Mann­úð, menn­ing og gleði á Ísa­firði

Á Ísa­firði hafa ver­ið hald­in nám­skeið fyr­ir börn til að kynna starf Rauða kross­ins fyr­ir þeim og leyfa þeim að verja tíma með eldri borg­ur­um. Nám­skeið­in hafa skap­að mik­inn áhuga á hjálp­ar­starfi.

Fréttablaðið - FOLK - - HJÁLPIN FRÉTTABLAÐ RAUÐA KROSSINS -

Und­an­far­in ár hafa nám­skeið­in Mann­úð og menn­ing/Gleði­dag­ar ver­ið kennd í Barna­skól­an­um í Hnífs­dal í júlí. Þar fá börn á aldr­in­um 6-9 ára fra­eðslu um starf og hug­sjón­ir Rauða kross­ins, að starfa með eldri borg­ur­um og laera skyndi­hjálp. Mar­grét Heiða Magnús­dótt­ir, tóm­stunda- og fé­lags­mála­fra­eð­ing­ur, er verk­efna­stjóri nám­skeiðs­ins Mann­úð og menn­ing.

„Nám­skeið­ið snýst fyrst og fremst um að kynna starf Rauða kross­ins fyr­ir börn­um og fra­eða þau um hlut­verk hans og helstu hug­tök­in sem tengj­ast starf­inu,“seg­ir Mar­grét. „Við kenn­um þeim líka um mann­úð, ólíka menn­ingu og vinn­um verk­efni út frá hugs­un og grund­vall­ar­mark­mið­um Rauða kross­ins. Þetta er líka bara mik­il hreyf­ing, úti­vera, leik­ir og skemmt­un. Þetta er mjög fjöl­breytt.

Þeg­ar krakk­arn­ir vinna verk­efni út frá grund­vall­ar­mark­mið­um Rauða kross­ins skap­ast umra­eða og við leyf­um þeim að túlka þau sjálf, en á þess­um aldri skilja þau ekki endi­lega öll hug­tök­in sem við töl­um um,“seg­ir Mar­grét. „Í lok­in er svo alltaf hald­in sýn­ing fyr­ir for­eldra, þar sem þeir fá að koma og sjá verk­efn­in sem krakk­arn­ir hafa ver­ið að vinna.

Svo bland­ast við þetta svo­kall­að­ir Gleði­dag­ar, sem er nám­skeið þar sem við feng­um eldri borg­ara með okk­ur í lið,“seg­ir Mar­grét. „Hug­mynd­in er að brúa bil­ið milli yngstu og elstu kyn­slóð­ar­inn­ar og leyfa eldri borg­ur­um sem eru haett­ir að vinna að koma og vera sjálf­boða­lið­ar og verja tíma með börn­un­um.

Við fá­um líka heim­sókn frá slökkvi­lið­inu og sjúkra­flutn­inga­fólki sem kenn­ir börn­um hvað þau geta gert í neyð og fra­eð­ir þau um störf sín,“seg­ir Mar­grét. „Þá fá þau líka að fara upp í sjúkra­bíl og slökkvi­liðs­bíl, sem þeim finnst mjög spenn­andi. Við höf­um líka far­ið að hitta björg­un­ar­sveit­ina í Bol­ung­ar­vík og skoð­að skip­ið þeirra.

Nám­skeið­ið skil­ar ár­angri og skap­ar áhuga á hjálp­ar­starfi. Þetta eru oft fyrstu kynni barn­anna af Rauða kross­in­um en mörg þeirra halda áfram í nám­skeið­um hjá fé­lag­inu,“seg­ir Mar­grét. „Marg­ir af krökk­un­um sem komu til mín fyrst fyr­ir tíu ár­um eru orðn­ir sjálf­boða­lið­ar hjá Rauða kross­in­um eða starfa í hjálp­ar­sveit­un­um í dag. Okk­ur fannst líka mik­ilvaegt að byrja snemma að kenna þeim skyndi­hjálp, því þau geta hjálp­að ótrú­lega mik­ið ef eitt­hvað kem­ur upp á. Þetta nám­skeið er hluti af fra­eðslu­starf­inu „Skyndi­hjálp út líf­ið“sem all­ar deild­ir Rauða kross­ins á norð­an­verð­um Vest­fjörð­um standa fyr­ir.

Nám­skeið­ið var ekki hald­ið í sum­ar vegna per­sónu­legra að­sta­eðna og það er smá óvissa með nám­skeið­ið naesta sum­ar, en við vilj­um endi­lega halda áfram, því nám­skeið­ið er rosa­lega vinsa­elt,“seg­ir Mar­grét.

Á nám­skeið­un­um laera börn um starf Rauða kross­ins, fá kennslu í skyndi­hjálp og starfa með eldri borg­un­um.

Mar­grét Heiða Magnús­dótt­ir, tóm­stunda­og fé­lags­mála­fra­eð­ing­ur, er verk­efna­stjóri nám­skeiðs­ins Mann­úð og menn­ing.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.