Þef­ar uppi not­að­an fatn­að

Ein­ar Indra kýs að ganga í not­uð­um föt­um enda finnst hon­um fólk kaupa yf­ir­höf­uð allt of mik­ið af drasli. Uppá­halds­flík­in hans er peysa sem hann keypti í Lissa­bon fyrr á þessu ári.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - St­arri Freyr Jóns­son

Tón­list­ar­mað­ur­inn Ein­ar Indra hef­ur lengi ver­ið hrif­inn af versl­un­um sem selja not­að­an fatn­að. Hann hef­ur leng­ið keypt not­uð föt í Spúútnik hér á landi og seg­ist þefa uppi sam­ba­eri­leg­ar versl­an­ir á ferða­lög­um er­lend­is. „Ég hef ekki gam­an af því að fara í fata­versl­an­ir og er um leið ekk­ert sér­stak­lega hrif­inn af því að kaupa mik­ið af föt­um. Frek­ar kýs ég að kaupa not­uð föt en mér finnst fólk kaupa yf­ir­höf­uð allt of mik­ið af drasli sem er stórt vanda­mál í heim­in­um í dag. Þó er ég mjög hrif­inn af hönn­un og til að mynda er ís­lenska merk­ið Aft­ur snilld því það sam­ein­ar end­ur­nýt­ingu og töff hönn­un. Ann­ars er ég mest hrif­inn af föt­um sem verða eins og ann­að skinn á manni. Þá þarf ég ekki að spá í það hverju ég kla­eðist þeg­ar ég fer úr húsi.“

Spil­ar á Airwaves

Ein­ar kem­ur fram á Airwaves í naesta mán­uði og seg­ist hlakka mik­ið til. „Ég hef áð­ur öðl­ast þann heið­ur að spila á þess­ari ynd­is­legu há­tíð og í ár mun ég bjóða upp á nýtt efni að mestu leyti. Há­tíð­in virð­ist vera í breyt­ing­ar­ferli og ég er spennt­ur að sjá hvernig til tekst.“

Hann byrj­aði ung­ur að semja tónlist og seg­ist hafa ver­ið lít­ill snáði þeg­ar hann samdi vals á pí­anó. Verk­ið hét Bolta­vals þar sem hann var að aefa fót­bolta á þeim tíma. „Vals­inn þró­að­ist út í áhuga á Ap­hex Tw­in þeg­ar ég var í mennta­skóla, um það leyti sem lag­ið Come to daddy var í spil­un. Þá byrj­aði ég að setja sam­an vís­ur og fikta í hinum og þess­um raf­hljóð­um. Tónlist mín er sam­bland af rafra­en­um og hliðra­en­um hljóð­um, skreytt­um með söng.“Hv­ar kaup­ir þú helst föt­in þín? Yfir­leitt kaupi ég föt­in mín er­lend­is.

Hvaða lit­ir eru helst í upp­á­haldi hjá þér?

Það eru svart­ur, hvít­ur, grár, dökk­blár og dökk­graenn.

Hvaða flík hef­ur þú átt lengst og not­ar enn þá?

Það er jakki sem ég keypti þeg­ar ég fór í ferða­lag eft­ir út­skrift úr mennta­skóla. Ég fór með­al ann­ars til Dan­merk­ur á Hró­arskeldu­há­tíð­ina og keypti hann þar í „second hand“herfata­búð. Jakk­inn er enn í notk­un 18 ár­um síð­ar en reynd­ar er ég bú­inn að lita hann gra­en­an síð­an.

Hver er uppá­halds­flík­in þín?

Það er peysa sem ég keypti í Lissa­bon í apríl en þar var ég á ferða­lagi með fjöl­skyld­unni. Þar fund­um við frá­ba­era búð sem sel­ur not­uð föt og þar fann ég peys­una. Dag­inn eft­ir var öll­um kort­um og pen­ing­um stol­ið af okk­ur og við sát­um uppi með ekk­ert en við átt­um eft­ir að dvelja í mán­uð í borg­inni. Ég fékk þó að skila hjóla­skaut­um sem ég keypti í þess­ari búð og fékk pen­ing til að lifa af dag­inn. Peys­una vildi hún hins veg­ar ekki aft­ur.

Bestu og verstu fata­kaup­in? Verstu fata­kaup­in voru þeg­ar ég var narr­að­ur í að kaupa bleika skyrtu og hör­bux­ur fyr­ir brúð­kaup bróð­ur míns á Ítal­íu. Ég fae enn hroll þeg­ar ég horfi á mynd­irn­ar. Bestu kaup­in eru senni­lega sólgler­augu sem ég keypti í kvenna­deild­inni í ein­hverri búð í Póllandi fyr­ir tveim­ur ár­um. Þetta eru Dana Buchm­an gler­augu sem eru mjög góð og ég er ekki enn bú­inn að týna þeim, sem er mjög óvana­legt.

MYND/EYÞÓR

Uppá­halds­flík Ein­ars Indra tón­list­ar­manns er peysa sem hann keypti í Lissa­bon á þessu ári þeg­ar hann var á ferða­lagi með fjöl­skyld­unni. Hún var keypt í versl­un sem sel­ur not­uð föt.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.