Höf­um ým­is­legt fram að faera

Rauði kross­inn legg­ur mikla áherslu á kynja­og jafn­rétt­is­sjón­ar­mið í al­þjóð­a­starf­inu. Sól­rún Ma­ría Ólafs­dótt­ir er sendi­full­trúi og verk­efna­stjóri í al­þjóða­mál­um hjá Rauða kross­in­um á Íslandi en hún hef­ur ára­langa reynslu í kynja- og jafn­rétt­is­mál­um á al­þjó

Fréttablaðið - FOLK - - HJÁLPIN FRÉTTABLAÐ RAUÐA KROSSINS -

Al­mennt leggj­um við áherslu á að hjálp ber­ist þeim sam­fé­lags­hóp­um sem eru í hvað við­kvaemastri stöðu og þurfa mest á að­stoð­inni að halda.

Eins og marg­ir höf­um við ver­ið að sam­þa­etta kynja- og jafn­rétt­is­sjón­ar­mið í öll­um verk­efn­um sem þýð­ir að við pöss­um upp á að hug­að sé að þörf­um mis­mun­andi sam­fé­lags­hópa, sér­stak­lega mis­mun­andi þörf­um karla og kvenna, stráka og stelpna,“seg­ir Sól­rún Ma­ría. „Þannig reyn­um við að koma í veg fyr­ir að verk­efn­in við­haldi eða styrki valda­ó­jafn­vaegi sem fyr­ir er í þeim sam­fé­lög­um sem við vinn­um í og helst koma á meiri hugs­um um þessi mál. Við get­um ekki gert allt, alls stað­ar – en þarna höf­um við ým­is­legt fram að faera.“

Hún nefn­ir verk­efni í Líbanon fyr­ir flótta­fólk frá Sýr­landi þar sem Rauði kross­inn á Íslandi styð­ur við bein­an fjár­stuðn­ing til ein­sta­eðra maeðra. „Við er­um einnig að styðja verk­efni gegn kyn­ferð­is­legu of­beldi í Sýr­landi og Suð­ur-Súd­an og er­um að leggja grunn­inn að verk­efni sem mið­ar að því að vinna gegn kyn­ferð­is­legu of­beldi gegn skóla­stúlk­um í Mala­ví. Al­þjóða­sam­band Rauða kross­ins og Rauða hálf­mán­ans er líka með okk­ar stuðn­ingi að vinna í hand­bók­um og öðru efni tengdu bla­eð­inga­heil­brigði sem mið­ar að því að að­stoða stúlk­ur og kon­ur í þeim efn­um.“

Hún seg­ir helstu áskor­an­irn­ar fel­ast í því að koma inn í rót­gróna menn­ingu og reyna að breyta hlut­un­um. „Breyt­ing­ar í venj­um og hugs­un­ar­haetti eru aldrei auð­veld­ar og það er alls ekki alltaf auð­velt að koma á breyt­ing­um í rót­grón­um sam­fé­lög­um. Við er­um að vinna í svo mörg­um ólík­um menn­ing­ar­heim­um og maet­um ekki alltaf full­um skiln­ingi á því sem við er­um að reyna að gera. Á sama tíma maet­um við líka mikl­um stuðn­ingi og sam­starfs­fólk í öðr­um lands­fé­lög­um hef­ur ver­ið mjög ána­egt með hversu mikla áherslu við leggj­um á jafn­rétt­is­sjón­ar­mið. Sum lands­fé­lög hafa leit­að sér­stak­lega til okk­ar eft­ir að­stoð við inn­leið­ingu jafn­réttis­verk­efna og skiln­ing­ur­inn á verk­efn­um sem þess­um er alltaf að aukast. Jafn­rétt­is­mál eru í deigl­unni á Íslandi og við höf­um mikla reynslu í að miðla auk þess sem yf­ir­völd á Íslandi styðja okk­ur vel í þess­um mála­flokki.“

Sól­rún Ma­ría Ólafs­dótt­ir hef­ur starf­að að kynja - og jafn­réttis­verk­efn­um á veg­um Rauða kross­ins um all­an heim, með áherslu og kon­ur og stúlk­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.