Furðu­ver­ur með blikk­andi augu

Borg­ar­bóka­safn­ið í Sól­heim­um breyt­ist í blikksmiðju eft­ir há­degi í dag. Þar geta fjöl­skyld­ur leyft ímynd­un­ar­afl­inu að njóta sín í heill­andi taekni­föndri með lit­rík­um LED-ljós­um.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Þór­dís Lilja Gunn­ars­dótt­ir

Það er ein­stak­lega gam­an að standa fyr­ir vinnu­smiðj­um fyr­ir krakka sem full­orðn­ir geta líka ver­ið þátt­tak­end­ur í,“seg­ir Ninna Mar­grét Þór­ar­ins­dótt­ir, teikn­ari og hönn­uð­ur, sem stjórn­ar blikksmiðj­unni í Sól­heima­safni í dag. Þar er síð­asti laug­ar­dag­ur mán­að­ar­ins jafn­an ein­stak­lega ljúf­ur og boð­ið upp á skemmti­lega við­burði fyr­ir börn og fjöl­skyld­ur þeirra.

„Þeg­ar föndri og ein­faldri taekni er bland­að sam­an ger­ast töfr­ar sem fara jafnt inn á áhuga­svið barna og full­orð­inna því all­ur ald­ur hef­ur gam­an af því að leika sér með þenn­an efni­við,“seg­ir Ninna sem hef­ur áð­ur stýrt taekni­föndri við mikl­ar vinsa­eld­ir.

„Til daem­is út­bjugg­um við jóla­kort með blikk­andi ljós­um á að­vent­unni í fyrra en nú aetl­um við að búa til skemmti­leg­ar furðu­ver­ur úr alls kon­ar dóti sem ann­ars vaeri á leið á haug­ana,“seg­ir Ninna sem er bú­in að safna dýrma­etu rusli í stór­um stíl til þess eins að gefa því nýtt og spenn­andi líf í hönd­um barna.

„Krakk­arn­ir fá að spreyta sig á að búa til ein­fald­ar rafrás­ir og tengja þa­er sam­an við lit­rík ljós sem haegt er að láta blikka í enda­laus­um út­fa­ersl­um. Við not­um LED-per­ur og batte­rí sem við tengj­um við slökkvara, til daem­is fíg­úr­ur sem geta ver­ið með blikk­andi augu eða í blikk­andi föt­um. Börn­um þyk­ir þetta aga­lega spenn­andi og það er greini­legt að þau fá ekki mik­ið að leika sér með raf­magn heima,“seg­ir Ninna og hla­er, „en af því að haegt er að not­ast við leið­ara sem er var­inn inn­an í lím­bandi frá batte­ríi yf­ir í peru verð­ur þetta allt voða­lega krakka­vaent og ör­uggt. Þau verða svo hreyk­in að sjá afrakst­ur­inn og hvernig allt sam­an virk­ar þeg­ar bú­ið er að út­skýra fyr­ir þeim plús og mín­us og hvernig kvikn­ar á ljós­inu. Þetta er því ekki bara fönd­ur held­ur líka heil­mik­ill laer­dóm­ur.“

Skrúf­að frá ímynd­un­ar­afl­inu

Blikksmiðja Ninnu verð­ur á far­alds­fa­eti naesta ár­ið og naest í Gerðu­bergi í októ­ber.

„Það kem­ur á óvart hversu margt er haegt að skapa úr rusli og mér finnst óskap­lega gam­an að sýna fram á hversu und­ur­fallega skúlp­túra, hljóð­fa­eri og raf­magns­ljós má út­búa með smá­veg­is af máln­ingu og lími,“seg­ir Ninna í miðj­um ruslahaugn­um sem hún seg­ir vaxa á met­hraða.

„Svo má fara heim með góss­ið og láta lýsa í her­berg­inu því LED-ljós­in gefa mjög flotta birtu í myrkr­inu og haegt að velja per­ur í öll­um lit­um og gera hvað sem mað­ur vill með því að nota þau í munst­ur eða augu. Það lif­ir líka lengi á per­un­um og haegt að slökkva og kveikja að vild.“

Hún seg­ir góða til­finn­ingu og gef­andi að skapa úr rusli.

„Það skrúf­ar frá ímynd­un­ar­afl­inu að horfa skap­andi aug­um á rusl og aetla sér að gera nýtt úr því. Það þarf

MYND/ANTON BRINK

Ninna Mar­grét Þór­ar­ins­dótt­ir er hönn­uð­ur og kenn­ari. Hún stýr­ir fjöl­skyldu­vaenni og taekni­vaeddri blikksmiðju í Sól­heima­safni í dag.

Þótt föndr­að sé með raf­magn og snúr­ur er það haettu­laust og krakka­vaent.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.