Heiðra minn­ingu Ettu Ja­mes

Þrír ung­ir söngv­ar­ar hafa tek­ið sig sam­an og aetla að flytja lög Ettu Ja­mes í Hard Rock á fimmtu­dag. Tón­leik­ana halda þau til heið­urs söng­kon­unni en öll hafa mikl­ar maet­ur á þess­ari flottu söng­konu.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Elín Al­berts­dótt­ir

Það var Re­bekka Blön­dal sem átti hug­mynd­ina að tón­leik­un­um. Hún seg­ist vilja halda minn­ingu Ettu Ja­mes á lofti en söng­kon­an hefði orð­ið áttra­eð 25. janú­ar á þessu ári en hún féll frá ár­ið 2012 eft­ir erf­iða bar­áttu við hvít­bla­eði. Etta gerði mörg vinsa­el lög á ferli sín­um en fra­eg­ust eru lík­lega I’d rat­her go blind, The Wall­flower, At last, Tell mama og Somet­hing’s got a hold on me.

Etta Ja­mes var á yngri ár­um langt leidd í heróín­fíkn. Eft­ir með­ferð kom hún til baka og sendi frá sér plöt­una Seven Ye­ar Itch ár­ið 1980. Ár­ið 1988, þá fimm­tug, fór hún aft­ur í með­ferð, í það skipt­ið á Betty Ford Center í Kali­forn­íu. Etta hlaut sex Grammy verð­laun á ferli sín­um ásamt mörg­um öðr­um við­ur­kenn­ing­um. Etta var marg­verð­laun­uð fyr­ir blús-, rokk- og ryþma­blús­tónlist.

Re­bekka seg­ir ásta­eðu til að halda nafni Ettu Ja­mes á lofti og flytja tónlist henn­ar. Með henni á tón­leik­un­um verða Dag­ur Sig­urðs­son og Ka­ritas Harpa Davíðs­dótt­ir. Marg­ir muna eft­ir Ka­ritas Hörpu úr Voice-þátt­un­um en hún bar sig­ur úr být­um í ann­arri þáttar­öð. Dag­ur vakti hins veg­ar verð­skuld­aða at­hygli þeg­ar hann tók þátt í undan­keppni Eurovisi­on fyrr á þessu ári. Re­bekka tók sjálf þátt í Voice ár­ið 2015 svo öll hafa þau kom­ið fram í alls kyns keppni í sjón­varpi. Með þeim verð­ur hljóm­sveit­in Ett­an en hana skipa Arn­ar Jóns­son, Al­bert Sölvi Ósk­ars­son, Jón Ingi­mund­ar­son, Kristó­fer Hlíf­ar Gísla­son og Þór­dís Claessen.

„Mér finnst Etta oft verða útund­an í umra­eð­unni um fra­eg­ar söng­kon­ur. Hún var hins veg­ar mik­ill áhrifa­vald­ur í tónlist og er ein af upp­á­halds­söng­kon­um mín­um,“seg­ir Re­bekka. „Eft­ir að hún fór í með­ferð átti hún fal­leg­an fer­il. Etta samdi mörg lög sem urðu vinsa­el en skráði sig ekki endi­lega fyr­ir þeim. Til daem­is samdi hún lag­ið I’d rat­her go blind þeg­ar hún sat í fang­elsi en skráði það á þá­ver­andi kaer­asta. Hún átti ansi skraut­lega aevi en lög­in eru flott og hún flutti þau á mjög áhrifa­rík­an hátt,“seg­ir Re­bekka sem stefn­ir á að út­skrif­ast úr Tón­list­ar­skóla FÍH í vor.

Þa­er Ka­rítas Harpa hafa ekki sung­ið sam­an áð­ur. „Ég vissi að Ka­rítas hafði sung­ið lög eft­ir Ettu og lagði þessa hug­mynd fyr­ir hana. Dag­ur pass­ar einnig mjög vel fyr­ir þessa tónlist og naer Ettu frá­ba­er­lega. Við von­umst til að sjá sem flesta á Hard Rock, 25. októ­ber kl. 21. Ef áhugi er fyr­ir hendi lang­ar okk­ur að hafa fleiri slíka tón­leika. Við mun­um segja frá lífs­ferli Ettu á milli lag­anna og draga fram nokkra gullpunkta úr lífi henn­ar,“seg­ir Re­bekka.

Re­bekka og Ka­rítas Harpa hlakka til tón­leik­anna á fimmtu­dag­inn.MYND/EYÞÓR

Etta Ja­mes átti skraut­lega aevi en var marg­verð­laun­uð söng­kona.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.