Rófi

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK -

Hver er helsti veik­leiki þinn þeg­ar kem­ur að tísku og út­liti?

Fal­leg­ir lit­ir og mynstur. Ég á lít­ið af lát­laus­um föt­um, sem er oft ekk­ert mjög praktískt – nema þeg­ar mað­ur sull­ar nið­ur á sig auð­vit­að. Það get­ur orð­ið flók­ið að raða sam­an í sóma­sam­leg­an og sjó­veik­i­laus­an alkla­eðn­að úr fata­skápn­um mín­um.

Not­ar þú fylgi­hluti?

Ég er löt við það. Háls­fest­ar og arm­bönd þvael­ast fyr­ir mér, sér­stak­lega þeg­ar ég er að spila á harm­ón­ík­una. En þá má reynd­ar hengja ým­is­legt í eyr­un og ég geri það óspart.

Áttu þér tísku­fyr­ir­mynd?

Nei, það á ég ekki. En ég hef oft sótt inn­blást­ur í þjóð­bún­inga, til daem­is Aust­ur-Evr­ópu og MiðA­m­er­íku.

Hvað er fram und­an?

Ég er að fara að halda tón­leika með hljóm­sveit­inni Mandó­lín á laug­ar­dags­kvöld­ið og hlakka mik­ið til. Við er­um sjö í band­inu og verð­um sum­sé með súpu­tón­leika í al­veg sér­stak­lega nota­leg­um sal tungu­mála­skól­ans Dósa­verk­smiðj­unn­ar í Borg­ar­túni 1. Þar spil­um við heims­tónlist; gyð­inga­lög, tangóa og þjóðlaga­tónlist og bjóð­um upp á heima­gerða súpu og brauð á und­an fyr­ir þá sem vilja. Þetta eru alltaf mjög skemmti­leg kvöld.

MYND/STEFÁN

Sig­ríð­ur Ásta sa­ek­ir í liti og mynstur og verð­ur ef­laust skraut­lega kla­edd á tón­leik­um Mandó­lín á laug­ar­dag.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.