Gef­andi að hjálpa

Fréttablaðið - FOLK - - HJÁLPIN FRÉTTABLAÐ RAUÐA KROSSINS -

Verk­efn­ið Síma­vin­ir hófst haust­ið 2016 en þá hringja sjálf­boða­lið­ar Rauða kross­ins til þeirra sem þess óska. Yfir­leitt er þetta um hálf­tíma spjall sem er tek­ið tvisvar í viku en verk­efn­ið er byggt upp á svip­að­an hátt og heim­sókna­vin­ir Rauða kross­ins. Ág­úst Ó. Georgs­son hef­ur starf­að sem síma­vin­ur frá upp­hafi og seg­ir hann verk­efn­ið hafa geng­ið af­ar vel. „Helsta mark­mið­ið er að rjúfa fé­lags­lega ein­angr­un fólks með því að hringja í það en verk­efn­ið er hugs­að sem við­bótar­úrra­eði við heim­sókna­vini sem lengi hafa ver­ið við lýði. Við­ma­elend­ur eru oft í mik­illi neyð, t.d. aldr­að­ir, fatl­að­ir, fólk á stofn­un­um eða aðr­ir sem eru mjög einmana af öðr­um ásta­eð­um. Það get­ur hent­að sum­um bet­ur að hringt sé í þá en að sjálf­boða­liði komi í heim­sókn og þá get­ur síma­vin­ur ver­ið góð­ur val­kost­ur.“

Ág­úst er enn að hringja í sama ein­stak­ling­inn og í upp­hafi sem seg­ist bíða eft­ir sím­tali frá hon­um og að hann sakni hans þess á milli. „Da­emigert sím­tal byrj­ar á því að við heils­umst með virkt­um og ger­um svo­lít­ið að gamni okk­ar. Svo spjöll­um við um hvort eitt­hvað hafi gerst frá því að við töl­uð­um sam­an síð­ast. Síma­vin­ur­inn faer taekifa­eri til að ra­eða um sína hagi eða ann­að sem hann hef­ur áhuga á og þá er það mitt hlut­verk að hlusta. Hon­um finnst gam­an að tala um veðr­ið og mat­ur og elda­mennska er upp­spretta enda­lausra umra­eðna. Í lok sam­tals þakk­ar síma­vin­ur­inn mér há­stöf­um og seg­ir elsk­an mín í öðru hverju orði. Það sem helst hef­ur kom­ið mér á óvart er hvað þessi sím­töl hafa geng­ið vel og að aldrei hef­ur kom­ið neitt upp á, sem er alls ekki sjálf­gef­ið.“

Hann mael­ir með þátt­töku í verk­efn­inu enda sé þörf­in mik­il og um leið er svo lít­ið sem sjálf­boða­lið­ar þurfa að leggja á sig. „Tvö sím­töl á viku heim­an frá okk­ur geta skipt sköp­um fyr­ir einmana sál­ir og þa­er eru allt of marg­ar í vel­ferð­ar­sam­fé­lagi okk­ar. Það er mjög gef­andi að geta orð­ið öðru fólki að liði sem virki­lega þarf á því að halda. Og ef þetta er að skila ein­hverju jákvaeðu til síma­vin­ar­ins er það baeði upp­byggi­legt og hvetj­andi í senn fyr­ir mig og upp­spretta gleði.“

Öku­vina­verk­efni Rauða kross­ins hófst í nóv­em­ber 2017 og er þannig sett upp að ann­an hvern laug­ar­dag, ef veð­ur leyf­ir, fá sjálf­boða­lið­ar á Hér­aði bíla­leigu­bíla lán­aða hjá Bíla­leigu Akur­eyr­ar og bjóða íbú­um af Hjúkr­un­ar­heim­il­inu Dyngju á Egils­stöð­um í bíltúr um naerliggj­andi sveit­ir. Hóp­ur sjálf­boða­liða sam­an­stend­ur af átta bíl­stjór­um og er Sig­ríð­ur Ingva­dótt­ir einn þeirra. „Við tök­um yfir­leitt um um klukku­tíma bíltúra og end­um yfir­leitt á kaffi­húsi sem vek­ur alltaf jafn mikla gleði hjá hópn­um. Þar fá­um við alltaf mjög fín­ar mót­tök­ur og boð­ið er upp á flott köku­hlað­borð með kaff­inu. Það eru þrír far­þeg­ar í bíl og oft nokkr­ir bíl­ar. Þá er svo sann­ar­lega mik­ið spjall­að. Marg­ir íbúa Dyngju eru mjög fróð­ir um stað­haetti hér og nöfn á stöð­um, fjöll­um og hól­um. Það er því óhaett að segja að það mynd­ist skemmti­leg­ar og fra­eð­andi

Helsta mark­mið­ið er að rjúfa fé­lags­lega ein­angr­un fólks með því að hringja í það en verk­efn­ið er hugs­að sem við­bótar­úrra­eði við heim­sókna­vini sem lengi hafa ver­ið við lýði.

umra­eð­ur í bíln­um og sjálf fra­eðist ég heil­mik­ið í þess­um bíltúr­um.“

Sjálf varð Sig­ríð­ur ör­yrki um þrí­tugt en er kom­in yf­ir fimm­tugt í dag. „Ég tek þátt í tveim­ur verk­efn­um hjá Rauða kross­in­um þar sem ég tekst á við ým­is verk­efni til að hjálpa öðr­um, án þess að það taki of mik­ið lík­am­lega á mig. Það er sann­ar­lega gott að gefa af sér og sér­stak­lega gam­an að geta gert eitt­hvað fyr­ir gam­alt fólk. Það kann mjög vel að meta það.“

MYND/ERNIR

,,Það er mjög gef­andi að geta orð­ið öðru fólki að liði,“seg­ir Ág­úst Ó. Georgs­son síma­vin­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.