Ung­frú­in ek­ur um Akur­eyri

Ung­frú Ragn­heið­ur er skaða­minnk­un­ar­verk­efni á Akur­eyri og er syst­ur­verk­efni Frú Ragn­heið­ar. Sjálf­boða­lið­ar dreifa spraut­um og sprautu­nál­um til fólks sem spraut­ar vímu­efn­um í aeð og veita að­stoð með sáraum­bún­að.

Fréttablaðið - FOLK - - FRÉTTABLAÐ RAUÐA KROSSINS HJÁLPIN -

Ung­frú Ragn­heið­ur er dá­lít­ið minni í snið­um en Frú Ragn­heið­ur. Verk­efn­ið fór af stað hér á Akur­eyri í janú­ar og því er­um við ekki kom­in eins langt í þró­un­inni. Auk þess er Akur­eyri mun minna baej­ar­fé­lag sem verð­ur til þess að við störf­um að­eins meira á bak við tjöld­in, alla­vega enn sem kom­ið er. Oft finnst ein­stak­ling­um erfitt að leita eft­ir þjón­ustu því þeir eru hra­edd­ir við að vera daemd­ir, og eru hra­edd­ir um að hitta ein­hvern sem þeir þekkja,“seg­ir Berg­lind Júlí­us­dótt­ir sem er hóp­stjóri Ung­frú Ragn­heið­ar ásamt Eddu Ás­gríms­dótt­ur.

Tölu­verð þörf er á skaða­minnk­un­ar­verk­efni á borð við Ung­frú Ragn­heiði á Akur­eyri að mati Berg­lind­ar. „Það voru ein­stak­ling­ar sem leit­uðu til okk­ar strax í janú­ar. Það kom okk­ur í raun á óvart hversu snemma fólk fór að nýta þjón­ust­una því við héld­um að lengri tíma taeki fyr­ir það að vita af okk­ur.“Flest­ir sem til Ung­frú Ragn­heið­ar leita eru milli tví­tugs og þrí­tugs en vit­að er um eldri ein­stak­linga sem ekki hafa leit­að til sjálf­boða­lið­anna. „Við finn­um að marg­ir hafa ekki enn treyst sér til að leita til okk­ar,“seg­ir Berg­lind og tel­ur því að helsta verk­efni Ung­frú­ar­inn­ar naestu miss­eri sé að byggja upp traust, trún­að og gott orð­spor.

Nála­skipti og heilsu­fars­próf

Verk­efn­ið snýst í stór­um drátt­um um að koma hrein­um nál­um og spraut­um til fólks sem not­ar vímu­efni í aeð. „Við reyn­um einnig að að­stoða fólk með alls kon­ar vanda­mál sem koma upp. Við skipt­um um sáraum­búð­ir og bjóð­um fólki að taka HIV- og lifr­ar­bólgu C-skyndi­próf. Við vilj­um að fólki finn­ist það geta leit­að til okk­ar og að það viti að hér maeti þeim eng­ir for­dóm­ar.“

Vel tek­ið af baejar­bú­um

Berg­lind seg­ist finna fyr­ir mikl­um vel­vilja baejar­búa. „Lang­flest­ir hafa tek­ið þessu vel og við finn­um mik­inn með­byr með verk­efn­inu. Við fá­um oft spurn­ing­ar frá fólki um hvað við sé­um að gera og hvernig sé haegt að að­stoða okk­ur. Ekki leggja all­ir í að vera sjálf­boða­lið­ar en vilja í stað­inn leggja verk­efn­inu lið með öðr­um haetti.“

Best að hafa sam­band

Í kring­um 25 til 30 sjálf­boða­lið­ar koma að verk­efn­inu en all­ir hafa þeir sótt tíu tíma nám­skeið. Ung­frú Ragn­heið­ur er ekki á sér­út­bún­um bíl líkt og stóra syst­ir­in í höf­uð­borg­inni. „Við fá­um að­gang að jepp­lingi sem Rauði kross­inn á og ök­um hon­um þang­að sem fólk vill hitta okk­ur.“

Ung­frú Ragn­heið­ur er á vakt á mánu­dög­um og fimmtu­dög­um frá klukk­an 20 til 22. „Yfir­leitt hef­ur fólk sam­band við okk­ur og við för­um og hitt­um það á hent­ug­um stað. Svo er­um við með Face­book­síðu sem við fylgj­umst með á hverj­um degi, og ef fólk send­ir okk­ur skila­boð um að það vanti að­stoð reyn­um við að manna vakt.“

MYND/AUÐUNN NÍELSSON

Berg­lind Júlí­us­dótt­ir og Edda Ás­gríms­dótt­ir eru hóp­stjór­ar Ung­frú Ragn­heið­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.