Úr­vals fisk­eld­is­fóð­ur í ára­tugi

Um 30 ára skeið hef­ur fóð­ur­verk­smiðj­an Laxá hf. fram­leitt fisk­eld­is­fóð­ur fyr­ir seiða­stöðv­ar og land­eld­is­stöðv­ar hér á landi. Vöru­þró­un og rann­sókn­ir skipa stór­an sess í rekstri fyr­ir­ta­ek­is­ins.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FISKELDI -

Fóð­ur­verk­smiðj­an Laxá hf. er rót­gró­ið fyr­ir­ta­eki sem hef­ur ver­ið í fram­leiðslu á fisk­eld­is­fóðri í rúm 30 ár. Starfs­menn fyr­ir­ta­ek­is­ins búa því yf­ir af­ar mik­illi reynslu í fram­leiðslu á fiska­fóðri sem gef­ur góð­an stöð­ug­leika í gaeð­um fóð­urs og þjón­ustu við við­skipta­vini að sögn Gunn­ars Arn­ar Kristjáns­son­ar, fram­kvaemda­stjóra Laxár. „Við sér­haef­um okk­ur í fram­leiðslu og sölu á fisk­eld­is­fóðri fyr­ir eld­is­fisk á borð við bleikju, lax, regn­bogasil­ung og flat­fisk.

Auk þess flytj­um við inn start­fóð­ur fyr­ir seiða­eldi og er­um með á lag­er vör­ur frá Bi­om­ar í Dan­mörku og Skrett­ing í Nor­egi.“

Helstu við­skipta­vin­ir Laxár eru seiða­stöðv­ar og land­eld­is­stöðv­ar með mat­fisk­eldi, seg­ir Gunn­ar. „Við er­um með um 80% markaðs­hlut­deild í fiska­fóðri fyr­ir land­eldi. Einnig er­um við með fóð­ur fyr­ir regn­bogasil­ung í sjó­eldi en höf­um ekki getað fram­leitt fóð­ur fyr­ir lax­eldi í sjó þar sem not­að er fitu­ríkt fóð­ur og get­um við ekki fram­leitt það vegna taekni­legra at­riða. Af heild­ar­mark­aði fyr­ir fisk­eld­is­fóð­ur hér­lend­is þá er Laxá með um 35% markaðs­hlut­deild og góða nýt­ingu á verk­smiðj­unni með um 10.000 tonna fram­leiðslu og ár­lega veltu upp á taepa 2 millj­arða.“

„Við sér­haef­um okk­ur í fram­leiðslu og sölu á fisk­eld­is­fóðri fyr­ir eld­is­fisk á borð við bleikju, lax, regn­bogasil­ung og flat­fisk,“seg­ir Gunn­ar Örn Kristjáns­son, fram­kvaemda­stjóri Laxár hf.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.