Google spurð­ur í tutt­ugu ár

Tutt­ugu ár eru síð­an Google fór að svara fólki um eitt og ann­að sem það vill vita. Gúgg­úl fra­endi, eins og síð­an er stund­um nefnd, reyn­ist yfir­leitt vel í leit að hinum ýmsu svör­um.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Elín Al­berts­dótt­ir

Google er spurð­ur um allt milli him­ins og jarð­ar en þannig hef­ur það ver­ið frá ár­inu 1998. „Hvað á ég að gefa kaer­ast­an­um mín­um í jóla­gjöf?“eða „Hvernig verð­ur veðr­ið á morg­un?“Um þetta er Google spurð­ur og svo margt, margt ann­að. Það er líka haegt að spyrja um fatn­að eða hluti, hvar ákveð­in vara faest ódýr­ust og hvað eina. Allt þetta veit Gúgg­úl fra­endi en spurn­ing­arn­ar hafa breyst í ár­anna rás.

Í hverj­um mán­uði faer Google yf­ir 100 millj­arða heim­sókn­ir hvað­ana­eva úr heim­in­um. Enda­laust baet­ast ný­ir spyrj­end­ur við. Meira en helm­ing­ur heim­sókn­anna kem­ur úr farsím­um og spjald­tölv­um. Bú­ist er við að ár­ið 2020 verði helm­ings allra spurn­ing­anna spurt með rödd, það þýð­ir að ekki þarf að skrifa leit­ar­orð­ið held­ur muni Google skilja manna­mál. Í fyrra voru gerð­ar um 2.400 end­ur­baet­ur á leit­ar­vél­inni. Google-leit­ar­vél­in er fá­an­leg á yf­ir 150 tungu­mál­um. Með­al­svar­tími á Google er fjórð­ung­ur úr sek­úndu.

Núna þeg­ar Google held­ur upp á tutt­ugu ára af­ma­el­ið er upp­lýst að stöð­ug aukn­ing sé í versl­un í gegn­um net­ið. Þá hef­ur Google kom­ist að því að nú­tíma­fólk sé for­vitn­ara en áð­ur, meira krefj­andi og óþol­in­móð­ara en nokkru sinni. Jafn­framt er fólk dug­legt að leita að hug­mynd­um eða fá inn­blást­ur í gegn­um net­ið. Á und­an­förn­um tveim­ur ár­um hef­ur orð­ið mik­ill vöxt­ur í versl­un á net­inu og fólk leit­ar jafnt að skóm, hár­vör­um, ein­hverju fyr­ir bíl­inn og nán­ast hverju sem er.

Það þarf víst ekki að koma á óvart að sú mann­eskja sem trón­ir í fyrsta sa­eti yf­ir þá sem leit­að er að á Google er Don­ald Trump. Hann verm­ir líka fyrsta sa­et­ið yf­ir stjórn­mála­menn en á eft­ir hon­um kem­ur Barack Obama og í þriðja sa­eti Ad­olf Hitler. Það fyr­ir­ta­eki sem oft­ast var leit­að að er Amazon og í öðru sa­eti er Walmart en í því þriðja er The Home Depot. Lista­mað­ur­inn sem er oft­ast leit­að að er Katy Perry og í öðru sa­eti Beyoncé en Christ­ina Aguilera í því þriðja.

Við spurð­um fjóra Ís­lend­inga hvað þeir spurðu Google um síð­ast þeg­ar þeir fóru inn á leit­ar­síð­una.

Alltaf að spyrja Google

Vikt­oría Her­manns­dótt­ir, dag­skrár­gerð­ar­mað­ur á RÚV, seg­ist hafa spurt

Google um veit­inga­stað í Kali­forn­íu þar sem hún er stödd um þess­ar mund­ir.

„Ég fékk rétt svar og gat séð hvar stað­ur­inn vaeri og hvað vaeri sagt um hann. Ég er alltaf að spyrja Google að ein­hverju. Ég veit eig­in­lega ekki hvernig ég faeri að án Google. Dótt­ir mín er líka dug­leg að spyrja mig að ýmsu sem ég veit ekki svar­ið við og þá seg­ir hún mér alltaf að gúgla það.“

Hvernig á að sjóða egg?

Greta Salome söng­kona seg­ist síð­ast hafa gúgl­að ná­kvaema tíma­setn­ingu á lin­soðnu eggi. „Ég elda mik­ið og tel mig nokk­uð góða í því en mér tekst alltaf að klúðra lin­soðnu eggi. Þetta er orð­ið að áráttu.

Google gaf mér rétt svar en ég klúðr­aði því samt. Harðsoð­ið var það. Ég nota Google mjög mik­ið og veit ekki hvar ég vaeri án þess. Ég er mik­ið að spila er­lend­is og þá er Google Maps ómiss­andi. Ég vaeri týnd ein­hvers stað­ar í út­lönd­um ef ekki vaeri fyr­ir Google,“svar­ar hún.

Spurði Google um Google

Atli Fann­ar Bjarka­son bl­aða­mað­ur seg­ist ekki al­veg muna hvað hann spurði Google um síð­ast. „Ég gerði það eina rök­rétta í stöð­unni: Spurði Google. Google benti mér þá á eig­in þjón­ustu sem held­ur ut­an um hvern ein­asta leit­ar­streng sem ég hef stimpl­að inn í Google síð­ustu miss­eri. Þessu fylgdi lof­orð um að eng­inn ann­ar en ég hef að­gang að þess­um upp­lýs­ing­um. Eins gott,“seg­ir hann.

„Ég komst sem sagt að því að ég spurði Google hvort það vaeri raf­magns­laust í Vest­ur­baen­um. Rétt svar var ekki langt und­an og ég gat skokk­að nið­ur og lát­ið ná­granna minn vita sem var einnig að velta þessu fyr­ir sér. Mið­að við sam­an­tekt Google á notk­un minni þar þá er ég mjög dug­leg­ur, 73 leit­ir bara í dag. Ég þarf að fara að finna mér eitt­hvað að gera. Eða geri ég kannski ekk­ert án Google?“spyr Atli Fann­ar.

Fékk alla sög­una

Björg­vin Hall­dórs­son stór­söngv­ari var fljót­ur að svara þeg­ar hann var spurð­ur hvað hann gúgl­aði síð­ast. „Brett Ka­van­augh. Ég fékk síð­an sög­una um hann á Wikipedia. Ég nota Google mik­ið og Amazon Echo. Stund­um líka Siri á iPho­ne og iPad,“seg­ir hann.

Greta Salome vaeri týnd í út­lönd­um ef Google vaeri ekki til.

Vikt­oría Her­manns­dótt­ir er í Kali­forn­íu og not­ar Google þar.

Björg­vin Hall­dórs­son for­vitn­ast um fólk í frétt­um á Google.

Atli Fann­ar Bjarka­son spyr Google naest­um hundr­að sinn­um á dag.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.