Hjól­að um loft­in blá

Jó­hann­es Árni Ólafs­son hef­ur und­an­far­ið laert hjóla­leið­sögn í Whist­ler Ad­vent­ure School í Kan­ada. Skól­inn er á einu besta fjalla­hjóla­svaeði heims sem Jó­hann­es hef­ur nýtt sér til fulls und­an­farna mán­uði.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Sól­veig Gísla­dótt­ir

Ég sá aug­lýs­ingu um þenn­an skóla, Whist­ler Ad­vent­ure School, á net­inu og leist rosa­lega vel á nám­ið sem snýst um að fá rétt­indi sem leið­sögu­mað­ur á hjóli,“seg­ir Jó­hann­es. Skól­inn er í Whist­ler í Brit­ish Col­umb­ia sem þyk­ir einn besti fjalla­hjólast­að­ur í heim­in­um. „Hér eru stór og flott fjöll allt um kring og hjóla­menn­ing­in á svaeð­inu mjög mik­il.“

Jó­hann­es hef­ur hjól­að frá unga aldri en byrj­aði að stunda fjalla­hjól­reið­ar af kappi ár­ið 2016 hér á Íslandi. Áhug­inn var það mik­ill að hann ákvað að taka naesta skref og halda ut­an. Hann hef­ur set­ið í hnakkn­um nán­ast dag­lega frá því hann kom til Kan­ada í mars en nám­ið fór mest­megn­is fram í sum­ar. „Nám­ið var sam­an­sett úr nokkr­um mis­mun­andi nám­skeið­um. Á einu var til daem­is kennd fjalla­hjóla­þjálf­un, á öðru fyrsta hjálp í óbyggð­um og á enn einu leið­sögn.“

Jó­hann­es seg­ist hafa laert ótrú­lega margt á þess­um tíma sín­um úti. „Ég er bú­inn að baeta mig al­veg rosa­lega mik­ið. Þetta svaeði þyk­ir frá­ba­ert og því sa­ekja hing­að allra bestu hjóla­menn­irn­ir. Mað­ur faer því taekifa­eri til að hjóla með þeim bestu, á bestu braut­um í heimi, og því auð­velt að baeta sig.“

Á Face­book-síðu Jó­hann­es­ar er að finna mynd­bönd sem hann hef­ur tek­ið með­an hann hjól­ar hratt eft­ir ein­stig­um nið­ur bratt­ar brekk­ur í skóg­lendi. Verð­ur hann ekk­ert hra­edd­ur? „Jú, jú, mað­ur verð­ur al­veg smeyk­ur en mað­ur reyn­ir bara að fara var­lega og nota hra­eðsl­una til að fara ekki fram úr sér,“svar­ar Jó­hann­es sem hef­ur slopp­ið við meiri­hátt­ar meiðsli. „Bara smá togn­an­ir, mar­blett­ir og skrám­ur, sem til­heyra þessu sporti,“seg­ir hann glett­inn en baet­ir við að vissu­lega sé þetta haettu­legt sport og auð­velt að slasa sig illa.

Síð­an Jó­hann­es kom út hef­ur hann aeft sig í að stökkva af pöll­um. „Á Íslandi eru pall­arn­ir mjög litl­ir mið­að við þá sem eru hér og því mik­il breyt­ing fyr­ir mig. Þetta er mjög skemmti­legt. Af staersta pall­in­um sem ég er að nota fer ég upp fjóra til fimm metra og áfram í kring­um tutt­ugu metra. Stund­um er lend­ing­ar­stað­ur­inn tölu­vert neð­ar en pall­ur­inn og þá get­ur mað­ur al­veg ver­ið tíu til fimmtán metra frá jörðu í haesta punkti,“lýs­ir hann. Hug­mynd­in hjá Jó­hann­esi var alltaf að fram­lengja dvöl sína í Kan­ada. Hann hef­ur nú skráð sig í há­skóla­nám í Kan­ada í janú­ar. „Ég er að fara að laera „tourism mana­gement“, eða stjórn­un í ferða­mennsku og rekst­ur fyr­ir­ta­ekja. Þetta teng­ist þannig hjóla­mennsk­unni bara óbeint,“seg­ir Jó­hann­es sem verð­ur naestu fjög­ur ár­in í Kan­ada en fram­tíð­in eft­ir það er óráð­in.

MYND/WILLIAM SMITH

Geim­ver­an ET kem­ur ósjálfrátt upp í hug­ann þeg­ar þessi mynd er skoð­uð.

Jó­hann­es Árni Ólafs­son stund­ar fjalla­hjól­reið­ar í Whist­ler í Brit­ish Col­umb­ia í Kan­ada. Hann stefn­ir á há­skóla­nám í stjórn­un í ferða­mennsku.

MYND/CLINT TRAHAN

Svaeð­ið í Whist­ler þyk­ir á heims­ma­eli­kvarða fyr­ir fjalla­hjól­reiða­fólk. Þang­að sa­ekja bestu hjóla­menn í heimi að sögn Jó­hann­es­ar.

MYND/PETRI MINIOTAS

Úr­val­ið af stökkpöll­um er mik­ið í Whist­ler.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.