Leið­sögu­menn flótta­fólks eru lyk­ill inn í sam­fé­lag­ið

Ás­geir Jó­el Jac­ob­son og Þrúð­ur Arna Briem skráðu sig sem leið­sögu­menn flótta­fólks á veg­um Rauða kross­ins. Í kjöl­far­ið kynnt­ust þau Danila Krapi­ven­ko frá Rússlandi, sem átti sér þann draum að búa til veg­an-sáp­ur. Með sam­vinnu þeirra þriggja varð draum­ur­inn

Fréttablaðið - FOLK - - FRÉTTABLAÐ RAUÐA KROSSINS HJÁLPIN -

Leið­sögu­menn flótta­fólks er verk­efni á veg­um Rauða kross­ins þar sem ein­stak­ling­ar og fjöl­skyld­ur eru par­að­ar sam­an við fólk sem hef­ur feng­ið stöðu flótta­fólks hér á landi. Leið­sögu­menn að­stoða fólk á ýmsa lund og veita vináttu og hjálp­ar­hönd í eitt ár. Mark­mið­ið er að stuðla að gagnkvaemri að­lög­un að ís­lensku sam­fé­lagi og oft mynd­ast fal­leg vinátta milli fólks.

„Okk­ur lang­aði að sinna mann­úð­ar­mál­um í naerum­hverf­inu,“seg­ir Ás­geir Jó­el Jac­ob­son um til­drög þess að þau Þrúð­ur Arna Briem kynnt­ust Danila Krap­ven­ko en hann kom sem flótta­mað­ur hing­að til lands fyr­ir tveim­ur og hálfu ári.

„Það var af­ar hjálp­legt fyr­ir mig að kom­ast í kynni við Ás­geir og Þrúði og þau voru fús til að svara mörg­um spurn­ing­um sem mig vant­aði svör við. Það er mik­ilvaegt fyr­ir flótta­menn að kynn­ast Ís­lend­ing­um og ís­lensku sam­fé­lagi,“seg­ir Danila.

„Mál­efni flótta­manna hafa lengi ver­ið í brenni­depli um heim all­an. Okk­ur sárn­aði fram­koma ís­lenskra yf­ir­valda við fólk sem var sent úr landi og lang­aði að leggja okk­ar af mörk­um. Þeg­ar við sáum aug­lýs­ingu frá Rauða kross­in­um þar sem ósk­að var eft­ir leið­sögu­mönn­um fyr­ir flótta­fólk fannst okk­ur liggja beint við að skrá okk­ur. Rauði kross­inn hafði strax sam­band og í kjöl­far­ið fór­um við á nám­skeið. Skömmu eft­ir að því lauk vor­um við kom­in í sam­band við Danila,“seg­ir Ás­geir. „Álit­ið var að við mynd­um smellpassa sam­an því hann vaeri á svip­aðri línu og við. Hann er mjög sjálfsta­eð­ur og tal­ar ensku en oft eru tungu­mála­erf­ið­leik­ar helsta hindr­un­in þeg­ar kem­ur að sam­skipt­um,“baet­ir Ás­geir við.

Út­bú­inn var samn­ing­ur sem þau þrjú skrif­uðu und­ir og fljót­lega hitt­ust þau í mat. „Danila sagði okk­ur að hann lang­aði til að búa til sín­ar eig­in sáp­ur al­veg frá grunni. Við fór­um strax í að hjálpa hon­um af stað og höfð­um sam­band við sápu­gerð­ir til að finna rétta hrá­efn­ið fyr­ir hann. Í fram­hald­inu datt okk­ur í hug að gam­an vaeri að hann gerði sáp­ur fyr­ir gisti­heim­ili sem við rek­um yf­ir sum­ar­tím­ann að Öxl á Sna­e­fellsnesi. Danila bjó til þrívídd­ar­mót sem hann sendi til Rúss­lands og lét prenta í þrívídd­ar­prent­ara. Þeg­ar mót­in komu til Ís­lands gat hann byrj­að að steypa sáp­urn­ar,“rifjar Ás­geir upp.

Í fram­hald­inu bjó Danila til sér­stak­ar sáp­ur sem nú eru til sölu á gisti­heim­il­inu. Sáp­urn­ar hafa vak­ið tölu­verða at­hygli og flest­ir kaupa þa­er þeg­ar þeir heyra sög­una á bak við þa­er.

Þau Ás­geir og Þrúð­ur eru sam­mála um að það hafi ver­ið ein­stak­lega ána­egju­legt að hafa feng­ið að taka þátt í þessu verk­efni. „Ekki síst vegna þess hvað við vor­um hepp­in að fá að kynn­ast Danila. Það var mjög laer­dóms­ríkt fyr­ir okk­ur að fá að kynn­ast þess­um frá­ba­era strák því hann er svo ein­beitt­ur í því sem hann ger­ir og er alltaf jákvaeð­ur. Hann sér eng­ar hindr­an­ir, bara áskor­an­ir og hann heyr­ist aldrei kvarta yf­ir neinu. Þetta var mjög áreynslu­laust, af­slapp­að og skemmti­legt al­veg frá byrj­un. Við smull­um strax sam­an. Það hjálp­aði mjög mik­ið að við deild­um þeim lífs­stíl að vera veg­an og höf­um að mörgu leyti svip­að­ar lífs­skoð­an­ir,“seg­ir Þrúð­ur.

„Krakk­arn­ir okk­ar kynnt­ust Danila, hann kom heim til okk­ar í spjall og mat og við fór­um sam­an á and­lega setr­ið okk­ar í sveit­inni að Öxl á Sna­e­fellsnesi. Það var ein­stak­lega gam­an að hafa af­drep í sveit­inni þar sem við gát­um far­ið og ver­ið yf­ir helgi, þannig naer mað­ur oft betri tengsl­um, auk þess sem hann naut þess að fá taekifa­eri til að skoða land­ið,“baet­ir hún við.

Nú er kom­ið meira en ár frá því að Ás­geir og Þrúð­ur gerð­ust leið­sögu­menn Danila en þau halda enn sam­bandi og reikna ekki með að breyt­ing verði þar á. Sp­urð hvaða áhrif verk­efni á borð við þetta hafi fyr­ir flótta­menn segja þau að það geti hjálp­að fólki að fóta sig í ís­lensku sam­fé­lagi. „Fyrstu skref­in hjá flótta­mönn­um sem koma til Ís­lands fel­ast oft í sam­skipt­um við stofn­an­ir. Þetta er leið til að kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og í tengsl við inn­fa­edda sem fólk get­ur leit­að til,“seg­ir Ás­geir.

Danila hef­ur eign­ast nokkra ís­lenska vini og seg­ir hvorki auð­veldra né erf­ið­ara að kynn­ast Ís­lend­ing­um en fólki af öðru þjóð­erni. Hann hef­ur áhuga á að baeta ís­lenskukunn­áttu sína og lang­ar að fara í skóla til þess. „Það var mjög gott að kynn­ast Ás­geiri og Þrúði og fá að­stoð þeirra við að gera draum­inn um sáp­una að veru­leika.“

MYND/ERNIR

„Okk­ur lang­aði að sinna mann­úð­ar­mál­um í naerum­hverf­inu,“segja Ás­geir Jó­el Jac­ob­son og Þrúð­ur Arna Briem. Þau kynnt­ust Danila Krap­ven­ko en hann kom sem flótta­mað­ur hing­að til lands fyr­ir tveim­ur og hálfu ári.

Sáp­an sem Danila býr til faest á gisti­heim­ili sem Ás­geir og Þrúð­ur reka.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.