Ra­eða allt milli him­ins og jarð­ar

Sjálf­boða­lið­ar Rauða kross­ins í Eyja­firði að­stoða fólk af er­lend­um upp­runa við að efla ís­lenskukunn­áttu sína. Þa­er Ragna Þóris­dótt­ir og Halima Darwish Al­hamo hitt­ast öll þriðju­dags­kvöld og tala um dag­inn og veg­inn.

Fréttablaðið - FOLK - - HJÁLPIN FRÉTTABLAÐ RAUÐA KROSSINS -

Ég var að fletta í gegn­um gamla Dag­skrá, sem ég geri ann­ars aldrei, þeg­ar ég rakst á aug­lýs­ingu þar sem ósk­að var eft­ir sjálf­boða­lið­um til að kenna sýr­lensk­um flótta­mönn­um á Akur­eyri ís­lensku. Mér fannst þetta strax rosa­lega áhuga­vert enda taldi ég að þetta gaeti ver­ið mjög þrosk­andi upp­lif­un. Mér fannst spenn­andi að fá að kynn­ast fólki með allt aðra menn­ingu, heyra sögu þess og geta að­stoð­að það með ein­hverj­um haetti,“seg­ir Ragna um af hverju hún ákvað að ger­ast sjálf­boða­liði. Hún starfar sem að­stoð­ar­versl­un­ar­stjóri í Hús­gagna­höll­inni.

„Ég hafði aldrei kom­ið nála­egt ís­lensku­kennslu áð­ur og tók það fram þeg­ar ég sótti um. Þá var mér bent á að ís­lensku­þjálf­un­in vaeri að­eins hluti af verk­efn­inu og það skipti líka máli að rjúfa fé­lags­lega ein­angr­un.“

Ragna fékk það verk­efni að hjálpa Halimu, sýr­lenskri flótta­konu sem hafði kom­ið til Ís­lands ár­ið 2016 með fjöl­skyldu sinni.

„Ég byrj­aði að laera ís­lensku með hinum Sýr­lend­ing­un­um við kom­una til lands­ins. Þetta var stutt nám­skeið og ég fékk lít­ið út úr tím­un­um af því ég kunni hvorki að lesa ar­ab­ísku né ensku. En ég hélt áfram að reyna með hjálp kenn­ara eins og Önnu og Sóleyj­ar,“seg­ir Halima sem finnst af­ar mik­ilvaegt að laera ís­lensku. „Ég þarf að geta tal­að við nýju vini mína og geta hjálp­að börn­un­um í skól­an­um. Þá er Ís­land mitt nýja land og ís­lenska mitt nýja tungu­mál. Ég er svo glöð þeg­ar ég sé börn­in mín tala ís­lensku við bekkj­ar­fé­laga sína og ég er svo stolt af þeim. Þau eru ekki bú­in að laera mál­ið al­veg og eiga enn í vandra­eð­um en reyna sitt besta.“

Halima seg­ir sjálf­boða­liða­fram­tak Rauða kross­ins hafa hjálp­að sér mik­ið. „Ingi­björg hjá Rauða kross­in­um sagði mér frá tveim­ur sjálf­boða­lið­um, þeim Grétu og Rögnu, sem vaeru til í að hjálpa mér að þjálfa mig í ís­lensk­unni. Gréta hjálp­aði mér í smá tíma en þurfti að haetta en Ragna hef­ur kennt mér núna í bráð­um tvö ár. Hún kem­ur heim til mín alla þriðju­daga eft­ir vinnu og sam­an höf­um við náð mikl­um ár­angri.“

Þa­er Ragna og Halima hitt­ust fyrst í janú­ar 2017. „Við hitt­umst alltaf á þriðju­dög­um, oft­ast heima hjá Halimu, og því hef ég kynnst allri fjöl­skyld­unni líka, en hún á eig­in­mann, sex börn og tengda­móð­ur. Stund­um för­um við reynd­ar út, á kaffi­hús eða í göngu­túr. Við spjöll­um um dag­inn og veg­inn. Hún seg­ir mér oft frá fjöl­skyldu sinni, systkin­um og for­eldr­um, sýn­ir mér mynd­ir og við töl­um um þa­er. Hún seg­ir mér líka frá sýr­lensk­um mat. Stund­um sýni ég henni mynd­ir, og svo töl­um við bara um það sem við höf­um ver­ið að gera vik­una á und­an,“lýs­ir Ragna. Hún reyn­ir líka að vera Halimu og fjöl­skyldu til að­stoð­ar við ým­is­legt sem kem­ur upp á. „Ég reyni að út­skýra fyr­ir þeim pósta sem þau fá til daem­is frá skól­an­um og bendi þeim á hvar þau geti leit­að sér að­stoð­ar.“

Ragna seg­ir Halimu af­ar áhuga­sama um að laera ís­lensku og kom­ast inn í sam­fé­lag­ið. „Hún er af­skap­lega dug­leg kona og mér fór fljótt að þykja vaent um hana.“

„Það er frá­ba­ert að geta feng­ið hjálp frá Rauða kross­in­um og fólk­inu í sam­fé­lag­inu eins og Rögnu. Þá eru börn­in á leik­skól­an­um þar sem ég vinn líka frá­ba­er­ir kenn­ar­ar, þau hjálpa mér að þjálfa mig í ís­lensk­unni og því þarf ég að þakka þeim,“seg­ir Halima glað­lega.

Ragna get­ur tek­ið und­ir að Halimu hafi fleygt fram í ís­lensk­unni eft­ir að hún fór að vinna á leik­skól­an­um. „Við hitt­umst ekki í nokkr­ar vik­ur í sum­ar. Þeg­ar við hitt­umst aft­ur fann ég hvað henni hafði far­ið mik­ið fram.“

Ragna seg­ir að þótt verk­efn­ið miði að því að hún að­stoði og hjálpi Halimu þá hafi það gef­ið henni sjálfri mik­ið. „Ég er svo ána­egð með að ég skyldi álp­ast til að skoða þessa gömlu Dag­skrá á sín­um tíma. Ég hef feng­ið heil­mik­ið til baka og sé fram á að halda áfram að hitta Halimu á með­an hún nenn­ir að hitta mig. Svo skora ég bara á fleiri að ger­ast sjálf­boða­lið­ar hjá Rauða kross­in­um.“

MYND/AUÐUNN NÍELSSON

Ragna og Halima hafa hist á hverj­um þriðju­degi í hátt í tvö ár og stefna á að gera það áfram.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.