Tákn­mál og ferða­lög okk­ar ástríða

Deaf Ice­land Tours skipu­legg­ur ferð­ir á tákn­máli um Ís­land. Sig­ur­lín Mar­grét Sig­urð­ar­dótt­ir seg­ir mikla þörf á slíkri þjón­ustu en döff ferða­menn koma hing­að helst frá Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Sól­veig Gísla­dótt­ir

Fyr­ir nokkr­um ár­um hitt­um við þrjá döff (tákn­málstalandi) ferða­menn sem höfðu klár­að hring­veg­inn. Þau höfðu á orði að Ís­land vaeri voða fal­legt en að þau hefðu ekki séð neitt tákn­mál í allri ferð­inni. Þau voru nán­ast út­brunn­in eft­ir þessa ferð, sáu margt en misstu líka af mörgu. Þessi saga varð til þess­að við fór­um al­var­lega að spá í ferða­þjón­ustu fyr­ir döff ferða­menn,“seg­ir Sig­ur­lín sem stofn­aði ferða­þjón­ust­una Deaf Ice­land Tours ár­ið 2017 ásamt Trausta Jó­hann­es­syni, Stein­unni Lovísu Þor­valds­dótt­ur, Br­anic

Keltz og Magnúsi Sverris­syni.

„Trausti er með meira­próf og keyr­ir oft­ast rút­una okk­ar, Stein­unn er mennt­að­ur þjóð­fra­eð­ing­ur og hef­ur séð um leið­sögn, Br­anic er frá Bost­on, hann er mennt­að­ur kvik­mynda­töku­mað­ur og laerð­ur í frum­kvöðl­a­fra­eð­um og Magnús hef­ur reynslu af að vinna með ferða­mönn­um.“Sjálf er Sig­ur­lín mennt­uð í frum­kvöðl­a­fra­eð­um og sinn­ir öllu því sem þarf að sinna hverju sinni. „Ég svara fyr­ir­spurn­um, bý til ferða­plön og sé um sam­skipti sem oft fara fram í gegn­um Facetime eða What­sapp og þá á al­þjóð­legu tákn­máli.“Fyr­ir­ta­ek­ið er rek­ið heim­an að. „Það vaeri aeðis­legt ef haegt vaeri að vera inni á gafli hjá ferða­þjón­ustu­fyr­ir­ta­eki.“

Gam­an að hitta nýtt döff fólk

Eitt af verk­efn­um Sig­ur­lín­ar er að vera leið­sögu­mað­ur í ferð­um með döff ferða­menn. „Það er margt skemmti­legt við þetta starf. Mað­ur hitt­ir nýtt fólk og það er ein­stak­lega gam­an að hitta döff fólk hvað­ana­eva úr heim­in­um og fra­eð­ast um hvað það er að gera í sínu heimalandi. Eft­ir því sem ég hitti fleira döff fólk og mennt­að, sé ég hve fá­ta­ek­leg­ur vinnu­mark­að­ur­inn fyr­ir döff er hér á Íslandi. Ég hef hitt döff frá Skotlandi sem er laekna­rit­ari á há­skóla­sjúkra­húsi og ít­alska döff konu sem vinn­ur hjá sýslu­mann­semba­ett­inu í sinni heima­borg á Ítal­íu. Ég hef skipu­lagt brúð­kaups­ferð fyr­ir fra­eg­an döff leik­ara frá Banda­ríkj­un­um. Það er mjög gam­an að hitta þau og fá ann­ars kon­ar sjón­ar­mið á döff heim­inn,“seg­ir Sig­ur­lín sem er núna ásamt Stein­unni í námi hjá End­ur­mennt­un – Leið­sögu­manna­nám á há­skóla­stigi. „Það er al­veg meiri­hátt­ar fróð­legt.“

Flest­ir frá USA og Evr­ópu

„Tákn­mál og ferða­lög eru okk­ar ástríða. Við­skipta­vin­ir okk­ar koma helst frá Banda­ríkj­un­um, Norð­ur­lönd­un­um og Evr­ópu. Við höf­um þó feng­ið fyr­ir­spurn­ir frá öðr­um lönd­um, til daem­is Srí Lanka, Kína og Jap­an.“Far­ið er með ferða­menn­ina á alla vinsa­el­u­stu ferða­mannastað­ina. Stund­um koma þó sér­ósk­ir sem ávallt er reynt að verða við.

„Við bjóð­um upp á dags­ferð­ir. Svo bjóð­um við upp á göngu­ferð um Reykja­vík og þá kem ég inn á döff­sögu enda fólk áhuga­samt um döff­sam­fé­lag­ið á Íslandi.“

Sig­ur­lín seg­ir hik­laust mikla þörf á ferða­þjón­ustu á borð við Deaf Ice­land. „Marg­ir ferða­menn kaupa ferð­ir með leið­sögn á móð­ur­máli sínu. Af hverju aettu döff ekki að eiga sama mögu­leika á að fá leið­sögn á sínu móð­ur­máli sem er tákn­mál?“

Kom­in til að vera

Sig­ur­lín seg­ist ekki finna fyr­ir mikl­um vexti í þeirra starf­semi. „Við bjóð­um upp á sér­haefða þjón­ustu sem þarf sinn tíma til að vaxa. „Á þessu ári feng­um við reynslu með ferð­irn­ar. Ár­ið 2019 verð­um við með bók­an­ir á heima­síðu okk­ar enda orð­in hálf­gert „must“í tákn­máls­ferða­þjón­ust­unni á Íslandi. Við er­um kom­in til að vera og vilj­um endi­lega að aðr­ar ferða­þjón­ust­ur viti af okk­ur.“

Sam­kvaemt töl­um frá Al­heims­sam­bandi heyrn­ar­lausra er áa­etl­að að um 70 millj­ón­ir döff séu í heim­in­um. „Við telj­um okk­ur vel getað þjón­u­stað allt að 10 til 15 þús­und döff á naestu 10 til 20 ár­um.“

MYND/ERNIR

Sig­ur­lín Mar­grét Sig­urð­ar­dótt­ir er einn af stofn­end­um Deaf Ice­land Tours og starfar með­al ann­ars sem leið­sögu­mað­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.