Hrif­inn af fram­tíð­ar­flík­um

Fata­skáp­ur Ein­ars Stef­áns­son­ar úr Vök er mik­ið bland í poka þeg­ar kem­ur að vörumerkj­um en hon­um finnst gam­an að blanda sam­an ólík­um flík­um.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - St­arri Freyr Jóns­son

Ár­ið hef­ur ver­ið ansi við­burða­ríkt hjá tón­list­ar­mann­in­um Ein­ari Hrafni Stef­áns­syni en hljóm­sveit hans Vök hef­ur túr­að mik­ið um Evr­ópu við ansi öfga­kennd­ar að­sta­eð­ur. „Ár­ið byrj­aði á taepu tveggja mán­aða tón­leika­ferða­lagi um Evr­ópu á ein­um kald­asta vetri sem ég hef upp­lif­að. Stór­um hluta sum­ars­ins eydd­um við svo í hljóð­veri í London án loft­ka­el­ing­ar í einni mestu hita­bylgju í sögu Bret­lands­eyja. Ansi öfga­fullt ár hing­að til svona þeg­ar mað­ur spá­ir í því. Við er­um ný­lega bú­in að gefa út tvö lög af kom­andi breið­skífu og mun­um gefa út nokk­ur í við­bót í að­drag­anda út­gáfu plöt­unn­ar en hún á að koma út fyrri part árs 2019.“

Hrif­inn af svörtu

Ein­ar lýs­ir fata­stíl sín­um þannig að hann sé ein­fald­ur en um leið sam­kvaem­ur sjálf­um sér. „Ég vann í nokk­ur ár sem „freel­ance“hljóð­ta­ekni­mað­ur og ein­kenn­is­bún­ing­ur rót­ar­ans er svart, svart, svart. Því á ég á mik­ið af dökk­um föt­um sem er mjög ein­falt að kla­eð­ast. Svört föt eru baeði grenn­andi (gott fyr­ir pabbakropp­inn) og líta nán­ast alltaf út fyr­ir að vera nýþveg­in. Mað­ur þarf ekk­ert að spá í kaffislett­um eða slíku. Svart pass­ar við allt og mað­ur get­ur sett all­ar svart­ar flík­ur í sömu þvotta­vél.“

Sá ein­stak­ling­ur sem hef­ur haft mest áhrif á fatasmekk hans er nán­asti vin­ur hans og sam­starfs­mað­ur, Klem­ens Hannig­an, en kla­eð­a­burð­ur hans er yf­ir­leitt óað­finn­an­leg­ur seg­ir Ein­ar. „Fyrr­ver­andi hljóm­sveit­ar­fé­lagi og nú­ver­andi mark­aðs­stjóri Húrra Reykja­vík, Ólaf­ur Al­ex­and­er, hef­ur líka haft sín áhrif en hann hef­ur ver­ið dug­leg­ur að hvetja mig til að kaupa „fram­tíð­ar­flík­ur“, s.s. föt sem mað­ur mun nota mik­ið og lengi.“

Hvernig hef­ur tísku­áhugi þinn þró­ast?

Ég vil trúa því að hann sé að þrosk­ast og þró­ast á jákvaeð­an veg. Í dag fjár­festi ég miklu meira í gaeð­aflík­um held­ur en áð­ur fyrr og vel mér föt vand­lega. Ég kaupi yf­ir­leitt bara flík ef ég er hand­viss að ég muni vera í henni og hún verði að fram­tíð­ar­flík í fata­skápn­um. Hv­ar kaup­ir þú helst föt­in þín?

Ég kaupi stund­um föt þeg­ar ég er á tón­leika­ferða­lög­um, þá sjald­an sem mað­ur faer frí­dag. Heima hef ég stund­um far­ið í Húrra Reykja­vík og herrafata­búð­in hans Jör­m­und­ar í kjall­ar­an­um á Lauga­vegi 25 klikk­ar líka seint. Jör­m­und­ur er al­gjör klassi af manni og ef það er í raun­inni ein­hver sem mað­ur aetti að taka til fyr­ir­mynd­ar hvað varð­ar tísku þá er það hann. Mað­ur fer sjaldn­ast tóm­hent­ur út það­an. Hvaða lit­ir eru í upp­á­haldi?

Eins klisju­kennt og það hljóm­ar er svart í al­gjöru upp­á­haldi. Það er tíma­laus lit­ur og helst alltaf í tísku.

Áttu minn­ing­ar um göm­ul tísku­slys?

Á tíma­bili í 10. bekk stund­aði ég til­rauna­starf­semi með mjög lit­rík­an fatasmekk. Ég átti það til að blanda sam­an t.d. rauð­um bux­um við fjólu­bláa peysu og ljós­bláa húfu. Það voru til mynd­ir en ég er bú­inn að brenna þa­er.

Hvaða flík hef­ur þú átt lengst og not­ar enn þá?

Það er gamli svarti rúskinnsjakk­inn minn sem pass­ar við allt og hent­ar naest­um því öll­um árs­tíð­um. Það er mik­ið til­finn­inga­legt gildi í hon­um. Ég lét meira að segja taka hann í gegn hjá skósmiði í fyrra og núna er hann eins og nýr! Áttu þér upp­á­haldsversl­an­ir? Fata­skáp­ur­inn minn er frek­ar mik­ið bland í poka hvað varð­ar vörumerki og mér finnst gam­an að blanda sam­an ólík­um sam­setn­ing­um. Það er líka ein­stak­lega auð­velt þeg­ar mað­ur er að vinna með svona tak­mark­aða litap­all­ettu.

Það get­ur þó ver­ið gam­an að fara í Un­iqlo. Úr­val­ið þar er ein­falt og míníma­lískt sem ég fíla. Ég hef líka oft fund­ið að­eins meira „tren­dy“föt í Ur­ban Out­fitters.

Áttu þér upp­á­halds­flík?

Mér finnst erfitt að eiga eina upp­á­halds­flík því stór hluti af fata­skápn­um hef­ur til­finn­inga­legt gildi fyr­ir mér. Í augna­blik­inu er það lík­leg­ast skyrta frá vörumerk­inu Zplish sem ég fann í New York um dag­inn. Hún öskr­aði á mig í búð­inni. Hún smellpass­ar lík­ams­form­inu mínu sem er líka frek­ar sjald­gaeft. Skyrt­ur eiga það til að vera ermastutt­ar á mér.

Bestu og verstu fata­kaup?

Bestu var fóðr­að­ur Levi’s gallajakki sem ég fann á 5.000 kall í Rauða kross­in­um fyr­ir nokkr­um ár­um. Al­vöru fram­tíð­ar­flík. Verstu fata­kaup­in eru jakki sem ég fann á tón­leika­ferða­lagi í Hollandi ár­ið 2015. Þetta var svona pínu fleg­inn og fín­leg­ur jakki sem mér fannst aeðis­lega flott­ur í búð­inni og keypti án þess að hugsa. Þeg­ar ég kom svo heim fatt­aði ég í raun hversu fá­rán­leg­ur ég var í hon­um. Al­gjört lest­ar­slys.

Not­ar þú ein­hverja fylgi­hluti?

Ég er ekki mik­ið fyr­ir skart en ég á það til að nota úr­ið sem ég fékk frá belg­íska tísku­fyr­ir­ta­ek­inu Komono. Vök var í sam­starfi með þeim fyr­ir haustlín­una í fyrra. Veg­an Dr. Marten­arn­ir mín­ir maettu líka telj­ast sem fylgi­hlut­ur þar sem þeir eru miklu meira en bara skór. Þetta eru óþa­egi­leg­ustu skór sem ég hef á aevinni ver­ið í en þeir mega eiga það að þeir eru nán­ast alltaf eins og gla­ený­ir.

MYND­IR/ANTON BRINK

Bol­ur­inn er Ur­ban Out­fitters og skyrt­an frá Zplish. Bux­urn­ar koma frá Selected.

Hér kla­eðist Ein­ar rúllukraga­bol frá 66°Norð­ur, jakka frá Wood Wood og bux­um frá Li­bert­ine Li­bert­ine. Skórn­ir eru veg­an Dr. Martens.

Hér kla­eðist Ein­ar bux­um frá Li­bert­ine Li­bert­ine, rúllukraga­bol frá Sam­soe og peysu frá Asos.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.