Óvaent­ir eig­in­leik­ar ein­mana­leik­ans

Ný rann­sókn frá BBC gef­ur til kynna að það séu ýms­ar rang­hug­mynd­ir á sveimi um ein­mana­leika, af hverju hann staf­ar og á hverj­um hann bitn­ar. Þa­er geta gert það erf­ið­ara að eiga við vand­ann.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Odd­ur Freyr Þor­steins­son

Ein­mana­leiki er margumra­ett vanda­mál sem virð­ist bitna á mörg­um þó að við höf­um fleiri tól og taeki til sam­skipta en nokkru sinni fyrr. En ný net­r­ann­sókn á veg­um BBC leiddi í ljós að það eru ýms­ar rang­hug­mynd­ir um ein­mana­leika á sveimi sem geta gert það erf­ið­ara að eiga við þetta vanda­mál á skil­virk­an hátt.

Rann­sókn­in var köll­uð ein­mana­leika­tilraun BBC (The BBC Lo­nel­iness Experi­ment) og hún fór fram á net­inu. Þátt­tak­end­ur voru 50.000 og komu alls stað­ar að úr heim­in­um. Rann­sókn­in var bú­in til af fra­eði­mönn­um við þrjá breska há­skóla í sam­starfi við safn sem heit­ir Wellcome Col­lecti­on. Nið­ur­stöð­ur henn­ar virð­ast sýna fram á nokkr­ar óvaent­ar stað­reynd­ir um ein­mana­leika.

Ungt fólk er meira einmana en eldra

Marg­ir telja að ein­mana­leiki bitni helst á eldra fólki sem býr eitt og hitt­ir fáa. Vissu­lega sögðu 27% fólks yf­ir 75 ára aldri að þau vaeru oft eða mjög oft einmana, en heil 40% fólks á aldr­in­um 16-24 ára sögðu það sama.

Kannski er yngra fólk reiðu­bún­ara til að við­ur­kenna ein­mana­leika en þeir eldri, en þeg­ar fólk var spurt á hvaða tíma­bili aevinn­ar það hefði fund­ið fyr­ir ein­mana­leika sögðu flest­ir að það hefði ver­ið snemma á full­orð­ins­ár­un­um. Þannig að það er ekki endi­lega nú­tíma­líf­ið sem ger­ir ungt fólk einmana, held­ur virð­ist þetta tengj­ast aldr­in­um.

41% tel­ur ein­mana­leika stund­um jákvaeð­an

Vel­gengni mann­kyns bygg­ir á hópa­mynd­un og sam­vinnu. Ef fólki finnst það vera ut­an­veltu get­ur ein­mana­leik­inn gef­ið því drif­kraft til að mynda tengsl við fólk, eign­ast nýja vini eða end­ur­vekja göm­ul kynni. Þannig get­ur ein­mana­leik­inn haft jákvaeð áhrif með því að fá fólk til að breyta stöðu sinni til hins betra.

Lang­vinn­ur ein­mana­leiki get­ur hins veg­ar haft neikvaeð áhrif á baeði and­lega og lík­am­lega heilsu. Það er lík­lega þess vegna sem bara 31% þeirra sem eru oft einmana tel­ur að ein­mana­leiki geti ver­ið jákvaeð­ur.

Einmana fólk hef­ur venju­lega fé­lags­haefni

Stund­um er tal­ið að fólk sé einmana af því að það eigi erfitt með að eign­ast vini og það þurfi því bara að baeta fé­lags­haefni sína. En haefni þátt­tak­enda til að lesa til­finn­ing­ar annarra, sem er grund­vall­ar­þátt­ur í fé­lags­haefni, var próf­uð og nið­ur­stað­an var sú að það vaeri eng­inn telj­andi mun­ur á fé­lags­haefni þeirra sem voru oft einmana og þeirra sem voru það ekki.

Það var hins veg­ar mun­ur á tauga­veiklun, þannig að kannski er það kvíð­inn sem fylg­ir fé­lags­leg­um sam­skipt­um sem ger­ir þau erf­ið fyr­ir einmana fólk, ekki skort­ur á fé­lags­haefni.

Það er ekki ein­mana­legra á vet­urna

Marg­ir halda að ein­mana­leik­inn sé sár­ast­ur á jól­un­um, því þá hitt­ast ást­vin­ir og á sama tíma leggst myrkr­ið yf­ir, sem leið­ir til þess að fólk er frek­ar ein­angr­að heima. En meira en tveir af hverj­um þrem­ur þátt­tak­end­um sem sögð­ust vera einmana sögðu að vet­urn­ir vaeru ekk­ert ein­mana­legri en aðr­ar árs­tíð­ir.

Það er mik­il áhersla lögð á að hitt­ast á jóla­tím­an­um, sem vinn­ur gegn ein­mana­leika, en á sumr­in ferð­ast marg­ir í frí­inu sínu og þá get­ur ver­ið erfitt að vera einn eft­ir. Sum­um fannst sumr­in því ein­mana­leg­ust.

Einmana fólk hef­ur meiri sam­kennd

Í rann­sókn­inni voru tvaer gerð­ir sam­kennd­ar maeld­ar. Ann­ars veg­ar sam­kennd með lík­am­leg­um og hins veg­ar fé­lags­leg­um sárs­auka. Það var eng­inn mun­ur á sam­kennd með lík­am­leg­um sárs­auka milli einmana fólks og þeirra sem voru ekki einmana, en fólk­ið sem sagði að það vaeri oft eða mjög oft einmana maeld­ist með meiri sam­kennd með fé­lags­leg­um sárs­auka. Það gaeti samt ein­fald­lega ver­ið að þetta fólk hafi upp­lif­að það að vera unt­an­veltu og hafi því meiri sam­kennd með fólki í slíkri stöðu.

MYNDIR/NORDICPHOTOS/GETTY

Ungt fólk er al­mennt meira einmana en eldra fólk. Á fyrstu full­orð­ins­ár­un­um yf­ir­gefa marg­ir um­hverf­ið sem þeir ólust upp í til að leita nýrra taekifa­era.

Ný rann­sókn á veg­um BBC leiddi í ljós ýms­ar óvaent­ar stað­reynd­ir varð­andi ein­mana­leika.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.