Greindu fjór­ar gerð­ir per­sónu­leika

Ný rann­sókn á nið­ur­stöð­um 1,5 millj­óna per­sónu­leika­prófa leiddi til þeirr­ar nið­ur­stöðu að til séu fjór­ar meg­in­gerð­ir af per­sónu­leik­um, en í þeim bland­ast fimm per­sónu­ein­kenni sam­an á ólík­an hátt.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Odd­ur Freyr Þor­steins­son

Áin­ter­net­inu er haegt að finna gíf­ur­legt magn af alls kyns per­sónu­leika­próf­um. Fólk er dug­legt við að taka slík próf og marg­ir virð­ast vilja átta sig bet­ur á hvers kon­ar týpa þeir eru. Yfir­leitt hafa slík próf lít­il sem eng­in vís­indi á bak við sig, en rann­sak­end­ur við Nort­hwestern-há­skóla í Banda­ríkj­un­um rann­sök­uðu nið­ur­stöð­ur 1,5 millj­óna per­sónu­leika­prófa og segj­ast hafa greint fjór­ar meg­in­gerð­ir af per­sónu­leik­um; fyr­ir­mynd, sjálf­hverf­ur, hlé­dra­eg­ur og venju­leg­ur. Nið­ur­stöð­ur þeirra voru birt­ar í ritrýnda vís­inda­tíma­rit­inu Nat­ure Hum­an Behavi­or.

Fólk hef­ur reynt að átta sig á helstu gerð­um per­sónu­leika og flokka fólk þannig eft­ir per­sónu­gerð­um í meira en tvö þús­und ár. Heim­spek­ing­ar í Grikklandi til forna voru með­al þeirra fyrstu sem vit­að er til að reyndu þetta og til­raun­irn­ar halda áfram á in­ter­net­inu í dag. En við er­um öll ólík og per­sónu­leik­ar eru oft mjög flókn­ir.

Fimm eig­in­leik­ar ein­kenna fólk

Sálfra­eð­ing­ar horfa oft til per­sónu­ein­kenna til að átta sig á per­sónu­gerð­um, en fólk get­ur sýnt per­sónu­ein­kenni sem ríma við eina per­sónu­gerð í ákveðn­um að­sta­eð­um, en svo sýnt gjör­ólíka eig­in­leika í öðr­um að­sta­eð­um. Við er­um ein­fald­lega of flók­in til að það sé auð­velt að flokka okk­ur snyrti­lega.

Rann­sak­end­ur segja að það séu fimm eig­in­leik­ar sem sálfra­eð­ing­ar um all­an heim séu al­mennt sam­mála um að ein­kenni per­sónu­leika fólks. Þau eru:

– Hversu for­vit­ið fólk er og hversu op­ið það er fyr­ir nýj­um upp­lif­un­um og upp­lýs­ing­um. – Hve hug­ul­samt og áreið­an­legt fólk er.

– Hversu út­hverft, ákveð­ið og fé­lags­lynt fólk er. – Hve mikl­ar áhyggj­ur fólk hef­ur af öðr­um og hversu til­lits­samt og sam­úð­ar­fullt það er.

– Lík­urn­ar á til­finn­inga­legu ójafn­vaegi, skapsveifl­um, þung­lyndi, ein­mana­leika, reiði og dep­urð.

Rann­sak­end­urn­ir fóru yf­ir gögn frá meira en 1,5 millj­ón­um manns sem höfðu tek­ið per­sónu­leika­próf og greindu hversu ráð­andi þessi per­sónu­ein­kenni voru hjá fólk­inu. Slík grein­ing var ómögu­leg fyr­ir til­komu in­ter­nets­ins, segja rann­sak­end­urn­ir, því net­ið auð­veld­ar það veru­lega að greina mik­ið magn af gögn­um.

Út frá grein­ingu sinni skil­greindu vís­inda­menn­irn­ir svo fjór­ar gerð­ir per­sónu­leika, sem hafa mis­mun­andi blöndu af þess­um fimm eig­in­leik­um.

Fyr­ir­mynd

Þetta fólk er með háa ein­kunn í öll­um eig­in­leik­un­um, nema tauga­veiklun. „Þetta er fólk­ið sem er vin­gjarn­legt og sam­vinnu­þýtt,“seg­ir pró­fess­or Lu­is Am­aral, sem leiddi rann­sókn­ina. „Það eru ekki tauga­veikl­að og hef­ur op­inn huga.“

Sjálf­hverf­ur

Am­aral seg­ir að þetta sé fólk­ið sem er naest­um al­gjör and­sta­eða fyr­ir­mynd­ar­inn­ar. „Þetta er fólk­ið sem legg­ur ekki hart að sér, það eru frek­ar ósam­vinnu­þýtt, hef­ur ekki op­inn huga og er út­hverft.“

Hlé­dra­eg­ur

„Þetta fólk hef­ur litla tauga­veiklun og er lít­ið op­ið,“seg­ir Am­aral. „Aft­ur á móti er það lík­legt til að vera baeði sam­visku­samt og sam­vinnu­þýtt.“

Venju­leg­ur

Faest­ir vilja kenna sig við að vera venju­leg­ir, en sam­kvaemt rann­sókn­inni falla flest­ir í þenn­an flokk per­sónu­leika. Þetta fólk er að­eins yf­ir með­al­lagi hvað varð­ar tauga­veiklun og út­hverfu, en er lít­ið op­ið. Pró­fess­or Am­aral seg­ir að það sé mjög lít­ið að segja um þenn­an hóp, hann sé bara í með­al­lagi.

Get­ur breyst með aldri og menn­ingu

Rann­sak­end­ur taka fram að per­sónu­leik­ar fólks geti breyst með aldri, þannig að sami ein­stak­ling­ur get­ur fall­ir í ólíka flokka á ólík­um aeviskeið­um.

Þar sem all­ir þátt­tak­end­ur í rann­sókn­inni töl­uðu ensku og höfðu að­gang að tölvu má gera ráð fyr­ir að meiri­hlut­inn komi frá Vest­ur­lönd­um. Rann­sak­end­ur vilja nú auka um­fang rann­sókn­ar­inn­ar til að sjá hvort sömu per­sónu­leika­gerð­ir séu ráð­andi þar sem fólk tal­ar önn­ur tungu­mál og hef­ur aðra menn­ingu.

Flest­ir eru nú venju­leg­ir, en þetta fólk er að­eins yf­ir með­al­lagi hvað varð­ar tauga­veiklun og út­hverfu og er lít­ið op­ið, en er al­mennt bara í með­al­lagi.

MYND­IR/NORDICPHOTOS/GETTY

Það get­ur reynst þraut­in þyngri að flokka alla eft­ir per­sónu­leik­um, en rann­sak­end­ur við Nort­hwestern­há­skóla segj­ast hafa greint fjór­ar meg­in­gerð­ir per­sónu­leika.

Sjálf­hverf­ir per­sónu­leik­ar eru út­hverf­ir, leggja ekki hart að sér, eru ósam­vinnu­þýð­ir og lok­að­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.