Áhrifa­vald­ar í heimi förð­un­ar

Förð­un­ar- og snyrti­vöru­brans­inn er senni­lega einn staersti vett­vang­ur­inn inn­an feg­urð­ar­heims­ins. Kon­ur skipa af­ar stór­an sess í þess­um heimi en nokkr­ar standa upp úr. Glamour kynnti sér sögu fjög­urra þeirra nán­ar.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK -

Mark­aðssnill­ing­ur­inn Estée Lau­der

Estée Lau­der faedd­ist í Qu­eens-hverf­inu í New York ár­ið 1908. Hún var af ung­versk­um inn­flytj­end­um kom­in og kynnt­ist snemma heimi snyrti­vara. Fra­endi henn­ar flutti inn á heim­ili fjöl­skyld­unn­ar og hóf að blanda rakakrem, ilm­vötn og ýms­ar ol­í­ur. Estée var feng­in til að að­stoða hann við blönd­un, pökk­un og dreif­ingu. Þannig fór hún á milli hár­greiðslu­stofa og kynnti krem­in fyr­ir kon­um í lagn­ingu.

Ár­ið 1946 stofn­aði hún fyr­ir­ta­ek­ið Estée Lau­der með eig­in­manni sín­um. Hún vildi að kon­ur gaetu keypt ilm­vötn þeg­ar þeim hent­aði en á þess­um tíma var við­tek­in venja að kon­ur fengu ekki ilm­vötn nema að gjöf frá eig­in­mönn­um sín­um.

Lau­der fann leið til að kom­ast fram hjá þess­ari gömlu hefð með því að setja á mark­að bað­ol­íu með dá­sam­leg­um ilm, en með ol­í­unni komst Estée Lau­der merk­ið á skrið og þró­að­ist yf­ir í að verða risi í förð­un­ar- og snyrti­vöru­heim­in­um.

Lau­der þótti meist­ari í mark­aðs­setn­ingu og það skipti hana miklu að aug­lýs­ing­arn­ar og vör­urn­ar töl­uðu til kvenna og að hin hvers­dags­lega kona gaeti sam­sam­að sig fyr­ir­sa­et­um merk­is­ins. Lau­der valdi túrkís­blá­an lit sem ein­kenn­islit á um­búð­irn­ar því sá lit­ur var mik­ið not­að­ur á bað­her­bergj­um á þess­um tíma. Þessi mark­aðsklók­indi Lau­der gerðu hana fljótt að einni rík­ustu konu heims.

Lau­der lést ár­ið 2004, 95 ára göm­ul, í íbúð sinni á Man­hatt­an. Af­kom­end­ur henn­ar stjórna fyr­ir­ta­ek­inu enn þann dag í dag.

Pat McGr­ath fer sín­ar eig­in leið­ir

Pat McGr­ath er bresk­ur sjálflaerð­ur förð­un­ar­fra­eð­ing­ur og hönn­uð­ur hjá Procter & Gamble beauty sem á með­al ann­ars merki eins og

Max Factor, Dolce & Gabb­ana og Co­verGirl. Hún er einn virt­asti förð­un­ar­fra­eð­ing­ur tísku­geir­ans og er jafn­víg á förð­un fyr­ir tískupalla, aug­lýs­ing­ar og mynda­tök­ur hjá staerstu merkj­um eða tíma­rit­um heims.

McGr­ath faedd­ist ár­ið 1970 í Nort­hampt­on og var al­in upp af ein­sta­eðri móð­ur, inn­flytj­anda frá Jamaica. McGr­ath vill meina að móð­ir henn­ar hafi ver­ið helsti áhrifa­vald­ur henn­ar en hún var einnig heltek­in af snyrti­vör­um og tísku. Á þeim tíma átti móð­ir henn­ar í stök­ustu vandra­eð­um með að finna augnskugga sem hent­aði dökkri húð og bland­aði því sjálf sína eig­in liti og lét svo daet­ur sín­ar giska á hvaða skugga hún hefði not­að í hvert sinn. Pat hafði alltaf stefnt á nám tengt tísku en þa­er áa­etlan­ir breytt­ust þeg­ar hún kynnt­ist stíl­ist­an­um Kim Bowen sem bauð henni að fylgj­ast með mynda­tök­um sem hún vann að fyr­ir tíma­rit eins og i-D. Fyrsta stóra verk­efn­ið henn­ar var að farða söng­kon­una Caron Wheeler á tón­leika­ferða­lagi henn­ar um Jap­an. Eft­ir það fór bolt­inn að rúlla og hún varð fljótt eitt staersta nafn­ið í tísku­heim­in­um og er það enn þann dag í dag.

McGr­ath er þekkt fyr­ir öðru­vísi taekni og not­ar oft fing­urna í stað bursta þeg­ar hún farð­ar. Hún var ein sú fyrsta sem þorði að nota auka­hluti í förð­un eins og fjaðr­ir, papp­ír og latex. Þeg­ar hún fer í verk­efni þá ferð­ast hún með heil­an her af að­stoð­ar­fólki og allt að 75 ferða­tösk­ur full­ar af snyrti­vör­um og öðru til­heyr­andi. McGr­ath hef­ur unn­ið með stjörn­um á borð við Ma­donnu, Söruh Jessicu Par­ker, Ri­hönnu og Kim Kar­dashi­an West. Þekkt­ir fata­hönn­uð­ir og fram­leið­end­ur eins og Lou­is Vuitt­on, Prada, Gucci, Cal­vin Klein, Ba­lenciaga og marg­ir aðr­ir hafa einnig nýtt sér henn­ar hönn­un. Ár­ið 2007 titl­aði Anna Wintour hana fyr­ir hönd Vou­ge áhrifa­mesta förð­un­ar­fra­eð­ing heims­ins.

McGr­ath vill breyta því hvernig fólk hugs­ar um förð­un og sjálf forð­ast hún að fylgja stefn­um og straum­um. Hún vill held­ur fara sín­ar eig­in leið­ir.

Lisa Eldridge teng­ir sam­fé­lags­miðla og förð­un

Lisa Eldridge, listraenn stjórn­andi hjá snyrti­vör­uris­an­um Lancôme, fékk áhuga á förð­un þeg­ar hún komst í gaml­ar snyrti­vör­ur móð­ur sinn­ar sex ára göm­ul. Ákvörð­un­ina um að ger­ast förð­un­ar­fra­eð­ing­ur tók hún þeg­ar hún fékk bók um förð­un að gjöf sem ung­ling­ur.

Fyrsta stóra verk­efni Eldridge var að farða Cin­dy Craw­ford fyr­ir tíma­rit­ið ELLE ár­ið 1998. Þa­er stöll­ur náðu vel sam­an og fékk Craw­ford hana með sér í nokk­ur verk­efni eft­ir það. Hún hef­ur síð­an unn­ið með fjölda stór­stjarna, til daem­is Keiru Knig­htley, Cöru Deleving­ne, Katy Perry og Jenni­fer Lopez.

Hún starfar eins og áð­ur sagði hjá Lancôme og hef­ur gef­ið út nokkr­ar baek­ur. Fyrsta bók henn­ar; Face Paint: The Story of Ma­keup, an accumulati­on of ye­ars of rese­arch into the history of ma­keup, seld­ist fljótt upp og er nú gef­in út á sjö tungu­mál­um.

Eldridge hef­ur einnig skap­að sér nafn á sam­fé­lags­miðl­um. Hún var fyrsti förð­un­ar­fra­eð­ing­ur­inn með eig­in vef­síðu og með yf­ir þrjár millj­ón­ir fylgj­enda. Hún var ein sú fyrsta með sýni­kennslu á YouTu­be og hafa mynd­bönd henn­ar feng­ið meira en hundrað millj­ón áhorf. Líta má á Lisu Eldridge sem eins kon­ar frum­kvöð­ul í því að tengja sam­fé­lags­miðla við förð­un.

Rís­andi stjarna Emily Weiss

Hin 33 ára gamla Emily Weiss byrj­aði fer­il sinn sem laerl­ing­ur hjá Teen Vou­ge með­an hún nam list­fra­eði hjá New York Uni­versity. Eft­ir út­skrift ár­ið 2007 hóf Weiss störf hjá tíma­rit­inu W, þrem ár­um síð­ar opn­aði hún blogg­ið sitt, Into the Gloss.

Weiss sá að um­fjöll­un um förð­un­ar­vör­ur og notk­un þeirra var ábóta­vant í heimi tísku­bloggs­ins. Á hverj­um morgni vakn­aði hún klukk­an fimm að morgni og blogg­aði áð­ur en hún maetti til vinnu.

Ár­ið 2014 stofn­aði hún fyr­ir­ta­ek­ið Glossier og gaf út fyrstu lín­una af förð­un­ar­vör­um. Í dag er hún með yf­ir 40 manns í vinnu og þyk­ir ein­stak­ur frum­kvöð­ull á sínu sviði. Í hverj­um mán­uði lesa um tíu millj­ón manns blogg­in hjá Into the Gloss og hafa vör­ur Weiss selst í bíl­förm­um í Am­er­íku og Evr­ópu. Weiss er enn að skrifa sögu sína og vaent­an­lega á hún eft­ir að hasla sér enn meiri völl og verða enn staerra nafn í tísku­heim­in­um í fram­tíð­inni.

NORDICPHOTOS/GETTY

Lisa Eldridge er listraenn stjórn­andi hjá Lancôme. Hún hef­ur gef­ið út baek­ur um förð­un og hef­ur einnig skap­að sér nafn á sam­fé­lags­miðl­um.

NORDICPHOTOS/GETTY

Emily Weiss held­ur úti tísku­blogg­inu Into the Gloss sem tíu millj­ón­ir manns lesa í hverj­um mán­uði. Hún á einnig snyrti­vöru­fyr­ir­ta­ek­ið Glossier.

NORDICPHOTOS/GETTY

Pat McGr­ath er sjálflaerð­ur förð­un­ar­fra­eð­ing­ur sem hef­ur unn­ið með fjöl­mörg­um stór­stjörn­um. Hún forð­ast tísku­sveifl­ur og fer sín­ar eig­in leið­ir.

NORDICPHOTOS/GETTY

Estée Lau­der þótti meist­ari í mark­aðs­setn­ingu og það skipti hana máli að hin hvers­dags­lega kona gaeti sam­sam­að sig fyr­ir­sa­et­um merk­is­ins.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.