Líð­ur vel í sál­inni í lopa­peysu

Sveita­stúlk­an og lopa­hönn­uð­ur­inn Vé­dís Jóns­dótt­ir seg­ir ís­lensk­ar lopa­peys­ur um­vefja baeði lík­ama og sál. Hún fest­ist óvart í lop­an­um og er höf­und­ur margra feg­urstu lopa­peysa land­ans.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Þór­dís Lilja Gunn­ars­dótt­ir

Ég ólst upp í sveit og var síteikn­andi sem barn. Afi, sem var bóndi, skildi ekk­ert í því af hverju ég gaeti ekki teikn­að hund eða hest þeg­ar ég sat dag­ana langa við að teikna há­tískuskvís­ur í brjál­uð­um föt­um. Það fannst hon­um ein­kenni­leg ástríða hjá sveita­barni. Mig dreymdi um að verða list­mál­ari þeg­ar ég yrði stór en mála með ull­inni í stað­inn,“seg­ir Vé­dís sem er kon­an á bak við töfr­andi lita­dýrð ís­lensks lopa sem lend­ir á prjón­um ís­lenskra prjóna­kvenna í formi létt­lopa, plötu­lopa, Ála­fosslopa eða ein­bands.

„Sem sveita­stúlka kunni ég tök­in á ull­inni og ís­lensku sauð­kind­inni. Ég var auð­vit­að í sauð­burði og kann að rýja kind, en það voru amma og mamma sem kenndu mér að prjóna og sauma. Ég ólst því upp við að búa til föt heima og upp­götv­aði seinna mér til ána­egju að ég gat far­ið í skóla til að laera meira,“seg­ir Vé­dís sem lauk fjög­urra ára námi í fata­hönn­un við Dan­marks Design skól­ann í Kaup­manna­höfn.

„Þar laerði ég allt mögu­legt og með­al ann­ars prjóna- og lita­hönn­un. Eft­ir út­skrift bauðst mér svo starf hjá Ála­fossi heitn­um og fest­ist hálfpart­inn í lop­an­um,“seg­ir Vé­dís og hla­er.

Hún er ný­flutt heim til Ís­lands eft­ir níu ára bú­setu í New York og Róm.

„Þá vann ég „freel­ance“ fyr­ir Ístex og Ramma­gerð­ina að hönn­un á vaerð­ar­voð­um og lopa­peys­um. Ég hef líka hann­að fyr­ir ýmsa hand­verks­hópa, eins og Borg­ar­fjarðarpeys­urn­ar og skag­firsku hestapeys­urn­ar Und­ir blá­himni og Und­ir grá­himni. Ég er heill­uð af lita­dýrð nátt­úr­unn­ar og hef frá því í barnaesku brot­ið upp lands­lag í liti.“

Óvaent yrk­is­efni

Yrk­is­efni Vé­dís­ar í lop­an­um kem­ur úr ólík­um átt­um.

„Það geta ver­ið form í nátt­úr­unni eða fólk á gangi en líka tónlist eða bíó­mynd­ir. Til daem­is lag­ið Fönn, fönn, fönn með St­uð­mönn­um en þá snjó­aði líka svo fal­lega úti, og stund­um hlusta ég á sama lag­ið aft­ur og aft­ur, eða ákveðna plötu eða lista­mann. Þannig hlustaði ég á The Be­ast eft­ir Jó­hann Jó­hanns­son þeg­ar ég hann­aði nýju peys­una Leys­ing­ar og ein af mín­um vinsa­el­u­stu peys­um, Ridd­ar­inn, birt­ist mér þeg­ar ég horfði á samúra­eja­mynd þar sem ridd­ar­ar riðu yf­ir haeð með fána. Auð­vit­að er þetta lang­sótt en svona kem­ur þetta til mín. Líka úr frétt­um, eins og peys­an Órói sem varð til eft­ir að ég sá spreng­ing­una í gljúfr­inu vegna Kára­hnjúka­virkj­un­ar og hann­aði ramm­ís­lenskt munst­ur sem ég síð­an sprengdi á peys­una,“seg­ir Vé­dís sem þró­ar hug­mynd­ir sín­ar og prjón­ar marg­ar pruf­ur af mis­mun­andi lita­sam­setn­ing­um til að finna hvernig munstr­in liggja best og hvort í þeim sé hljóm­ur sem virk­ar.

„Ég hanna iðu­lega í grátón­um því það gef­ur gott jafn­vaegi en mörg af mín­um munstr­um ganga jafn vel í sauðalit­um og lit­rík­um sam­setn­ing­um.“

Í vik­unni kom út lopa­upp­skrifta­bók­in Lopi 38 sem Vé­dís vann fyr­ir Ístex, en það er fyrsta bók­in sem kem­ur út al­far­ið með hönn­un Vé­dís­ar í níu ár.

„Lopa­ba­ek­urn­ar er hugs­að­ar fyr­ir handa­vinnu­fólk þar sem hver og einn get­ur prjón­að sér flík eft­ir upp­skrift að eig­in vali. Um­hverf­is­vaenna verð­ur það ekki og fólk faer fal­lega og út­hugs­aða hönn­un sem all­ir aettu að hafa efni á, enda er verð á ís­lensku hand­prjóna­bandi hagsta­ett. Lita­úr­val­ið er líka gíf­ur­legt, baeði sauðalit­ir og lit­ir sem ég hef hann­að fyr­ir Ístex, mik­ið af sam­kembd­um lit­um þannig að úr verð­ur ómót­sta­eði­leg lita­dýrð ís­lenskr­ar nátt­úru.“

Lopa­peysa allra meina bót

Vé­dís seg­ir það nota­lega til­finn­ingu að sjá aðra kla­eð­ast flík­um sem hún hef­ur hann­að.

„Þa­er verða víða á vegi mín­um og mér finnst inda­elt að sjá fólk kla­eð­ast peys­un­um mín­um hvort sem það er í sjón­varpi eða á förn­um vegi. Þeg­ar við birt­um okk­ar fyrstu upp­skrift á net­inu, af lít­illi, renndri lopa­peysu, maetti ég svo mörg­um í henni á Menn­ing­arnótt að ég haetti að telja. Ég velk­ist ekki í vafa þeg­ar ég sé mína eig­in hönn­un, né þeg­ar aðr­ir hönn­uð­ir taka hana yf­ir í sín­ar flík­ur og setja sitt nafn við þar sem ég þekki vel mín munst­ur.“

Hún seg­ir ís­lensku ull­ina alltaf eiga við og vera sí­gild­an efni­við í tísku sam­tím­ans.

„Ís­lenska ull­in er ynd­is­leg, hlý, nota­leg og tempr­andi. Það er þetta sam­band af togi og þeli og hvað hún er létt sem ger­ir hana ein­staka. Við eig­um að halda í ís­lenska arf­inn og kla­eð­ast lopa við lífs­ins til­efni. Nú er í tísku að vera jafnt í þröngri lopa­peysu við víð­ar bux­ur eða stórri peysu við þröng­ar legg­ings, og allt þar á milli. Þá eru ull­ar­kjól­ar líka haest­móð­ins enda er kona í létt­um ull­ar­kjól und­urfín,“seg­ir Vé­dís sem sjálf kla­eðist lopa, jafnt í sveit og borg.

„Ég nota ullarflík­ur eft­ir mis­mun­andi stemn­ingu og nota jafnt sauðaliti sem og lit­rík­ari flík­ur.

Ull­in er það besta í ís­lensk­um vetr­arkulda og allt­umvefj­andi fyr­ir lík­ama og sál því manni líð­ur svo vel í sál­inni þeg­ar mað­ur fer í lopa­peysu. Hún að­lag­ast hita manns­lík­am­ans og sting­ur ekki því hár­in leggj­ast nið­ur naest lík­am­an­um.

Það þarf held­ur ekki að þvo lopa­peys­una held­ur er al­veg nóg að viðra hana,“seg­ir Vé­dís og hvet­ur sem flesta til að taka fram prjón­ana nú þeg­ar Vet­ur kon­ung­ur held­ur inn­reið sína.

„Það er svo huggu­legt að njóta þess að setj­ast nið­ur og prjóna. Nú er stór­auk­inn áhugi á ís­lenskri ull á Norð­ur­lönd­un­um, og ekki síst í Sví­þjóð sem kaup­ir mik­ið af ís­lensk­um lopa. Hr­ing­laga axl­ar­stykki ís­lenskra lopa­peysa þyk­ir töfr­andi og beina at­hygl­inni að and­liti þess sem kla­eðist þeim. Ís­lensk lopa­peysa er líka hlý yf­ir axl­ir og brjóst, ein­mitt þar sem manni á að vera hlýtt þeg­ar kulda­boli blaes, og al­gjör­lega frá­ba­er fyr­ir vöðva­bólg­una. Því er allra meina bót að eiga lopa­peysu og helst í mörg­um lita­út­fa­ersl­um líka,“seg­ir Vé­dís bros­mild.

MYND­IR/GUÐMUNDUR ÞÓR KÁRASON

Hér má sjá hluta af nýrri hönn­un Vé­dís­ar sem handa­vinnu­fólk get­ur prjón­að.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.