Skokk­uðu 24 km í skól­ann

Vin­irn­ir Þor­steinn Ragn­ar Guðna­son og Odd­ur Helgi Ólafs­son skor­uðu á sjálfa sig í haust og hlupu frá heim­ili Þor­steins í Aust­urL­and­eyj­um, 24,5 km leið í skól­ann sinn, Hvols­skóla á Hvols­velli. Þeir létu ekki aus­andi rign­ingu á sig fá.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Sól­veig Gísla­dótt­ir

Tí­undu­bekk­ing­arn­ir Þor­steinn og Odd­ur hafa ver­ið vin­ir frá því Odd­ur flutti frá Hellu á Hvolsvöll í fimmta bekk. Þor­steinn bjó þá í sveit, á Guðna­stöð­um í Aust­ur-Land­eyj­um, en flutti reynd­ar á Hvolsvöll núna í haust. „Við vor­um bún­ir að vera að hugsa um það síð­an í sjö­unda bekk hvort við gaet­um ekki hlaup­ið í skól­ann ein­hvern dag­inn. Svo ákváð­um við loks­ins að láta verða af því núna áð­ur en Þor­steinn flutti upp á Hvolsvöll,“seg­ir Odd­ur en baet­ir við að upp­haf­lega hafi hug­mynd­inni ver­ið kast­að fram í gríni. „En þeg­ar fólk fór að segja að við gaet­um þetta aldrei, fór okk­ur virki­lega að langa að ná þessu.“

Hvernig leist for­eldr­um þeirra á hug­mynd­ina?

„Þeg­ar við vor­um að plana þetta í sjö­unda bekk voru þau að segja að það vaeri haettu­legt að hlaupa á þjóð­veg­in­um. En svo núna þeg­ar við ákváð­um að hlaupa þá sögðu þau bara allt í lagi,“seg­ir Þor­steinn.

Verk­efn­ið frest­að­ist af ýms­um ásta­eð­um. „Einu sinni vor­um við bún­ir að ákveða að hlaupa á mánu­degi en svo togn­aði ég í tíu kíló­metra hlaupi í skól­an­um vik­una áð­ur. Þá var gert grín að því að við hefð­um ekki hlaup­ið. En svo hlup­um við bara helg­ina á eft­ir.“

Mánu­dag­ur­inn 24. sept­em­ber varð fyr­ir val­inu. Þeir voru ákveðn­ir í að hlaupa á mánu­degi þar sem fyrsti tím­inn í skól­an­um er sund og því sáu þeir fyr­ir sér að geta hlýj­að sér vel í heita pott­in­um. Á sunnu­deg­in­um var veð­ur­spá­in skoð­uð og ljóst að ekki yrði blíð­viðr­inu fyr­ir að fara. Þeir ákváðu þó að láta slag standa og vökn­uðu sjálf­ir við vekj­ara­klukku klukk­an kort­er yf­ir fjög­ur.

„Fyrst átti Odd­ur reynd­ar ekki að kom­ast en svo um kvöld­ið hringdi hann og sagði að hann kaem­ist. Þá fór­um við af stað seint og sett­um vatns­flösk­ur út í kant á fimm kíló­metra fresti og fór­um svo að sofa um miðna­etti,“lýs­ir Þor­steinn.

Þeg­ar þeir vin­ir vökn­uðu í bít­ið um morg­un­inn buldi rign­ing­in á hús­inu. Þeir kla­eddu sig í striga­skó, jogg­ing­bux­ur, inn­anund­ir­bol, peysu og vindjakka, og voru í neon­lit­um vest­um til að sjást sem best. Síð­an héldu þeir keik­ir af stað. „Það var mjög vont veð­ur og við vor­um orðn­ir svo blaut­ir á leið­inni að þeg­ar við kom­um að polli þá hlup­um við bara í hann.“

For­eldr­ar strákanna komu öðru hvoru að kíkja á þá með­an þeir hlupu upp í gegn­um sveit­ina, en fylgdu þeim svo á bíl alla leið á þjóð­veg­in­um.

Þeir hlupu alla leið­ina en stopp­uðu nokkr­um sinn­um til að fá sér að drekka. Þeir voru um þrjá tíma og 33 mín­út­ur að hlaupa þessa 24,5 kíló­metra. Rign­ing­in var í bak­ið mest­an tíma og trufl­aði þá ekki nema í drykkjarpás­un­um sem urðu held­ur hrá­slaga­leg­ar.

En var gam­an?

„Já, þetta var geð­veikt. Fyrstu 14 kíló­metr­arn­ir voru sjúk­lega auð- veld­ir og við vor­um bara að spjalla. Þeg­ar við kom­um upp á þjóð­veg­inn breytt­ist það. Síð­ustu 10 kíló­metr­arn­ir tóku svo lang­an tíma, það var ekki eðli­legt. Síð­ustu fimm kíló­metr­ana voru faet­urn­ir al­veg blýþung­ir,“lýs­ir Odd­ur. „Þeg­ar við kom­um í skól­ann vor­um við rosa þreytt­ir, en samt svo fersk­ir.“

Þeir voru fegn­ir því að geta skellt sér í sund við kom­una í skól­ann og stungu sér í heita pott­inn til að hlýja sér. For­eldr­ar þeirra höfðu kom­ið með þurr föt.

Þeir vilja ekki við­ur­kenna að hafa ver­ið mjög þreytt­ir í skól­an­um.

„Við fór­um í alla tíma. Svo fór ég á aef­ingu í taekwondo og Odd­ur á sönga­ef­ingu. Svo fór­um við bara að sofa um hálf ell­efu eins og venju­lega.“

Er aetl­un­in að gera eitt­hvað þessu líkt aft­ur?

„Já, bara ekki strax,“seg­ir Odd­ur og hla­er. „Okk­ur lang­ar að labba Lauga­veg­inn ein­hvern tíma. Svo er­um við alltaf að leita okk­ur að nýj­um áskor­un­um, og lang­ar til daem­is að tjalda ein­hvers stað­ar í vondu veðri í vet­ur,“seg­ir Þor­steinn.

Tí­undu bekk­ing­arn­ir Odd­ur Helgi og Þor­steinn Ragn­ar eru bestu vin­ir.

Veðr­ið var vaeg­ast sagt vont og strák­arn­ir orðn­ir hold­vot­ir á hlaup­un­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.