Auka ör­yggi ferða­manna

Upp­lýs­inga­mið­stöð Suð­ur­lands er mjög mik­ilvaeg­ur hluti af ábyrgri ferða­þjón­ustu. Hún tek­ur á móti gríð­ar­leg­um fjölda gesta á hverj­um degi og hjálp­ar ferða­mönn­um að ferð­ast ör­ugg­lega.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK -

Upp­lýs­inga­mið­stöð Suð­ur­lands er ein af upp­lýs­inga­mið­stöðv­um lands­hlut­anna. Hún hef­ur ver­ið star­fra­ekt síð­an 1999 og er op­in allt ár­ið um kring. Hún sinn­ir fyrst og fremst upp­lýs­inga­gjöf til ferða­manna og gegn­ir gríð­ar­lega mik­ilvaegu hlut­verki þeg­ar kem­ur að ör­yggi ferða­manna og ábyrgri ferða­þjón­ustu.

„Við þjón­ust­um fyrst og fremst ferða­menn, en einnig ferða­þjón­ustu­að­ila sem leita til okk­ar. Við svör­um mörg­um fyr­ir­spurn­um í gegn­um síma og tölvu­póst, en að­al­lega á gólf­inu,“seg­ir Sig­ur­dís Lilja Guð­jóns­dótt­ir, for­stöðu­mað­ur upp­lýs­inga­mið­stöðv­ar­inn­ar. „Við stuðl­um að ör­yggi ferða­manna, sem er mjög mik­ilvaegt af því að heim­sókn­irn­ar eru svo marg­ar. Fólk trú­ir því oft ekki hvað marg­ir koma til okk­ar á hverj­um degi, en yf­ir sum­ar­tím­ann heimsa­ekja okk­ur að með­al­tali yf­ir þrjú þús­und manns á dag.

Það er mjög mik­ilvaegt að koma bein­um upp­lýs­ing­um til ferða­manna eins og við ger­um. Ferða­menn eru oft ekki með rétt­ar upp­lýs­ing­ar og jafn­vel þó svo sé, er ör­yggi í því að leita til heima­manna og fá stað­fest­ingu á að mað­ur hafi allt á hreinu,“seg­ir Sig­ur­dís. „Svo eru líka ein­staka ferða­menn inn á milli sem eru al­gjör­lega óund­ir­bún­ir en hafa þó vit á að leita til okk­ar og þá get­um við hjálp­að.

Upp­lýs­inga­mið­stöðv­arn­ar hér á landi eru greini­lega þekkt­ar með­al ferða­manna og þeir leita okk­ur oft uppi,“seg­ir Sig­ur­dís. „Okk­ar mið­stöð hef­ur líka haft gaeð­avott­un frá Vak­an­um, gaeð­a­kerfi ferða­þjón­ust­unn­ar, síð­an ár­ið 2016 og við vor­um fyrsta upp­lýs­inga­mið­stöð­in á lands­byggð­inni til að fá þá vott­un.“

Það er því mik­ilvaegt starf unn­ið hjá Upp­lýs­inga­mið­stöð Suð­ur­lands og upp­lýs­inga­mið­stöðv­ar lands­hlut­anna eru veiga­mik­ill þátt­ur í ábyrgri ferða­þjón­ustu. „Þess vegna er­um við líka til daem­is í sam­starfi við Sa­feTra­vel til að auka með­vit­und um ör­yggis­at­riði,“seg­ir Sig­ur­dís. „En með­vit­und um þessi mál hef­ur al­mennt auk­ist eft­ir slys­in sem hafa því mið­ur orð­ið.“

Ým­is rekst­ur styð­ur starf­ið

„Sta­ersti hlut­inn af fjár­magn­inu okk­ar kem­ur frá Hvera­gerð­is­bae og ég vinn mik­ið í ferða­mál­um fyr­ir ba­einn vegna þess, en við fá­um líka fjár­magn frá SASS, sam­tök­um sunn­lenskra sveit­ar­fé­laga og Ferða­mála­stofu,“seg­ir Sig­ur­dís. „Þetta er ekki há upp­haeð, svo við höf­um tek­ið upp á ýmsu til að drýgja tekj­urn­ar, því það hef­ur ver­ið far­ið fram á lengra og betra að­gengi að okk­ur.

Við höf­um til daem­is feng­ið leyfi til að bóka í ferð­ir og ann­að slíkt, við selj­um minja­gripi, starf­sem­in er rek­in í sam­vinnu við Póst­hús­ið og við er­um einnig með sýn­ing­una „Skjálft­inn 2008“, þar sem við bjóð­um fólki að borga sig inn í jarð­skjálfta­hermi,“seg­ir Sig­ur­dís. „Til að halda upp­lýs­inga­mið­stöðv­un­um opn­um er snið­ugt að hafa ann­an rekst­ur með á þenn­an hátt, en það þarf að vera rekst­ur sem hent­ar starf­sem­inni og það þarf að vera þekk­ing­ar­grund­völl­ur til stað­ar til að sinna því öllu. Þessi rekst­ur hef­ur skil­að því að nú er­um við þrjú í heils árs starfi, en yf­ir há­anna­tím­ann á sumr­in starfa hér sex manns. Í upp­hafi var hér bara eitt stöðu­gildi, svo þjón­ust­an hef­ur auk­ist mik­ið.“

Sig­ur­dís seg­ir að Upp­lýs­inga­mið­stöð Suð­ur­lands sinni mik­ilvaegu hlut­verki við að auka ör­yggi ferða­manna.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.