­berja­hlaup

2 kg rifs­ber (stilk­ar og smá­veg­is af lauf­blöð­um haft með)

1½ kg strá­syk­ur

Setj­ið rifs­ber, stilka og lauf í pott ásamt sykr­in­um. Lát­ið suðu koma upp og sjóð­ið við vaeg­an hita í tíu mín­út­ur. Tak­ið af hell­unni og lát­ið að­eins kólna. Setj­ið aft­ur á suðu og sjóð­ið nú í fimm mín­út­ur. Ger­ið þetta alls þrisvar sinn­um. Hell­ið í gegn­um sigti og merj­ið að­eins með ausu eða sleif. Setj­ið saft­ina aft­ur í pott og lát­ið nú suð­una koma upp og lát­ið sjóða í eina mín­útu. Veið­ið froð­una of­an af.

Hell­ið í litl­ar krukk­ur. Breið­ið bök­un­ar­papp­ír eða visku­stykki yf­ir og lát­ið kólna. Lok­ið vel og merk­ið með dag­setn­ingu og inni­haldi. Setja má hring af smjörpapp­ír of­an á hlaup­ið, ef vill.

Rifs­ber­in voru sein til að roðna og bústna í ís­lenska rign­ing­ar­sumr­inu sunn­an­lands í sum­ar, en gott er rifs­berja­hlaup­ið.

Heima­lag­að­ar sult­ur eru gómsa­ett með­la­eti með kaffi­brauð­inu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.