Jákvaeð snert­ing get­ur skipt sköp­um fyr­ir heils­una

Snert­ing, faðmlög og koss­ar frá þeim sem okk­ur þyk­ir vaent um og treyst­um get­ur ver­ið með því holl­asta sem völ er á. Fyr­ir því eru fjöl­marg­ar ásta­eð­ur, flest­ar líf­fra­eði­leg­ar sem eiga sér raet­ur djúpt í þró­un­ar­sögu manns­ins.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir

Þeg­ar við snert­um, föðm­um eða kyss­um vin eða ást­vin er snert­ing­in hlað­in merk­ingu. Við leit­um að vaent­umþykju, tengsl­um eða er­um að láta í ljós ein­hverja þörf. Ólík­ir menn­ing­ar­heim­ar hafa ólík­ar að­ferð­ir til að tjá blíðu eða virð­ingu en sum­ir telja að á Vest­ur­lönd­um höf­um við sett snert­ingu inn í svo þröng­an ramma að það sé að verða okk­ur fjöt­ur um fót, að fólk þjá­ist í raun af snert­ing­ar­leysi og þang­að megi með­al ann­ars rekja tíðni of­beld­is sem fel­ur í sér óvel­komna snert­ingu. Lík­am­leg snert­ing er auð­vit­að ekki alltaf vel­kom­in eða við­eig­andi og þeg­ar ókunn­ugt fólk á hlut get­ur hún ver­ið of­beldi.

Ný­leg finnsk rann­sókn leiddi í ljós að hvort snert­ing hef­ur jákvaeð eða neikvaeð áhrif er al­far­ið háð sam­hengi og snert­ing leiði ekki alltaf til jákvaeðra til­finn­inga. En rann­sókn­ir sýna líka að snert­ing er gríð­ar­lega mik­ilvaeg fyr­ir mann­kyn­ið þeg­ar kem­ur að því að deila til­finn­ing­um og við­halda sam­bönd­um, baeði róm­an­tísk­um og fé­lags­leg­um.

Fra­eg­ar rann­sókn­ir hafa sýnt að börn sem vaxa úr grasi án snert­ing­ar sem ber í sér vaent­umþykju eiga oft við þroska­vanda að etja og eiga erfitt með að fóta sig fé­lags­lega. Að snerta og vera snert hef­ur áhrif á þau svaeði í heil­an­um sem stjórna því hvernig við hugs­um, bregð­umst við og hvernig okk­ur líð­ur. Ein rann­sókn sýn­ir til daem­is að snert­ing með vaent­umþykju virkj­ar fram­heil­ann sem hef­ur með nám og ákvarð­ana­töku að gera auk þeirra áhrifa sem hún hef­ur á til­finn­inga­þroska og fé­lags­lega hegð­un.

Snert­ing get­ur líka ver­ið ró­andi og vak­ið ör­yggi hjá fólki sem er und­ir álagi þar sem hún send­ir skila­boð um stuðn­ing og sam­kennd. Sa­ensk rann­sókn frá í fyrra stað­fest­ir þau alda­gömlu sann­indi að það að faðma og strjúka börn­um sem líð­ur illa ró­ar þau og skap­ar ör­yggi og vellíð­an.

Í þessu sam­hengi hef­ur umra­eða far­ið af stað um snert­ingu í sálfra­eði­með­ferð og hvort mögu­lega jákvaeð­ar af­leið­ing­ar snert­ing­ar trompi mögu­leg­ar sið­fra­eði­leg­ar spurn­ing­ar.

Stað­reynd­in er sú að við sa­ekj­um í að faðma þá sem okk­ur þyk­ir vaent um ein­mitt vegna þess að við fá­um þar stað­fest­ingu á hugg­un og vaent­umþykju. Rann­sókn­ir hafa sýnt að kon­ur sem nota lík­am­lega snert­ingu til að styðja maka sína sýna meiri virkni á heila­svaeð­um sem hafa með verð­laun að gera og þannig get­ur það að faðma ein­hvern sem líð­ur illa ver­ið gott fyr­ir baeði þann sem er faðmað­ur og þann sem faðm­ar þar sem báð­ir að­il­ar auka þannig góð­ar til­finn­ing­ar og styrkja tengsl­in. Hol­lensk­ar rann­sókn­ir sýna að faðm­lag frá þeim sem okk­ur þyk­ir vaent um get­ur létt á til­vist­ar­kreppu og fjar­la­egt sjálfs­efa­semd­ir. Sömu rann­sókn­ir gefa til kynna að það að snerta gaelu­dýr og jafn­vel bangsa get­ur haft svip­uð áhrif sem sýn­ir hvað snert­ing er ótrú­lega mik­ilvaeg mann­ver­um þar sem jafn­vel eitt­hvað sem lík­ir eft­ir snert­ingu við aðra mann­eskju get­ur stillt til­vist­ar­kreppu í hóf. Enn aðr­ar rann­sókn­ir sýna að óyrt vaent­umþykja eins og að faðm­ast eða kyss­ast get­ur dreg­ið úr streitu og þeim skaða sem hún veld­ur. Þá hef­ur það sýnt sig að jákvaeð lík­am­leg snert­ing get­ur dreg­ið úr haettu á sýk­ingu í önd­un­ar­fa­er­um og þeir sem fá samt kvef og eru faðm­að­ir með kvef­ið eru fljót­ari að ná sér.

Ástrík ástar­sam­bönd þar sem mik­ið er um snert­ingu hafa einnig jákvaeð áhrif á heilsu­far. Þannig eru kon­ur í þannig sam­bönd­um með laegri blóð­þrýst­ing og púls. Þá má benda á að tungu­koss­ar geta virk­að eins og bólu­setn­ing þar sem átta­tíu millj­ón bakt­erí­ur geta far­ið á milli í tíu sek­úndna kossi sem gefa lík­am­an­um taekifa­eri til að mynda mót­efni. Tilraun­ir hafa einnig sýnt að tungu­koss­ar eru þró­un­ar­fra­eði­lega mik­ilvaeg­ir þeg­ar kem­ur að því að velja sér maka, einkum fyr­ir kon­ur, þar sem í munn­vatni er að finna efna­fra­eði­blöndu sem gef­ur til kynna hvernig fólk pass­ar sam­an til af­kvaema­gerð­ar.

Snert­ing er líka verkj­astill­andi, jafn­vel bara það að hald­ast í hend­ur get­ur minnk­að verki sýn­ir rann­sókn frá 2017.

Það er því ljóst að snert­ing hef­ur meiri áhrif á heila okk­ar, lík­ama og líð­an en okk­ur gaeti ór­að fyr­ir sem er mik­ilvaegt að hafa í huga. Eitt faðm­lag get­ur dimmu í dags­ljós breytt, og skynj­un okk­ar og annarra á ver­öld­inni til hins betra.

Snert­ing og sér­stak­lega faðmlög og knús stuðla að vellíð­an og baettri heilsu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.