For­eldr­ar eru bestu lestr­ar­fyr­ir­mynd­irn­ar

Bóka­brölt í Breið­holti er skemmti­legt verk­efni sem öll for­eldra­fé­lög grunn­skól­anna í Breið­holti standa að. Fimm hill­ur verða sett­ar upp í hverf­inu þar sem fólk get­ur kom­ið með not­að­ar baek­ur og tek­ið aðr­ar í stað­inn. Opn­un­ar­há­tíð verð­ur í Mjódd fimmtu­dagi

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Sól­veig Gísla­dótt­ir

Frá­ba­ert sam­starf allra fimm for­eldra­fé­lag­anna í grunn­skól­um Breið­holts þyk­ir ein­stakt, en skól­arn­ir eru Selja­skóli, Hóla­brekku­skóli, Öldu­sels­skóli, Fella­skóli og Breið­holts­skóli. Verk­efn­ið Bóka­brölt í Breið­holti er eitt af fjöl­mörg­um verk­efn­um sem sam­starf­ið hef­ur get­ið af sér. „Hug­mynd­in að Bóka­brölt­inu vakn­aði fyr­ir um ári en fyr­ir­mynd­ir að svip­uð­um verk­efn­um má finna víða er­lend­is,“seg­ir Dröfn Vil­hjálms­dótt­ir, bóka­safns- og upp­lýs­inga­fra­eð­ing­ur í Selja­skóla, sem kem­ur þó að verk­efn­inu fyrst og fremst sem for­eldri.

„Um leið og Bóka­brölt í Breið­holti mun setja skemmti­leg­an svip á hverf­ið stuðl­ar verk­efn­ið að því að efla lestr­aráhuga og lestr­arfa­erni með­al full­orð­inna og barna með það að leið­ar­ljósi að lestr­ar­fyr­ir­mynd­ir heima fyr­ir hafa mik­il áhrif á bóka­áhuga barna,“seg­ir Dröfn.

Verk­efn­ið geng­ur út á að koma upp fimm hill­um á fimm stöð­um í hverf­inu. Í hill­un­um verða not­að­ar baek­ur sem fólki er frjálst að taka með sér og það hvatt til þess að koma með aðr­ar not­að­ar í stað­inn. „Við feng­um fimm hill­ur gef­ins og ein fór í hvern skóla. Þar voru nem­end­ur fengn­ir til að mála og skreyta hill­urn­ar. Ein hilla verð­ur síð­an í hverju skóla­hverfi, á fjöl­förn­um stað.“

Opn­un­ar­há­tíð á fimmtu­dag

All­ar fal­lega skreyttu hill­urn­ar fimm verða í Mjódd klukk­an 17 fimmtu­dag­inn 15. nóv­em­ber þeg­ar hald­in verð­ur opn­un­ar­há­tíð. „AEv­ar vís­inda­mað­ur verð­ur kynn­ir en þetta verk­efni rím­ar mjög vel við lestr­ar­átak hans, en það síð­asta verð­ur hald­ið í janú­ar. Þá munu for­eldr­ar einnig geta skil­að inn lestr­ar­mið­um eins og börn­in hafa gert,“lýs­ir Dröfn. Tón­list­ar­mað­ur­inn og Breið­hylt­ing­ur­inn Halli Reyn­is mun spila tónlist og á með­an mun fólk geta rað­að bók­um sem það kem­ur með í hill­urn­ar fínu. Opn­un­ar­há­tíð­in er öll­um op­in en einnig hafa boð­að komu sína ýms­ir vel þekkt­ir Breið­hylt­ing­ar úr skóla- og frí­stund­a­starfi hverf­is­ins sem leggja til baek­ur af ýms­um toga. „Ég hvet fólk til að maeta og taka með sér eina af sín­um upp­á­halds­bók­um og gefa í Bóka­brölt­ið.“

Eft­ir há­tíð­ina verð­ur far­ið með all­ar hill­urn­ar á sína staði, í ÍR-heim­il­ið, Selja­kjör, Hóla­garð, Mjódd og Breið­holts­laug. Hvert for­eldra­fé­lag mun fóstra eina hillu og sjá til þess að henni sé vel við hald­ið.

Bóka­merki og Face­book-síða

Þeir sem vilja geta fylgst með hill­un­um á Face­book-síð­unni Bóka­brölt í Breið­holti. Þar verða reglu­lega birt­ar mynd­ir af hill­un­um. „Þannig get­ur fólk séð spenn­andi bók sem það lang­ar í, far­ið á stað­inn og kippt henni með sér heim.“

For­eldra­fé­lög­in hafa lát­ið hanna fyr­ir sig lógó og út­búa bóka­merki sem dreift verð­ur til við­staddra á fimmtu­dag­inn. Bóka­merk­in verða svo að­gengi­leg í bóka­hill­un­um með­an birgð­ir end­ast.

Baek­ur á ýms­um tungu­mál­um

Sam­fé­lag­ið í Breið­holti er líf­legt og fjöl­þjóð­legt. „Við höf­um reynt að koma upp­lýs­ing­um til fólks af ólíku þjóð­erni í hverf­inu í gegn­um til daem­is Pólska skól­ann og ým­is sendi­ráð. Bóka­brölt­ið er nefni­lega frá­ba­er vett­vang­ur fyr­ir fólk frá hinum ýmsu lönd­um til að deila bók­um á sínu tungu­máli og fá aðr­ar.

Von­andi kom­ið til að vera

Dröfn seg­ist viss um að bóka­brölt­ið muni hafa marg­ar jákvaeð­ar af­leið­ing­ar. „Mark­mið­ið er að gera baek­ur sýni­leg­ar og efla for­eldra og aðra full­orðna í hverf­inu sem lestr­ar­fyr­ir­mynd­ir en ég get líka ímynd­að mér að bóka­hill­urn­ar verði góð­ur stað­ur til að hitta fólk og spjalla við það hvort sem er um baek­ur eða dag­inn og veg­inn.“Hún von­ast til að átak­ið muni mael­ast vel fyr­ir. „Við mun­um meta verk­efn­ið eft­ir eitt ár og sjá hvort til­efni sé til að fjölga hill­um. Við von­um að þetta sé kom­ið til að vera.“

Nem­end­ur grunn­skól­anna í Breið­holti sáu um að skreyta bóka­hill­urn­ar fimm.

Dröfn Vil­hjálms­dótt­ir von­ast til að bóka­brölt­ið muni mael­ast vel fyr­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.