Ága­etu les­end­ur

Fréttablaðið - FOLK - - HJÁLPIN FRÉTTABLAÐ RAUÐA KROSSINS -

Rauði kross­inn á Íslandi er fjölda­hreyf­ing. Fé­lag­ar eru yf­ir 20.000 og sjálf­boða­lið­ar skipta þús­und­um. Þar að auki nýt­ur fé­lag­ið virks og mik­ilvaegs fjár­hags­legs stuðn­ings fólks sem við nefn­um Mann­vini. Rauði kross­inn á einnig í mikl­um og ár­ang­urs­rík­um sam­skipt­um og sam­vinnu við stjórn­völd og sveit­ar­fé­lög. Ís­lend­ing­ar þekkja Rauða kross­inn og stuðn­ing­ur al­menn­ings við fé­lag­ið er mik­ill. Við sem vinn­um sem sjálf­boða­lið­ar hjá fé­lag­inu þökk­um lands­mönn­um fyr­ir sam­starf­ið og mun­um leggja okk­ur fram um að það verði gjöf­ult á kom­andi tím­um.

Verk­efni Rauða kross­ins eru marg­vís­leg. Fé­lag­ið er hluti af staerstu mann­úð­ar­hreyf­ingu heims og því er í mörg horn að líta, því víða rík­ir neyð og hörm­ung­ar. Meg­inkraft­ur fé­lags­ins fer þó í að sinna fjöl­þa­ett­um mál­efn­um í okk­ar eig­in landi, þar er að mörgu að hyggja því marg­ir standa höll­um faeti. Deild­ir fé­lags­ins um allt land sinna sínu naer­sam­fé­lagi af dugn­aði og í þessu blaði má sjá um­fjöll­un um mörg við­fangs­efni þeirra. Þá eru aep­andi úr­lausn­ar­efni í fjar­la­eg­um lönd­um, all­ir sem fylgj­ast með frétt­um vita að víða rík­ir ófrið­ur sem er þess vald­andi að fólk í millj­óna­tali rekst á ver­gang, ým­ist í sínu eig­in landi eða hrekst land úr landi til að finna frið og skjól. Eng­inn þekk­ir nema sá sem í því lend­ir hversu sárt það er að yf­ir­gefa allt sitt og leggja af stað út í full­komna óvissu með börn­in sín oft ung og smá.

Við lif­um í við­sjál­um heimi.

Ófrið­ur, nátt­úru­ham­far­ir og lofts­lags­breyt­ing­ar geta orð­ið mikl­ir áhrifa­vald­ar í lífi ein­stak­linga og þjóða. Þó margt bendi til þess að af­leið­ing­ar þessa alls geti á kom­andi ár­um orð­ið mikl­ar og við­var­andi skul­um við ekki gleyma því að aldrei hef­ur mann­kyn­ið ver­ið bet­ur í stakk bú­ið til að tak­ast á við slík við­fangs­efni. Mann­kyn­ið hef­ur í heild aldrei ver­ið rík­ara, bet­ur mennt­að og heil­brigð­ara en nú. Mik­ilvaeg­ustu verk­efni fram­tíð­ar­inn­ar verða því þau að koma í veg fyr­ir stríðs­átök, tryggja sem best við­brögð við nátt­úru­vá, baeta um­gengni við nátt­úr­una og skipta auði jarð­ar jafn­ar milli barna en við höf­um hing­að til gert. Hin al­þjóð­lega mann­úð­ar­hreyf­ing Rauða kross­ins á þar miklu hlut­verki að gegna og Rauði kross­inn á Íslandi er þar virk­ur þátt­tak­andi.

Með kaerri kveðju,

Sveinn Krist­ins­son formað­ur

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.