Jóla­skreytt­ar

Jóla­hlað­borð­in og jóla­boð­in eru fram und­an og þá er gam­an að skarta fal­leg­um nögl­um sem vekja eft­ir­tekt.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Sig­ríð­ur Inga Sig­urð­ar­dótt­ir

Nú er að renna upp sá tími þar sem jóla­tón­leik­ar, jóla­hlað­borð og jóla­skemmt­an­ir eru alls ráð­andi og þá vilja flest­ir skarta sínu feg­ursta. Negl­urn­ar aettu ekki að vera þar und­an­skild­ar en mik­il prýði er að fal­leg­um, vel hirt­um nögl­um. Þetta er ein­mitt rétti tím­inn til að leika sér með naglalakk­ið og prófa sig áfram með liti og mynstur og skreyta negl­urn­ar á jóla­leg­an máta.

Byrj­að er á fjar­la­egja allt gam­alt naglalakk og þvo sér síð­an vel um hend­urn­ar. Gott er að byrja á að setja und­ir­lakk á negl­urn­ar og láta það þorna vel áð­ur en hald­ið er áfram. Snið­ugt er að vera með nokkra liti af naglalakki, t.d. rauð­an, gra­en­an og hvít­an, gyllt­an eða silfr­að­an og velja einn sem að­al­lit. Best er að byrja á að nota ein­falt mynstur, t.d. dopp­ur. Þa­er er ein­fald­ast að gera með því að dýfa tann­stöngli of­an í naglalakks­glas­ið og setja dopp­ur á negl­urn­ar, láta þa­er þorna vel og lakka svo yf­ir með yf­ir­lakki sem er jafn­vel með glimmeri í. Ha­egt er að búa til jóla­tré og alls kon­ar jólapakka á negl­urn­ar með þess­ari sömu að­ferð.

Ein­falda leið­in er að kaupa mynstur í snyrti­vöru­versl­un­um og líma á negl­urn­ar.

Hér eru negl­urn­ar lakk­að­ar í djúp­um, dökk­um lit, nema negl­urn­ar á baug­fingri og löngu­töng eru lakk­að­ar hvít­ar. Tann­stöngli er dýft var­lega í dökka naglalakk­ið og bland­að sam­an við hvíta lakk­ið til að fá þetta fal­lega mynstur.

Leik­ið með liti og mynstur á jóla­leg­an máta.

Jóla­legri verða negl­urn­ar varla en þetta. Hér er bú­ið að klippa út mynstur og setja á negl­urn­ar og lakka yf­ir.

Þetta er fyr­ir lengra komna í nagla­tísk­unni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.