Byrj­aði sem sak­laust áhuga­mál

Anna M. Kon­ráðs­dótt­ir hann­ar og smíð­ar eyrna­lokka sem skreytt­ir eru litl­um bók­um. Þeir eru all­ir hand­unn­ir og fyr­ir vik­ið er hver þeirra ein­stak­ur. Hún kynn­ir vör­ur sín­ar á Hand­verki og hönn­un í naestu viku.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - St­arri Freyr Jóns­son

Und­an­far­in 2-3 ár hef­ur Anna M. Kon­ráðs­dótt­ir dund­að sér við að hanna og smíða eyrna­lokka sem skreytt­ir eru litl­um bók­um. Þetta byrj­aði sem sak­laust áhuga­mál þar sem aetl­un­in var að hanna eyrna­lokka fyr­ir hana sjálfa en svo fannst henni áhuga­vert að sjá hvort aðr­ir hefðu áhuga á að skreyta sig með bók­um. „Einnig finnst mér mik­ilvaegt að halda bók­um á lífi þar sem allt er orð­ið svo rafra­ent í dag. Ég er líka bú­in að vera að koma fleiri vör­um inn í vöru­lín­una svo fleiri geti nýtt sér þa­er. Í naestu viku tek ég þátt í sýn­ing­unni Hand­verk og hönn­un í Ráð­húsi Reykja­vík­ur en sú sýn­ing er eig­in­lega það fyrsta sem ég geri til að koma merk­inu mínu á fram­fa­eri.“

Eng­ir tveir skart­grip­ir eins

Hún seg­ist ein­göngu nota gaeð­aefni í baek­urn­ar og káp­an sé í raun unn­in al­veg eins og hefð­bund­in bók. „Það þýð­ir að horn og kjöl­ur bók­ar­inn­ar eru úr lamba­skinni eða roði og svo er papp­írskla­eðn­ing eins og not­uð er á venju­leg­um bók­um. Í þa­er nota ég svo ýms­an flott­an papp­ír sem mér finnst passa við. All­ar baek­ur eru hand­unn­ar sem þýð­ir að hver og ein bók er ein­stök og því eru eng­ir tveir skart­grip­ir eins.“Fyr­ir ut­an bóka­eyrna­lokk­ana hef­ur hún einnig hann­að bóka­háls­men, bókaís­skápa­segla, bóka­orma, jóla­bók­ana­el­ur og jóla­bóka­eyrna­lokka en vör­ur sín­ar sel­ur hún und­ir heit­inu Book of the (y)ear.

Ólík­ar lita­sam­setn­ing­ar

Hug­mynd­irn­ar faer hún með því að prófa sig áfram með ým­is efni auk þess sem hún seg­ist fá hug­mynd­ir með því að kíkja í fönd­ur­búð­ir og skoða papp­ír á net­inu. „Ég býð upp á ótelj­andi út­gáf­ur af sam­setn­ing­um auk þess sem ég er með nokkr­ar staðl­að­ar út­gáf­ur. Auk þess get­ur hver og einn ósk­að eft­ir sér­stök­um lit­um og lita­sam­setn­ingu. Við­tök­urn­ar hafa ver­ið góð­ar en það eru auð­vit­að ekki all­ir sem vilja vera með baek­ur hang­andi í eyr­un­um.“

Áhug­inn kvikn­aði snemma

Áhugi Önnu á handa­vinnu byrj­aði á ung­lings­aldri þeg­ar hún hóf störf í bók­bandi yf­ir sum­ar­tím­ann. „Þar kvikn­aði fyrst áhugi á handa­vinnu. Fljót­lega eft­ir stúd­ents­próf ákvað ég að inn­rita mig í bók­bands­nám og hef ver­ið að vinna í prent­smiðj­um og dunda mér við hand­band síð­an. Það var ein­mitt í nám­inu sem ég fékk þá hug­mynd að gera litla bóka­eyrna­lokka og hef ég ver­ið að þróa hönn­un­ina síð­an þá.“

Óvaent vara

Á Hand­verki og hönn­un sem hefst í Ráð­húsi Reykja­vík­ur 22. nóv­em­ber mun fjöldi að­ila sýna eig­in verk og selja, þ. á m. Anna. „Þar verð ég með ýms­ar teg­und­ir af bóka­eyrna­lokk­un­um og jóla­bóka­eyrna­lokk­um, marg­ar gerð­ir af háls­men­um, nokkr­ar teg­und­ir af bóka­orm­um, bókaís­skápa­segla og jóla­bók­ana­el­ur. Svo aetla ég að sýna nýja vöru sem ég aetla ekki að segja frá strax. Hún kem­ur í nokkr­um út­gáf­um, m.a. út­gáfu sem ég myndi segja að vaeri al­gjör­lega jóla­skraut­ið í ár.“

Hönn­un Önnu má skoða á www. annag­arcia58.wixsite.com/book-oft­he-ye­ar þar sem einnig er haegt að hafa sam­band við hana.

MYND/SIGTRYGGUR ARI

„All­ar baek­ur eru hand­unn­ar sem þýð­ir að hver og ein bók er ein­stök og því eru eng­ir tveir skart­grip­ir eins,“seg­ir Anna M. Kon­ráðs­dótt­ir, sem hef­ur m.a. hann­að bóka­eyrna­lokka og fleiri skemmti­leg­ar vör­ur und­an­far­in ár.

Anna seg­ist ein­göngu nota gaeð­aefni í baek­urn­ar. Það þýð­ir að hver og ein­kápa er í raun unn­in al­veg eins og hefð­bund­in bók.

Lit­fög­ur bóka­háls­men (t.v.) og bóka­orm­ar vekja hvarvetna at­hygli.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.