Með tón­list­ina í blóð­inu

Unn­ur Birna Björns­dótt­ir tón­list­ar­kona leik­ur í Flótt­an­um frá Nótna­heim­um, spil­ar á Airwaves, vinn­ur að plötu og gef­ur villikött­um. Í des­em­ber syng­ur hún í jóla­tón­leikaröð­inni Jól­in til þín.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Sól­veig Gísla­dótt­ir

Tón­list­in er Unni í blóð bor­in. „Pabbi er Bassi í Glóru sem var í hljóm­sveit­inni Mán­um. Þau mamma voru alltaf í hljóm­sveit, spil­uðu úti um allt og við syst­urn­ar fylgd­um með. Ég svaf í hljóm­borð­stösk­um á aef­ing­um þeg­ar ég var lít­il,“seg­ir Unn­ur Birna glett­in en hún byrj­aði snemma að reyna sig við tón­list­ina. „Ég byrj­aði í kór Sna­e­lands­skóla hjá pabba þeg­ar ég var þriggja ára göm­ul. Fjög­urra ára byrj­aði ég að laera á pí­anó og fimm ára á fiðlu.“

Unn­ur ólst upp fyr­ir norð­an, á Laug­um í Suð­ur-Þing­eyj­ar­sýslu og á Akur­eyri. „Pabbi var skóla­stjóri í tón­list­ar­skól­an­um og það kom ein­hvern veg­inn aldrei neitt ann­að til greina en að verða tón­list­ar­kona.“Hún fór í tón­list­ar­skól­ann á Akur­eyri og laerði þar klass­íska tónlist en var alltaf að spila djass og popp með. „Mað­ur fékk al­veg að finna hjá kenn­ur­un­um að mað­ur vaeri ekki jafn merki­leg­ur og hinir sem spil­uðu bara klass­ík. En þetta við­horf er held ég dá­lít­ið að breyt­ast.“

Bak­dyra­meg­in inn í leik­hús­ið

Djass­inn stend­ur Unni naerri. Hún laerði djass­söng og fór í kenn­ara­deild­ina í FÍH en hún flutti í ba­einn ár­ið 2007 til að taka þátt í upp­fa­erslu á Jes­us Christ Su­per­st­ar. Unn­ur hef­ur ver­ið tölu­vert viðrið­in leik­list­ar­heim­inn þó hún sé sjálf ekki laerð í leik­list. Með­al sýn­inga sem hún hef­ur tek­ið þátt í má nefna Línu Lang­sokk, Buddy Holly og Jeppa á fjalli. Nýj­asta verk­efn­ið er sýn­ing­in Flótt­inn frá Nótna­heim­um eft­ir Ólaf Reyni Guð­munds­son í leik­stjórn Björg­vins Fr­anz Gísla­son­ar sem sýnd hef­ur ver­ið í Hörpu að und­an­förnu og öll­um börn­um í 3. bekk í Reykja­vík var boð­ið á. „Ólaf­ur skrif­ar verk­ið til að koma tón­fra­eð­inni til skila á skemmti­leg­an hátt.“

Spil­ar með Ian And­er­son

Unn­ur sem­ur öll sín lög á pí­anó og hef­ur síð­ustu sjö ár unn­ið að plötu sem nú er á loka­metr­un­um. „Plat­an er mik­ill bra­eð­ing­ur af djassi og poppi og er nokk­urs kon­ar mixtape af mínu lífi,“seg­ir hún en eng­inn ann­ar en Ian And­er­son úr Jet­hro Tull spil­ar með henni í einu lag­inu. „Ég kynnt­ist Ian ár­ið 2009 þeg­ar ég spil­aði með hon­um á tón­leik­um í Há­skóla­bíói. Við héld­um alltaf sam­bandi og ég hef per­form­að með hon­um nokkr­um sinn­um á Íslandi og í Frankfurt,“lýs­ir Unn­ur en hún lék með­al ann­ars kven­hlut­verk­ið í rokkóper­unni Jet­hro Tull sem ferð­ast hef­ur um heim­inn við góð­an orðstír. Unn­ur tek­ur óbein­an þátt í hverri sýn­ingu þar sem hún er á upp­töku.

Óþa­egi­leg en fynd­in þrá­hyggja

Með­an við raeð­um sam­an hring­ir leik­stjóri þátta sem ver­ið er að gera um áráttu­þrá­hyggju, en Unn­ur verð­ur við­ma­elandi. „Ég er svo glöð að geta tal­að um þetta því ég hef ver­ið í fel­um svo lengi,“seg­ir Unn­ur sem hef­ur haft rösk­un­ina frá unga aldri. „Mamma er með þetta líka þannig að ég hafði mik­inn skiln­ing heima­fyr­ir,“seg­ir hún og tek­ur daemi um nokkr­ar þrá­hyggj­ur. „Til daem­is þarf ég að signa alla, sem er mjög erfitt á sviði, sér­stak­lega þeg­ar fjöl­skyld­an er í saln­um. Þá signi ég fólk­ið mitt með tung­unni milli þess sem ég syng og spila. Ég þarf að bera hverja flík sem ég fer í upp að hök­unni og um tíma þurfti ég að skella bíl­hurð­inni þrisvar og signa alla mán­uði í öll­um daga­töl­um sem ég sá, sem get­ur ver­ið mjög tíma­frekt,“seg­ir hún og bros­ir, því þótt kvill­inn sé pirr­andi ger­ir hún sér grein fyr­ir að öðr­um þyki hann fynd­inn.

„Sjúk­leik­inn ligg­ur kannski helst í því að mað­ur leit­ar sér ekki hjálp­ar því manni finnst þessi hegð­un svo heimsku­leg og að mað­ur aetti bara að geta haett sjálf­ur,“seg­ir Unn­ur sem bend­ir á að þrá­hyggj­an gangi í bylgj­um. „Ég finn ekki mik­ið fyr­ir henni eft­ir að ég kynnt­ist kaer­ast­an­um mín­um, Sig­ur­geiri Skafta Flosa­syni. Kannski af því að mér líð­ur svo vel.“

Katta­kona í Hvera­gerði

Unn­ur Birna og Sig­ur­geir búa í Hvera­gerði. „Mamma og pabbi fluttu hing­að 2014 og við fylgd­um á eft­ir. Ég hefði aldrei trú­að hversu gott er að búa í Hvera­gerði. Hér er ekk­ert stress, all­ir svo opn­ir, fullt af veit­inga­stöð­um og fólk maet­ir þeg­ar eitt­hvað er um að vera. List­a­líf­ið er mik­ið enda búa hér marg­ir lista­menn,“seg­ir Unn­ur sem gerð­ist kór­stjóri og stjórn­ar söng­sveit Hvera­gerð­is. „Svo bý ég und­ir hamr­in­um og get ver­ið kom­in inn í skóg og upp á ham­ar á fimm mín­út­um.“Á eft­ir Unni trítla yf­ir­leitt kett­irn­ir henn­ar þrír. Hún lýs­ir sér sjálfri sem brjál­aðri katta­konu en hún er virk í sjálf­boða­lið­a­starfi Villikatta í baen­um.

Margt á döf­inni

Unn­ur Birna er lít­ið heima hjá sér fram að jól­um enda nóg um að vera. „Ég verð á Airwaves í naestu viku, baeði með Sól­stöf­um og Sycamore Tree. Ég spila með sin­fón­íu­hljóm­sveit Aust­ur­lands, á jóla­tón­leik­um á Hvols­velli og verð svo á ferð­inni um allt land í des­em­ber með Ei­ríki Hauks, Ra­kel Páls og Regínu Ósk á tón­leikaröð­inni Jól­in til þín.“

Við þetta baet­ast ým­is gigg en Unn­ur spil­ar reglu­lega með Birni Thorodd­sen gít­ar­leik­ara og Sig­ur­geiri kaer­ast­an­um sín­um. „Svo er ég í tríó­inu Far­fugl­ar með litlu syst­ur minni Dag­nýju Höllu Björns­dótt­ur og Ág­ústu Evu Er­lends­dótt­ur og svo mynd­um við syst­ir mín dú­ett­inn Bassa­da­et­ur.“

MYND/STEFÁN

Unn­ur Birna er lít­ið heima hjá sér fram að jól­um enda nóg um að vera. „Ég verð á Airwaves í naestu viku, baeði með Sól­stöf­um og Sycamore Tree. Ég spila með Sin­fón­íu­hljóm­sveit Aust­ur­lands, á jóla­tón­leik­um á Hvols­velli og verð svo á ferð­inni um allt land í des­em­ber með Ei­ríki Hauks, Ra­kel Páls og Regínu Ósk á tón­leikaröð­inni Jól­in til þín.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.