Veit­ir flótta­mönn­um stuðn­ing

Inga Lára Ás­geirs­dótt­ir er stuðn­ings­að­ili fyr­ir fjöl­skyldu flótta­manna sem kom til Ís­lands frá Írak í boði ís­lenskra stjórn­valda. Hún seg­ir starf­ið skemmti­legt og gef­andi, en að það geti ver­ið erfitt.

Fréttablaðið - FOLK - - HJÁLPIN FRÉTTABLAÐ RAUÐA KROSSINS -

Inga Lára Ás­geirs­dótt­ir er af­ar öfl­ug­ur sjálf­boða­liði sem hef­ur starf­að sem stuðn­ings­að­ili fyr­ir fjöl­skyldu kvóta­flótta­fólks frá Írak sem kom til Reyð­ar­fjarð­ar í boði ís­lenskra stjórn­valda. Hún seg­ir að starf­ið sé virki­lega gef­andi, en það geti líka tek­ið á, því menn­ing­armun­ur­inn sé mik­ill og fólk­ið hafi geng­ið í gegn­um erf­iða lífs­reynslu sem setji mark sitt á það.

„Í fe­brú­ar aug­lýsti Rauðakross­deild­in hér á Reyð­ar­firði eft­ir sjálf­boða­lið­um til að stand­setja íbúð­ir fyr­ir fólk­ið,“seg­ir Inga. „Ég ákvað að taka þátt í því þar sem ég er vön að starfa sem sjálf­boða­liði og mér finnst það gefa manni mik­ið að gefa af sér út í sam­fé­lag­ið.

Um pásk­ana ákvað ég svo að ganga lengra og ger­ast stuðn­ings­að­ili. Ég sinni fyrst og fremst fé­lags­leg­um stuðn­ingi, skutla þeim í ým­is er­indi, fer í heim­sókn­ir og hjálpa þeim að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi,“seg­ir Inga. „Þau hafa líka ver­ið voða­lega dug­leg að bjóða mér í mat og leyfa mér að smakka mat­inn frá heima­land­inu, þannig að ég hitti þau tölu­vert oft.

Mér finnst þetta rosa­lega skemmti­legt og ég laeri ótrú­lega mik­ið af þeim. Það skemmti­leg­asta við þetta er að kynn­ast nýju fólki og nýrri menn­ingu og að láta gott af sér leiða, en mér finnst mik­ilvaegt að vita að mað­ur sé að gera gott fyr­ir aðra,“seg­ir Inga. „Börn­in eru líka rosa­lega skemmti­leg og að upp­lagi er öll fjöl­skyld­an af­skap­lega kát og þakk­lát.

En auð­vit­að get­ur þetta líka tek­ið á og mað­ur þarf að passa sig að taka ekki of mik­ið inn á sig,“seg­ir Inga. „Eðli­lega fara þau í gegn­um mikl­ar sveifl­ur, því þau hafa geng­ið í gegn­um mik­ið og fólk­ið þeirra er úti um all­an heim, baeði sem flótta­fólk og við mis­góð­ar að­sta­eð­ur í Írak. Svo eru það mik­il við­brigði að koma til Ís­lands, það er allt öðru­vísi hér.

Það geta ver­ið tungu­mála­örð­ug­leik­ar og auð­vit­að er erfitt að horfa upp á fólk sem líð­ur illa, en mað­ur þarf að muna að leyfa fag­að­il­um að sjá um ákveðna hluti,“seg­ir Inga. „Mað­ur þarf að passa sig að fara ekki að reyna að leysa öll vanda­mál­in, mað­ur á bara að hjálpa og veita stuðn­ing.

Þetta geng­ur vel, en það er eðli­legt í þess­um að­sta­eð­um að þetta sé miserfitt. Þess vegna skipt­ir máli að veita svona fé­lags­leg­an stuðn­ing,“seg­ir Inga. „Krakk­arn­ir eru í skóla, þar sem þau laera ís­lensku hratt, en þau eldri þurfa að laera meiri ís­lensku og aefa sig meira til að hafa fleiri starfsta­ekifa­eri. En heilt yf­ir finnst mér þeim ganga vel og þau vera ána­egð.“

Inga Lára er hér með ír­öksku fjöl­skyld­unni sem kom til Reyð­ar­fjarð­ar frá Írak. Hún seg­ist hafa laert ótrú­lega mik­ið af þess­ari líf­legu fjöl­skyldu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.