Ilm­andi helgar­rétt­ur

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK -

Chili con car­ne er ilm­andi mexí­kósk­ur rétt­ur sem bít­ur að­eins í enda inni­held­ur hann chili. Rétt­ur­inn er til í ótal út­gáf­um en hér skipt­um við út nauta­hakki fyr­ir kjúk­ling. Afgang­inn má auð­veld­lega frysta.

½ kg kjúk­ling­ur (bring­ur eða úr­bein­uð laeri)

1 dós tóm­atsósa

2 dós­ir af tómöt­um með chili­bragði

1 dós chili-baun­ir

1 dós nýrna­baun­ir (skol­ið vel) 1 dós maís­baun­ir

1 lít­il dós rist­að­ur graenn chil­ipip­ar

1 dós svart­ar baun­ir (skol­ið vel) 1 bolli kjúk­linga­soð (eða vatn og teng­ing­ur)

1 msk. chili-duft

¼ tsk. af hverju kryddi: hvít­lauks­duft, lauk­duft, óreg­anó, þurrk­að­ar chili-flög­ur

½ tsk. papriku­duft

1 ½ tsk. cum­in

250 g rjóma­ost­ur við stofu­hita

Sker­ið kjúk­ling í litla bita og steik­ið létt í olíu í stór­um potti. Ba­et­ið út í tóm­atsósu, tómöt­um, gra­ena chil­ipip­arn­um, chili- og nýrna­baun­um, maís, svört­um baun­um og kjúk­linga­soði. Naest fer allt krydd út í. Lát­ið malla í a.m.k. 30 mín. en best er að láta allt malla ró­lega í a.m.k. 2 klst. Ba­et­ið rjóma­osti út og sjóð­ið ró­lega þar til ost­ur­inn hef­ur bráðn­að. Krydd­ið með salti og pip­ar ef þarf. Ber­ið fram heitt í pott­in­um og hell­ið í skál­ar. Meðla­eti við haefi er t.d. límónu­bát­ar, rif­inn chedd­ar-ost­ur, sýrð­ur rjómi, kórí­and­er, lárperu­bit­ar, sax­að­ur rauð- og vor­lauk­ur og nachos-flög­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.